Dýr

Fréttamynd

Samson kominn heim

Svo virðist sem að Samson, klón hundsins Sáms, sé kominn í faðm eigenda sinna, þeirra Dorrit Mouissaeff og Ólafs Ragnars Grímssonar. Ólafur Ragnar greinir frá þessu á Twitter-síðu hans.

Innlent
Fréttamynd

Dular­fullur fíla­dauði í Botsvana

Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Humarleiðangur Hafró gekk vel

Fimmtugasti og annar árlegur humarleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar fór fram um miðjan síðasta mánuð en 10. til 19. júní var myndað á 85 stöðvum frá Jökuldýpi til vesturs og til Lónsdýpis í austri.

Innlent
Fréttamynd

Gullfiskur í Elliðaánum

Já, þú last þetta rétt og þetta er ekki prentvilla eða skrifað í ölæði. Það er gulur fiskur að synda í Árbæjarstíflu.

Veiði
Fréttamynd

Viltu þetta virkilega, Katrín; alla vega er það gert í þínu nafni!?

Það er víða pottur brotinn í dýrahaldi og meðferð dýra, einkum og sér í lagi, þar sem hefðbundinn landbúnaður er að breytast í verksmiðjuframleiðslu á kjöti - án nokkurs tillits til þess, að dýrin eru lifandi verur, með eigið skyn og tilfinningar – en einna verst af öllum búgreinum, með tilliti til kvalræðis dýranna, er í mínum huga loðdýraræktin.

Skoðun
Fréttamynd

Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin

Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu.

Erlent
Fréttamynd

Segja Mongús algjörlega breyttan

Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat.

Innlent