Erlent

Leita há­karls eftir ban­væna árás

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Árásin var sú áttunda banvæna undan ströndum Ástralíu á þessu ári.
Árásin var sú áttunda banvæna undan ströndum Ástralíu á þessu ári. Reinhard Dirscherl\ullstein bild via Getty

Karlmaður lést eftir að hákarl réðst á hann undan Calbe-strönd í vesturhluta Ástralíu. Þetta er áttunda banvæna hákarlaárásin í landinu á þessu ári. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Ströndinni hefur verið lokað og fólki ráðið frá því að fara út í sjó. Leit að hákarlinum stendur nú yfir en ekki liggur fyrir hverrar tegundar hann er.

Samkvæmt ástralskri ríkisstofnun sem heldur utan um dýravernd í landinu hafa orðið minnst 22 hákarlaárásir í landinu það sem af er ári. Þó eru slíkar árásir ekki algengar við Cable-strönd.

BBC hefur eftir Daryl Robertson, fyrirtækjarekanda á svæðinu, að ekki sé óvanalegt að hákarlar sjáist við ströndina.

„En að eitthvað svona eigi sér stað er óvanalegt og verulega átakanlegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×