„Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2023 21:33 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Vísir/Vilhelm Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. „Þessi afstaða minnihlutans gengur gegn hagsmunum bæjarbúa og er með öllu óskiljanleg,“ segir í skriflegu svari Ásdísar við fyrirspurn Vísis um málið. Fyrr í dag greindi DV frá því að bæjaryfirvöld væru sökuð um að færa „einum ríkustu systkinum landsins lúxus-lóðir á silfurfati án útboðs.“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata sagði í samtali við fréttastofu að úthlutunin fari algjörlega á skjön við reglur um úthlutun lóða en fyrir liggur að lóðin var ekki auglýst fyrir úthlutun. Ásdís segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu. „Við töldum nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa fyrir auglýsingu til að tryggja þátttöku þeirra í kostnaði við innviðauppbyggingu á svæðinu en framundan er mikil uppbygging eins og til dæmis í kringum hafnarsvæðið. Með því samkomulagi sem nú liggur fyrir er tryggt að uppbyggingaraðili taki þátt í kostnaði við þá innviðauppbyggingu. Hér var því einfaldlega verið að standa vörð um hagsmuni bæjarbúa og ekkert annað,“ segir Ásdís. Þá segir hún minnihlutann slíta það úr samhengi, hvers vegna hluti svæðisins hafi verið úthlutað til Fjallasólar ehf. sem er í eigu Langasjávar ehf. Félagið er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna, sem kennd eru við Mata-veldið. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. „Það var nauðsynlegt vegna skörunar hluta bæjarlands og fasteigna í eigu félagsins. Þá fer Borgarlínan í gegnum reitinn og var hluti af lausninni. Við hins vegar fórum vel yfir forsendur og tryggt var að markaðsverð fékkst fyrir lóðirnar.“ Ásdís Kristjánsdóttir.Vísir Sökuð um að vinna gegn markmiðum bæjarins Meginreglan sé sú, segir Ásdís, að úthlutað sé eftir auglýsingu. „Það verður gert eins og til dæmis hvað aðrar lóðir varðar á svæðinu, í þessu tiltekna tilviki var það einfaldlega ógerlegt.“ Annað sem hefur sætt gagnrýni er að úthlutunin gangi gegn markmiði bæjarins um fjölbreytt húsnæði og kvöð um að tíu prósent íbúða á svæðinu verði ætlaðar fyrstu kaupendum, leigjendum, stúdentum og eða öldruðum. Sigurbjörg Erla segir að um sé að ræða uppbyggingu á „dýrum íbúðum fyrir ríkt fólk“. Ásdís segir að gætt hafi verið að fyrrgreindri kvöð. „Mikilvægt er að hafa í huga að aðalskipulag bæjarins á við um allt svæðið en reitirnir eru alls þrettán og þessi reitur er einn þeirra. Markmiðið er 10% samkvæmt aðalskipulagi og við horfum til meðaltals alls svæðisins,“ segir Ásdís. Mikilvægt að horfa á heildarsamhengi Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar höfnuðu samkomulaginu á fundi bæjarstjórnar og fordæmdu samkomulagið sem byggist á deiliskipulagi sem hafi ekki gengið í gildi. „Kaupréttur bæjarins á félagslegum íbúðum á markaðsverði er markleysa í ljósi þess að fyrir liggur að íbúðir á svæðinu verða mjög dýrar. Samningurinn felur í sér að öll áhætta liggur hjá Kópavogsbæ.“ Spurð út í þessi orð minnihlutans segir Ásdís: „Við leitumst við að kaupa félagslegar íbúðir á hagkvæmu verði. Varðandi þennan tiltekna reit þá mun tíminn leiða það í ljós og markaðurinn stýrir því. Þá á eftir að skipuleggja hluta af Kársnesinu og við munum að sjálfsögðu horfa til aðalskipulagsins og stefnu bæjarins. Mikilvægt er að horfa á heildarsamhengi svæðisins en ekki einstaka reiti.“ Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Þessi afstaða minnihlutans gengur gegn hagsmunum bæjarbúa og er með öllu óskiljanleg,“ segir í skriflegu svari Ásdísar við fyrirspurn Vísis um málið. Fyrr í dag greindi DV frá því að bæjaryfirvöld væru sökuð um að færa „einum ríkustu systkinum landsins lúxus-lóðir á silfurfati án útboðs.“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata sagði í samtali við fréttastofu að úthlutunin fari algjörlega á skjön við reglur um úthlutun lóða en fyrir liggur að lóðin var ekki auglýst fyrir úthlutun. Ásdís segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu. „Við töldum nauðsynlegt að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa fyrir auglýsingu til að tryggja þátttöku þeirra í kostnaði við innviðauppbyggingu á svæðinu en framundan er mikil uppbygging eins og til dæmis í kringum hafnarsvæðið. Með því samkomulagi sem nú liggur fyrir er tryggt að uppbyggingaraðili taki þátt í kostnaði við þá innviðauppbyggingu. Hér var því einfaldlega verið að standa vörð um hagsmuni bæjarbúa og ekkert annað,“ segir Ásdís. Þá segir hún minnihlutann slíta það úr samhengi, hvers vegna hluti svæðisins hafi verið úthlutað til Fjallasólar ehf. sem er í eigu Langasjávar ehf. Félagið er í eigu systkinanna Eggerts, Eddu, Halldórs, Guðnýjar og Gunnars Gíslabarna, sem kennd eru við Mata-veldið. Þau eiga meðal annars Ölmu leigufélag. Reitur 13 er stórt svæði sem liggur við sjóinn. „Það var nauðsynlegt vegna skörunar hluta bæjarlands og fasteigna í eigu félagsins. Þá fer Borgarlínan í gegnum reitinn og var hluti af lausninni. Við hins vegar fórum vel yfir forsendur og tryggt var að markaðsverð fékkst fyrir lóðirnar.“ Ásdís Kristjánsdóttir.Vísir Sökuð um að vinna gegn markmiðum bæjarins Meginreglan sé sú, segir Ásdís, að úthlutað sé eftir auglýsingu. „Það verður gert eins og til dæmis hvað aðrar lóðir varðar á svæðinu, í þessu tiltekna tilviki var það einfaldlega ógerlegt.“ Annað sem hefur sætt gagnrýni er að úthlutunin gangi gegn markmiði bæjarins um fjölbreytt húsnæði og kvöð um að tíu prósent íbúða á svæðinu verði ætlaðar fyrstu kaupendum, leigjendum, stúdentum og eða öldruðum. Sigurbjörg Erla segir að um sé að ræða uppbyggingu á „dýrum íbúðum fyrir ríkt fólk“. Ásdís segir að gætt hafi verið að fyrrgreindri kvöð. „Mikilvægt er að hafa í huga að aðalskipulag bæjarins á við um allt svæðið en reitirnir eru alls þrettán og þessi reitur er einn þeirra. Markmiðið er 10% samkvæmt aðalskipulagi og við horfum til meðaltals alls svæðisins,“ segir Ásdís. Mikilvægt að horfa á heildarsamhengi Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar höfnuðu samkomulaginu á fundi bæjarstjórnar og fordæmdu samkomulagið sem byggist á deiliskipulagi sem hafi ekki gengið í gildi. „Kaupréttur bæjarins á félagslegum íbúðum á markaðsverði er markleysa í ljósi þess að fyrir liggur að íbúðir á svæðinu verða mjög dýrar. Samningurinn felur í sér að öll áhætta liggur hjá Kópavogsbæ.“ Spurð út í þessi orð minnihlutans segir Ásdís: „Við leitumst við að kaupa félagslegar íbúðir á hagkvæmu verði. Varðandi þennan tiltekna reit þá mun tíminn leiða það í ljós og markaðurinn stýrir því. Þá á eftir að skipuleggja hluta af Kársnesinu og við munum að sjálfsögðu horfa til aðalskipulagsins og stefnu bæjarins. Mikilvægt er að horfa á heildarsamhengi svæðisins en ekki einstaka reiti.“
Kópavogur Skipulag Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20