Skipulag

Fréttamynd

Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar

Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ný göngu- og hjóla­brú við Breið­holts­braut

Vonir standa til að ný göngu- og hjólabrú yfir Dimmu og Breiðholtsbraut verði tekin til notkunar sumarið 2023, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Nýja brúin verður staðsett um 200 metra neðan við núverandi brú og verður lágreist trébrú með aðskildum göngu- og hjólastígum.

Innlent
Fréttamynd

Bitist um borgina í hörðum kappræðum

Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni.

Innlent
Fréttamynd

Andstaðan við borgarlínu mest hjá eldri karlmönnum

Ríflega 46% borgarbúa eru ýmist mjög eða frekar hlynnt borgarlínu og flestir treysta Samfylkingunni til að halda utan um samgöngumálin í borginni. Tæp 32% eru aftur á móti frekar eða mjög andvíg borgarlínu. Flestir sem setja sig upp á móti henni eru eldri karlmenn og íbúar austan Elliðaáa.

Innlent
Fréttamynd

Tími kominn á inn­hverfin

Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll

Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Bíða með að taka af­stöðu þangað til eftir kosningar

Það bíður nýs skipulagsráðs Akureyrarbæjar að taka afstöðu til uppfærða hugmynda um uppbyggingu fjölbýlishúsa á útsýnislóðum við Tónatröð á Akureyri, vegna ákvörðunar Minjastofnunar um að ekki megi fjarlægja aldursfriðað hús sem fyrir er.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­stjórn Kópa­vogs vantar reglu­vörð

Framboð Vina Kópavogs er til að halda bæjaryfirvöldum að lögum og reglum. Rótin er í skipulagsmálum. Bæjaryfirvöld, í samstarfi við fjárfesta, hafa farið yfir öll mörk í að þétta byggð. Þau hafa efnt til átaka við bæjarbúa, og hunsað lögmætar athugasemdir þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar

Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar.

Innlent
Fréttamynd

Er Akur­eyri 50 eininga bær? Svar við skipu­lags­málum

Ég er 50 eininga maður. Ég vil eiga öruggt húsnæði fyrir mig og fjölskylduna mína. Geta brauðfætt okkur, farið mögulega í gott frí saman einu sinni á ári. Átt bíl sem kemur okkur á milli staða og geta kannski lagt nokkrar krónur fyrir mánaðarlega. Það eru mínar 50 einingar.

Skoðun
Fréttamynd

Tímamótasamkomulag í höfn

Húsnæði fyrir rúmlega  9.000 íbúa mun rísa í Blikastaðalandi í Mosfellsbæ á næstu árum, en nú eru íbúarnir um 13.500. Í morgun var undirritað samkomulag landeiganda og sveitarfélags um uppbyggingu á stærsta óbyggða landsvæði á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lengra en Strikið

Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili.

Skoðun