Birna Brjánsdóttir

Fréttamynd

Björgunarsveitirnar hafa klárað þúsund verkefni í dag

Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitirnar hafi lokið rúmlega helmingi þeirra tvö þúsund verkefna sem lagt var upp með að klára um helgina og því lokið leit á helmingi þess svæðis sem kortlagt var fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands hvetur til samhugar og stillingar

Guðni Th. segir að varast beri allt það sem sært geti aðra og sem ali á tortryggni og fordómum en fordóma hefur undanfarið orðið vart í samfélaginu í garð Grænlendinga. Tveir grænlenskir sjómenn eru nú í gæsluvarðahaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu.

Innlent
Fréttamynd

Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag

Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist.

Innlent
Fréttamynd

TF-LÍF leitar á Reykjanesskaga

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli klukkan ellefu í morgun til að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum sem varpað geta ljósi á hvarf hennar.

Innlent
Fréttamynd

Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina

Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði.

Innlent
Fréttamynd

Grímur og teymi hans unna sér ekki hvíldar

Stór hluti starfsmanna hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur með einum eða öðrum hætti komið að rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Frammistaðan vekur með almenningi traust. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn fer fremstur í flokki og hefur vakið mikla athygli fyrir góða framgöngu.

Lífið
Fréttamynd

Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio

Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða þjóðar

Fá mál hafa rist jafn djúpt í sál okkar litlu þjóðar og hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ung, góðleg og efnileg kona með allt lífið fram undan hverfur sporlaust, og ýmislegt bendir til þess að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sameinuð í sorg

Mér finnst eins og ég hafi lært eitthvað um íslensku þjóðina síðustu daga. Þjóðin hefur í sameiningu upplifað kvíða, ótta, vantrú, reiði en fyrst og fremst sorg. Þannig hefur hún sameinast í viðbrögðum sínum við hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni

Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Birta myndskeið frá aðgerðunum á Polar Nanoq

Landhelgisgæslan hefur nú birt myndir og myndskeið frá aðgerðum sérsveitar Ríkislögreglustjóra á grænlenska togaranum Polar Nanoq og handtók þrjá skipverja á fimmtudaginn í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð

Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi.

Innlent