Fréttir

Fréttamynd

Eyjamenn vilja fleiri ferðir Herjólfs

Vestmanneyingar vilja að ferðum Herjólfs milli Eyja og Landeyjahafnar verði fjölgað. Einungis er mánuður frá því að ný Landeyjahöfn var tekin í notkun og ferðum var fjölgað verulega en bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að skipið anni ekki eftirspurn að óbreyttu.

Innlent
Fréttamynd

Eyrir samdi við lánardrottna

Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest hagnaðist um 3,2 milljónir evra, jafnvirði um 490 milljóna króna, á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 11,5 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Neikvæður gengismunur og beiting hlutdeildaraðferðar á eignir félagsins hafa áhrif á samanburðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærsta laxi sumarsins var sleppt

„Hann var eins og fallegt, feitt konulæri,“ segir Geir Gunnarsson, forstjóri Honda-umboðsins, sem í gær veiddi stærsta lax sumarins, 110 sentimetra langan og 51 sentimetra að ummáli.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar hitta iðnaðarnefnd

Iðnaðarnefnd Alþingis ætlar að fá umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra á sinn fund á morgun til þess að ræða stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og áhrif þeirrar stækkunar á áform um Norðlingaölduveitu.

Innlent
Fréttamynd

Skáru göt á sextíu heyrúllur

Skorið var á 62 heyrúllur við bæinn Vatnsleysu í Biskupstungum í síðustu viku. Lögreglan á Selfossi hefur málið til rannsóknar en skemmdarverkin voru unnin fimmtudagskvöldið 19. ágúst eða aðfaranótt föstudagsins.

Innlent
Fréttamynd

Nærri helmingur bjargaðist

Kínversk farþegaþota brotlenti í aðflugi að flugvelli við borgina Yichun, sem er milljón manna stórborg í Heilongjiang-héraði í norðanverðu Kína.

Erlent
Fréttamynd

Lítið skeytt um Pakistan?

Hjálparstofnanir segja að alþjóðasamfélagið sýni óvenjulítinn áhuga á að styðja við fórnarlömb flóðanna í Pakistan.

Erlent
Fréttamynd

Almenningur vill sjá vægari refsingar

Almennir borgarar á Norðurlöndunum eru refsimildari en dómstólar þeirra. Þetta sýnir umfangsmikil norræn rannsókn á afstöðu almennra borgara til refsinga. Niðurstöðurnar voru kynntar á norrænu dómstólaþingi í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Sá sem talar fyrir fólkið mun sigra

Reynsla Norðmanna af tveimur atkvæðagreiðslum um aðild að því sem í dag heitir Evrópusambandið sýnir að það eru ekki endilega efnahagsleg rök eða varðstaða um auðlindir sem ráða mestu um útkomuna, heldur eðli þeirrar orðræðu sem andstæðar fylkingar hafa uppi.

Innlent
Fréttamynd

Lögmenn ráða hvaða gögn þeir vilja sjá

Formaður slitastjórnar Glitnis hafnar alfarið ásökunum um að slitastjórnin sé að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum með kröfugerð í dómsmáli sem slitastjórnin rekur nú í New York í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Háspennulínur í mannsmynd

Bandaríska arkitektastofan Choi+Shine fékk nýverið ársverðlaun Arkitektasamtakanna í Boston (The 2010 Boston Society of Architects Award) fyrir hugmynd að burðarvirkjum fyrir háspennulínur sem unnin var fyrir Landsnet árið 2008. Hönnunin kallast „Land of Giants“ og var innlegg stofunnar í samkeppni sem Landsnet blés til það ár.

Innlent
Fréttamynd

Erlendir ferðamenn rændir í Laugardal

Þýski ferðabókahöfundurinn Ulf Hoffmann frá Berlín varð fyrir þeirri leiðinlegu upplifun að óprúttnir einstaklingar hentu, að því er hann taldi, tveggja kílóa grjóthnullungi í tjald hans með þeim afleiðingum að það skemmdist, á tjaldsvæðinu í Laugardal í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Slitastjórn vill gögn um Iceland Express

Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, sakar slitastjórn Glitnis um að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum í dómsmáli sem höfðað hefur verið fyrir dómstóli í New York.

