Viðskipti erlent

Rauð jól á flestum hlutabréfamörkuðum

Dapur verðbréfamiðlari í Asíu.
Dapur verðbréfamiðlari í Asíu. Mynd/AFP

Rauður jólalitur hefur einkennt hlutabréfamarkaði um gervalla heimsbyggðina eftir að bandarískir öldungadeildarþingmenn felldu tillögu um að veita bandarískum bílaframleiðendum neyðarlán til að koma þeim yfir erfiðan hjalla og forða þeim frá því að keyra í þrot.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur fallið um 2,4 prósent það sem af er dags, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,59 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um fjögur prósent.

Þá hefur nokkur lækkun sömuleiðis verið á norrænu hlutabréfamörkuðunum. Mest er lækkunin í Noregi, eða 3,5 prósent, en minnst á hlutabréfamarkaði í Danmörku, 1,7 prósent.

Þá varð talsvert fall á japönskum hlutabréfamarkaði í morgun, eða fimm prósent.

Eftir að neyðarlánin fór út af borði öldungadeildarþingmanna í Washington í gær féllu helstu vísitölur þar í landi. Dow Jones-vísitalan fór niður um 2,4 prósent og S&P 500-vísitalan um rúm 2,8 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×