Fjölmiðlar

Fréttamynd

Til Grind­víkinga

Þegar fólk verður fyrir alvarlegu ytra áfalli er skynsamlegt að átta sig á nokkrum atriðum. Varnarviðbrögð manna við ógn hafa verið kortlögð en athugið, að við bregðumst mismunandi við eftir því hvernig persónuleiki okkar er og fyrri reynsla.

Skoðun
Fréttamynd

Tekur fyrir að hafa sagt að Marta María sé ekki blaða­maður

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ekki rétt að hún hafi sagt að Marta María Winkel væri ekki blaðamaður. Marta María hafði greint frá því að hún hafi skipt um félag eftir að hafa heyrt af ummælum sem Sigríður átti að hafa látið frá sér að samningafundi.

Innlent
Fréttamynd

Segja Hjálmar stað­festa trúnaðar­brest með öðrum orðum

Stjórn Blaðamannafélags Íslands áréttar að ákvörðun um starfslok framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmars Jónssonar, var einróma samþykkt í stjórn félagsins og kemur til vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefur verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykktu endur­skipu­lagningu Viaplay

Hluthafar sænska streymisfyrirtækisins Viaplay Group hafa samþykkt endurskipulagningu á félaginu sem leiðir til þess að franski fjölmiðla- og fjarskiptarisinn Canal+ Group og tékkneska fjárfestingafélagið PPF hafa eignast hvor um sig 29,3 prósenta hlut í fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skila­boð til ferðabransans að vera ekki með minni­máttar­kennd

Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir umfjöllun bandaríska fréttablaðsins New York Times um Vestmannaeyjar skýrt merki til ferðabransans að hann eigi að hætta að „klína bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðarheiti“. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska veikin!

Númer eitt. Ég skrifa þessa grein vegna þess að trúverðugleiki blaðamanna og Blaðamannafélags Íslands skiptir höfuðmáli fyrir lýðræðislega umræðu og það aðhald sem hún veitir.

Skoðun
Fréttamynd

Rann­sókn á meintum hótunum Páls skip­stjóra blásin af

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur fellt niður kæru tveggja blaðamanna Heimildarinnar og útvarpsstjóra á hendur Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja fyrir hótun sumarið 2022. Blaðamennirnir lásu hótun út úr orðum Páls í tölvupósti til þeirra að hann þyrfti að grípa til annarra ráða til að stoppa þá. 

Innlent
Fréttamynd

Her­dís Dröfn nýr for­stjóri Sýnar

Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minnka um­svif RÚV á auglýsingamarkaði

Til stendur að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, útvarpsstjóra. Ríkið mun koma til móts við RÚV verði það fyrir tekjutapi vegna þessa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Plötuðu gesti Vikunnar upp úr skónum

Síðasti Vikuþáttur ársins hjá Gísla Marteini á RÚV fór fram laugardagskvöldið 30. desember þar sem árið var gert upp. Skína með Patrik Atlasyni, Prettyboitjokko, var valið lag ársins og Patrik boðið í þáttinn til að flytja lagið.

Lífið
Fréttamynd

Menningar­leysi RÚV

Í gær, á gamlárskvöld, mátti sjá í Ríkissjónvarpinu hinn árlega fréttaannáll og á undan honum íþróttaannálinn. Af nógu var að taka, enda var 2023 viðburðaríkt ár, og báðir annálar því yfirgripsmiklir. Þó sætir furðu hve lítið pláss menning og listir fengu í þessu ársuppgjöri.

Skoðun
Fréttamynd

Grindvíkingurinn er maður ársins

Maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er Grindvíkingurinn. Valið var ekki erfitt að þessu sinni. Hver og einn íbúi bæjarins á hlutdeild í útnefningunni.

Innlent
Fréttamynd

Svona horfir þú á Krydd­síld

Það verður nóg um að vera í dag á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þegar að Kryddsíld hefst klukkan 14:00 í beinni útsendingu á Stöð 2. 

Innlent
Fréttamynd

New York Times stefnir OpenAI og Microsoft

Stjórnendur bandaríska dagblaðsins New York Times hafa höfðað mál gegn fyrirtækjunum OpenAI og Microsoft fyrir meintan þjófnað á höfundarréttarvörðu efni blaðsins.

Erlent
Fréttamynd

„Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flug­vellinum“

„Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi.

Atvinnulíf