Innlent

TF-LÍF leitar á Reykjanesskaga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þyrlan lagði af stað klukkan 11 í morgun.
Þyrlan lagði af stað klukkan 11 í morgun. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli klukkan ellefu í morgun til að taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum sem varpað geta ljósi á hvarf hennar.

Í tilkynningu frá gæslunni kemur fram að leitað verði víðs vegar á Reykjanesskaga en með þyrlunni eru tveir björgunarsveitarmenn sem hjálpa til við leitina.

Greint var frá því í morgun að 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka nú þátt í umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur skipulagt. Þeir stefna á að leysa yfir 2000 verkefni um helgina en leitin hófst klukkan níu í morgun.


Tengdar fréttir

Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio

Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins.

Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina

Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×