WOW Air

Fréttamynd

Tregða í þróun flugfargjalda

Væg hækkun fargjalda í sumar getur átt sér margar skýringar að sögn greinenda. Ice­landair fari varlega í hækkanir, olíuverð hafi lækkað og fall WOW air hafi raskað verðmælingum. Minni samkeppni skili sér þó á endanum með hærri fargjöldum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust

Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“

Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri segir einfalt að réttlæta ákvarðanir

Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar.

Innlent
Fréttamynd

Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin

Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar

Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið

Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW

Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafa fundað um flugrekstarleyfi

Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ameríkanar endurreisa WOW

Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags.

Viðskipti innlent