Innlent
Fréttamynd

Misréttið bein afurð ósjálfbærra stjórnmála

„Misréttið í heiminum er bein afurð ósjálfbærrar stjórnmálastefnu sem fyrst og fremst snýst um arðrán á auðlindum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður VG, í ræðu á Hólahátíð síðastliðinn sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Gylfa skorti tíma til að kynna sér málið

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki hafa haft nægan tíma að kynna sér feril minnisblaðamálsins þegar hann sagði í Kastljósþætti RÚV, 10. ágúst, að þann 1. júlí hefði hann ekki vitað af vinnu Seðlabankans um lögmæti gengistryggingar.

Innlent
Fréttamynd

Gegn ofbeldi og misnotkun

kirkjur á Íslandi munu á næstunni lýsa því sameiginlega yfir að þær taki afstöðu gegn misnotkun og ofbeldi í hvaða mynd sem er.

Innlent
Fréttamynd

Engin paradísarheimt undir Helgafelli

Gert var ráð fyrir stórri íbúðabyggð í frjósömu landbúnaðarlandi ofan við Álafosskvosina fyrir fjórum árum. Nú er þar búið í þremur nýjum húsum og einni blokk. Köngulóarvefir hanga í nokkrum auðum húsum. Slysahætta fyrir börn, segja íbúar sem aka fram hjá grunnum húsa á hverjum degi. Fyrirtækið sem sá um skipulag og sölu lóða á svæðinu á nú í viðræðum við lánardrottin. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson fór með Gunnari V. Andréssyni ljósmyndara um hverfið.

Innlent
Fréttamynd

Hagnast um 1,3 milljarða króna

Eimskip hagnaðist um 7,5 milljónir evra, jafnvirði 1,3 milljarða króna, á fyrri helmingi ársins. Þar af nam hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi 12,2 milljónum evra. Þetta er umfram væntingar.

Innlent
Fréttamynd

Gefið nafn á menningarnótt

Jón Gnarr borgarstjóri gefur Klambratúni nafn sitt að nýju á menningarnótt. Á menningarnótt kl. 15 mun Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpa nýtt fræðsluskilti eða menningarmerkingu á íslensku og ensku um sögu Klambratúns um leið og hann gefur því sitt gamla nafn að nýju í stað Miklatúns eins og það var látið heita árið 1964.

Innlent
Fréttamynd

Lokað fyrir lán vegna Búðarhálsvirkjunar

Fjárfestingarbanki Evrópu lokaði í júlí á lán til Landsvirkjunar vegna framkvæmda við Búðarhálsvirkjun. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í gær og er ástæðan sögð sú að ekki hefur enn fengist botn í Icesavedeilu Íslendinga við Breta og Hollendinga.

Innlent
Fréttamynd

Verðmunur á skólabókum mikill

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskólanema í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Griffill var oftast með lægsta verðið á nýjum bókum í könnuninni en Penninn-Eymundsson var oftast með lægsta verðið á notuðum bókum. Mál og menning var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum en Office 1 oftast með hæsta verðið á notuðum bókum.

Innlent
Fréttamynd

Metfjórðungur hjá Atlantic

Hagnaður af rekstri færeyska olíufélagsins Atlantic Petr­oleum var 35,8 milljónir danskra króna eða jafngildi 738 milljóna íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta er mesti hagnaður á einum ársfjórðungi hjá Atlantic Petroleum frá stofnun fyrirtækisins árið 1998.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr lækkun íbúðaverðs

Dregið hefur verulega úr verðlækkunum á fasteignamarkaði á undanförnum mánuðum og hefur hann glæðst það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Þó má reikna með að verð haldi áfram að lækka. Þetta kemur fram í Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Framhaldsskólar að hefja störf

Framhaldsskólar landsins eru flestir að hefja störf aftur þessa dagana eftir sumarfrí. Í Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskólanum, Iðnskóla Hafnarfjarðar og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ fór fram skólasetning í gær en Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Tækniskólinn verða settir í dag.

Innlent