Hinsegin

Fréttamynd

Hommar eru gæða­blóð

Árið 2006 á Hinsegin dögum gengu hinsegin stúdentar undir slagorðinu „Hommar eru gæðablóð“ og ég tel flest ekki þurfa að hugsa sig lengi um af hverju. Jú, það er vegna mismununar milli kynhneigða í reglum um hver megi gefa blóð. Það var alls ekki fyrsta né síðasta skiptið sem vakin var athygli á þessu og nú gerum við það enn og aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Billie Eilish komin út úr skápnum

Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Billie Eilish opinberaði á dögunum að hún laðist að konum. Hún segist almennt ekki hrifin af skilgreiningum en er þó glöð að þetta sé komið út.

Lífið
Fréttamynd

Banna réttinda­bar­áttu hin­segin fólks

Hæstiréttur Rússlands hefur samþykkt kröfu dómsmálaráðuneytisins um að skilgreina „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ sem öfgasamtök. Engin slík samtök eru til en úrskurðurinn bannar í raun réttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Dropinn holar steininn

20. nóvember er dagur þar sem við minnumst þess trans fólks sem við höfum misst. Fólk sem hefur orðið ofbeldi að bráð eða hefur fallið fyrir eigin hendi í kjölfar útskúfunar samfélagsins eða vegna þeirrar vanlíðunar sem það veldur að fá ekki viðeigandi þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Pink Iceland verð­launuð í annað skipti

Pink Iceland hlaut Nýsköpunarverðlaun og Skriðuklaustur í Fljótsdal Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023. Verðlaunin voru afhent á 25 ára afmælisráðstefnu samtakanna á Hilton Reykjavík Nordica í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað stoltust af því að vera lesbía

„Ég held að það að vera hinsegin sé eitthvað sem ég er hvað stoltust af í lífinu,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er hvað þekktust fyrir að vera meðlimur í tveimur stórum íslenskum hljómsveitum, Vök og GusGus.

Tónlist
Fréttamynd

Hryllings­sögur um of­sóknir á hin­segin fólki

Undanfarið höfum við, því miður, orðið vitni að bakslagi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, m.a.s. í okkar heimshluta. Í heiminum öllum telst mér svo til að í einu af hverjum þremur ríkjum teljist hinsegin sambönd enn vera glæpur lögum samkvæmt. Ástandið er mjög slæmt að þessu leyti víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum, m.a. þar sem við störfum við þróunarsamvinnu. Hryllingssögur þaðan um ofsóknir á hinsegin fólki láta engan ósnortinn.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er pabbinn sem var ó­léttur“

Gabríel Brim er trans maður sem eignaðist barn. Hann segir það hafa komið skemmtilega á óvart hversu vel fæðingin og meðgangan hafi gengið, og hversu vel tekið var á móti honum í heilbrigðiskerfinu. Hann segir foreldrahlutverkið hafa breytt honum og hann vilji ekkert frekar en að vera dóttur sinni góð fyrirmynd. 

Lífið
Fréttamynd

Skrifaði greinina fyrir litla strákinn í kjólnum

Guðfinnur Sigurvinsson, hársnyrtir og bæjarfulltrúi í Garðabæ, fer yfir fordóma og fræðslu í grein sem hann skrifar um reynslu sína sem samkynhneigður karlmaður og þá fræðslu sem hann fékk ekki sem barn, en hefði þurft. 

Innlent
Fréttamynd

Þegar menn verða hænsn

Að vekja ótta, ógeð og viðbjóð á því sem er frábrugðið og öðruvísi meginstraumnum til að upphefja eigið norm og styrkja sína stöðu er manneskjunni því miður eðlislægt og er rót alls þess versta í mannlegu eðli, eins og sagan hefur margsinnis sýnt okkur. Þetta er leið til að viðhalda undirokun minnihlutahópa og byggir á sama kerfi og hænsn hafa sér komið upp. Þar sem skýr goggunarröð ríkir. Hænan með mestu og stærstu fjaðrirnar ræðst á aðra sem hefur færri fjaðrir. Sú ræðst á enn aðra sem telst henni óæðri – þar til hin síðasta er hrakin út í rauðan dauðann af öllum hópnum. Jaðarsett og réttdræp, reitt öllum sínum fjöðrum. Ergo, hinn viti borni maður hagar sér eins og hæna þegar allt kemur til alls.

Skoðun
Fréttamynd

Leyfum börnum að vera börn

Ég held að þau séu fá sem ekki taka heilshugar undir staðhæfinguna „Leyfum börnum að vera börn.“ Hún hefur sést víða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarið og oft í þeim tilgangi að halda því fram að það séu í raun einhver sem ekki séu þessu fylgjandi. Þar á meðal fólk eins og ég.

Skoðun
Fréttamynd

Þegiðu og ég skal hætta að hata þig!

Ofbeldi birtist á marga vegu og aðeins ein birtingarmynd þess er sú sem við urðum vitni að þegar ráðist var á hinsegin einstakling sem var að koma af sam-norrænni ráðstefnu um hvernig skuli bregðast við því bakslagi sem átt hefur sér stað í mannréttindabaráttu hinsegin fólks.

Skoðun