Að selja frá sér hugvitið Guðbrandur Einarsson skrifar 18. ágúst 2021 07:01 Það eru ekki margar afurðir á heimsmarkaði sem við Íslendingar getum eignað okkur. Lambakjötið okkar er oft nefnt í þessu sambandi en það er svo sem framleitt annars staðar þó að við í belgingi teljum okkur framleiða besta lambakjöt í heimi. Ein er þó afurð sem svo sannarlega er hægt að kenna við Ísland og sú afurð er íslenska skyrið. Hvergi í heiminum var að finna afurð sem var sambærileg við íslenska skyrið og maður hefði því haldið að hægt yrði að tryggja mjólkurframleiðendum betri afkomu vegna aukinna vinsælda íslenska skyrsins, en það fæst ekki séð að það hafi gerst, heldur er verið að flytja framleiðslu á þessari einstöku afurð úr landi og einhverjir aðrir en bændur njóta góðs af því. Tölur eru sláandi Það þarf ekki að leita lengi til þess að gera sér grein fyrir mikilli öfugþróun í þessum málum. Skv. frétt í Morgunblaðinu frá 19. september 2015 var greint frá nýjum samningi Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Þar er m.a. sagt frá því að útflutningsheimildir íslenskra skyrframleiðeiðenda muni rúmlega tífaldast, fara úr 380 tonnum í 4.000 tonn með nýjum samningi. Hver er staðan? Hafa Íslendingar nýtt sér þessar auknu heimildir til útflutnings á skyri til hagsbóta fyrir íslenska bændur og erum við að nýta þær heimildir sem við höfum til útflutnings á vöru sem við getum svo sannarlega talið sem okkar vöru og ættum að hafa einkaleyfi á? Því fer víðs fjárri. Skv. upplýsingum frá Hagstofu hefur útflutningur á skyri verið að dragast mjög mikið saman. Frá árinu 2010 til ársins 2018 og með nýjum samningi við ESB, jókst útflutningur á skyri úr 20 tonnum í 1.422 tonn. Síðan þá hefur sigið verulega á ógæfuhliðina. Skv. tölum Hagstofu var útflutningur á skyri 922 tonn árið 2019 en ekki nema 516 tonn árið 2020. Útflutningur á skyri fer því að nálgast það sem hann var áður en samningurinn við ESB var undirritaður árið 2015. Eru útlendingar þá ekki að borða íslenskt skyr? Því fer hins vegar fjarri að ekki sé verið að borða íslenskt skyr í útlöndum. Skyr er að finna í verslunum í mörgum Evrópulöndum og einnig er hægt að nálgast það í Ameríku og Asíu. Hins vegar er verið að framleiða vöruna annars staðar en á Íslandi, úr erlendri mjólk Ákveðnir aðilar hafa ákveðið að fara með vöru, sem við hefðum getað haft einkarétt á, til framleiðslu í öðrum löndum þar sem hægt er að kaupa merkt íslenskt skyr á lægra verði en við njótum hér heima á Fróni. Við getum kannski farið að flytja inn íslenskt skyr. Heitir þetta ekki að pissa í skóinn sinn? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Landbúnaður Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það eru ekki margar afurðir á heimsmarkaði sem við Íslendingar getum eignað okkur. Lambakjötið okkar er oft nefnt í þessu sambandi en það er svo sem framleitt annars staðar þó að við í belgingi teljum okkur framleiða besta lambakjöt í heimi. Ein er þó afurð sem svo sannarlega er hægt að kenna við Ísland og sú afurð er íslenska skyrið. Hvergi í heiminum var að finna afurð sem var sambærileg við íslenska skyrið og maður hefði því haldið að hægt yrði að tryggja mjólkurframleiðendum betri afkomu vegna aukinna vinsælda íslenska skyrsins, en það fæst ekki séð að það hafi gerst, heldur er verið að flytja framleiðslu á þessari einstöku afurð úr landi og einhverjir aðrir en bændur njóta góðs af því. Tölur eru sláandi Það þarf ekki að leita lengi til þess að gera sér grein fyrir mikilli öfugþróun í þessum málum. Skv. frétt í Morgunblaðinu frá 19. september 2015 var greint frá nýjum samningi Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Þar er m.a. sagt frá því að útflutningsheimildir íslenskra skyrframleiðeiðenda muni rúmlega tífaldast, fara úr 380 tonnum í 4.000 tonn með nýjum samningi. Hver er staðan? Hafa Íslendingar nýtt sér þessar auknu heimildir til útflutnings á skyri til hagsbóta fyrir íslenska bændur og erum við að nýta þær heimildir sem við höfum til útflutnings á vöru sem við getum svo sannarlega talið sem okkar vöru og ættum að hafa einkaleyfi á? Því fer víðs fjárri. Skv. upplýsingum frá Hagstofu hefur útflutningur á skyri verið að dragast mjög mikið saman. Frá árinu 2010 til ársins 2018 og með nýjum samningi við ESB, jókst útflutningur á skyri úr 20 tonnum í 1.422 tonn. Síðan þá hefur sigið verulega á ógæfuhliðina. Skv. tölum Hagstofu var útflutningur á skyri 922 tonn árið 2019 en ekki nema 516 tonn árið 2020. Útflutningur á skyri fer því að nálgast það sem hann var áður en samningurinn við ESB var undirritaður árið 2015. Eru útlendingar þá ekki að borða íslenskt skyr? Því fer hins vegar fjarri að ekki sé verið að borða íslenskt skyr í útlöndum. Skyr er að finna í verslunum í mörgum Evrópulöndum og einnig er hægt að nálgast það í Ameríku og Asíu. Hins vegar er verið að framleiða vöruna annars staðar en á Íslandi, úr erlendri mjólk Ákveðnir aðilar hafa ákveðið að fara með vöru, sem við hefðum getað haft einkarétt á, til framleiðslu í öðrum löndum þar sem hægt er að kaupa merkt íslenskt skyr á lægra verði en við njótum hér heima á Fróni. Við getum kannski farið að flytja inn íslenskt skyr. Heitir þetta ekki að pissa í skóinn sinn? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun