Fréttir

Fréttamynd

Krónan veikist enn á nýju ári

Krónan byrjar árið ekki með besta móti. Gengisvísitalan stendur í 217,3 stigum sem merkir að hún hefur veikst um 0,5 prósent frá síðasta viðskiptadegi. Bandaríkjadalur er nú 95 prósentum dýrari en fyrir ári en aðrar myntir hafa hækkað um rúm 80 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfamarkaðir hafa tekið ágætlega við sér víða um heim á nýju ári í kjölfar afleitrar tíðar. Slíkt var fallið á bandarískum hlutabréfamörkuðum á síðasta ári, að annað eins hefur ekki sést síðan í kreppunni miklu á þriðja áratug síðustu aldar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð rauk upp á Gamlársdag

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúm fjórtán prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær, Gamlársdag. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom á nokkurn þátt í þróun mála en verðið rauk upp eftir að það skrúfaði fyrir gasleiðslur til Úkraínu. Hætt er við að það geti valdið gasskorti í Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slóvakar taka upp evru

Slóvakar tóku upp evru í dag og varð landið þar með sextánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, var einn af fyrstu landsmanna til að meðhöndla nýja gjaldmiðilinn þegar hann tók hundrað evrur út úr hraðbanka í þinghúsinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Indverjum ráðið frá að ferðast til Pakistans

Yfirvöld á Indlandi ráða Indverjum frá því að ferðast til nágrannaríksins Pakistans. Spenna hefur magnast milli kjarnorkuveldanna frá morðárásinni í Múmbaí á Indlandi í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Gíneu borinn til grafar

Lansana Conté, fyrrverandi forseti Vestur-Afríkuríkisins Gíneu, var borinn til grafar með viðhöfn í höfuðborginni Conakry í dag. Conté, sem var forseti Gíneu í nær aldarfjórðung lést á mánudaginn eftir langvinn veikindi. Herforingjar hrifsuðu þegar til sín völd í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Palestínskar stúlkur féllu í flugskeytaárás

Tvær palestínskar stúlkur týndu lífi þegar flugskeyti herskárra Palestínumanna skall fyrir mistök á húsi þeirra á Gaza-svæðinu í dag. Stúlkurnar voru 5 og 13 ára. Flugskeytin áttu að springa handan landamæranna í Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan undir 350 stigum

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,41 prósent í Kauphöllinni í dag og er það eina hækkun dagsins. Á móti hefur gengi bréfa í Straumi fallið um 2,56 prósent, bréf Bakkavarar lækkað um 0,76 prósent og Össurar um 0,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista hrynur á síðasta degi

Gengi hlutabréfa í Existu hrundi um 33,33 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í fjörutíu aurum á hlut. Þetta er jafnframt síðasti dagurinn sem félagið er skráð á markað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur féll um átta prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um 7,93 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Atlantic Petroleum, sem féll um 6,78 prósent, Bakkavör, sem fór niður um 5,05 prósent og Century Aluminum, sem féll um 4,96 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista hækkar um 25 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 25 prósent í Kauphöllinni í dag. Ein viðskipti upp á 50 þúsund krónur standa á bak við viðskiptin. Gengi bréfa í félaginu er nú fimm krónur á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Century Aluminum hækkaði um átta prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 8,1 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Alfesca, sem fór upp um 2,1 prósent. Gengi bréfa í Færeyjabanka, Atlantic Petroleum og Marel Food Systems hækkaði um tæpt prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innanhússrannsókn hjá bandaríska fjármálaeftirlitinu

Fjármálaeftirlitið bandaríska hefur fyrirskipað innanhússrannsókn á því hvers vegna ekkert hafi verið aðhafst þegar ábendingar bárust fyrir nærri áratug um möguleg svik Bernards Madoffs, fyrrverandi stjórnarformanns Nasdaq kauphallarinna. Madoff hefur verið ákærður fyrir milljarða dala svik og málið talið eitt það umfangsmesta í sögunni.

Erlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum lækkar í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,61 prósent á rólegum lækkunardegi í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir lækkun á gengi bréfa í Marel Food Systems upp á 0,93 prósent og Færeyjabanka upp á 0,81 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista féll um 33,33 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 33,33 prósent í dag og endaði í fjórum aurum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra. Dagurinn einkenndist af lækkun í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beðið eftir stýrivaxtalækkun vestanhafs

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í dag. Helsta skýringin á því er eftirskjálfti af völdum handtöku Bernands Madoffs, sem var handtekinn í síðustu viku vegna fjármálasvindls. Þá vofir enn yfir hugsanlega slæm tíðindi af bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum eftir að bandaríkjaþing hafnaði forsvarsmönnum bílarisanna þriggja um neyðarlán sem myndi ýta þeim yfir erfiðasta hjallan framhjá hugsanlegu gjaldþroti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Exista hækkaði um 16,67 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu skaust upp um 16,67 prósent í þrettán viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfanna, sem fóru úr salti Fjármálaeftirlitsins fyrir viku, stendur nú í sjö aurum á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan veikist um 0,7 prósent

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,7 prósent frá því gjaldeyrisviðskipti hófust í morgun og stendur gengisvísitalan nú í 204,5 stigum, samkvæmt gjaldeyrisborði Kaupþings. Gengisskráning krónunnar hefur verið nokkuð á reiki eftir að gjaldeyrishöft voru samþykkt á Alþingi fyrir hálfum mánuði og nokkur gengi í gangi á gjaldeyrismörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Century Aluminum fellur um rúm sjö prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, skall niður um 7,62 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 1.030 krónum á hlut. Á eftir fylgdir gengi bréfa í Bakkavör, sem féll um 4,79 prósent og í Straumi, sem féll um 4,76 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rauð jól á flestum hlutabréfamörkuðum

Rauður jólalitur hefur einkennt hlutabréfamarkaði um gervalla heimsbyggðina eftir að bandarískir öldungadeildarþingmenn felldu tillögu um að veita bandarískum bílaframleiðendum neyðarlán til að koma þeim yfir erfiðan hjalla og forða þeim frá því að keyra í þrot.

Viðskipti erlent