Stjórnin handbendi heilbrigðisráðherra - fréttaskýring 20. ágúst 2010 06:00 Umskipti Heilbrigðisráðherra ákvað að skipta út öllum stjórnarmönnum í Sjúkratryggingum Íslands á dögunum. Fá fordæmi eru fyrir slíku, en ráðherrann er fyllilega innan ramma laganna að mati stjórnsýslufræðings. Fréttablaðið/Vilhelm Er eitthvað athugavert við að heilbrigðisráðherra hafi skipt stjórn Sjúkratrygginga Íslands út á einu bretti? Heilbrigðisráðherra getur samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands skipt út stjórn stofnunarinnar hvenær sem honum sýnist, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í stjórnsýslufræðum. Í lögunum eru engin ákvæði um að stjórnarmenn séu skipaðir til ákveðins tíma, segir Gunnar Helgi. Ráðherra geti þannig skipt um stjórnarmenn hvenær sem honum sýnist. Við það bætist að ekki sé tilnefnt í stjórnina, og því ráðherrans að handvelja stjórnarmenn sem hann treystir til starfans. „Löggjafinn hefur ákveðið að gefa ráðherranum mjög víðtækt vald yfir stjórn stofnunarinnar,“ segir Gunnar Helgi. „Ég get ekki séð annað en að lögin geri ráð fyrir því að stjórnin sé handbendi ráðherra.“ Gunnar segir að miðað við þetta sé ekkert óeðlilegt við að nýr ráðherra skipti út öllum stjórnarmönnum á einu bretti, sjái hann ástæðu til þess. Það gerði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra einmitt um miðjan ágúst, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Hann man þó ekki eftir dæmi um að ráðherra hafi skipt út öllum stjórnarmönnum í ríkisstofnun á einu bretti. „Þetta er ekki endilega slæm stjórnsýsla,“ segir Gunnar Helgi. Rök séu fyrir því að sumar stofnanir séu sjálfstæðar, en venjulega reglan sé sú að stjórnsýslunni sé stýrt af ráðuneyti og þar með ráðherra. Það sé fullkomlega eðlilegt, enda beri ráðherrann á endanum pólitíska ábyrgð á stofnuninni. Með stjórnarskiptunum er Álfheiður að undirstrika að hún ætli sér að hafa mikið um það að segja hvernig stofnuninni verður stýrt, segir Gunnar Helgi. Þrátt fyrir ótvíræða heimild til að skipta út stjórninni er ekki óeðlilegt að ráðherrann sé krafinn svara um hvers vegna hann treysti ekki stjórnarmönnunum, segir Gunnar Helgi. Hann segir Álfheiði hingað til ekki hafa gefið umbjóðendum sínum nægilega greinargóð svör við þeirri spurningu. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Er eitthvað athugavert við að heilbrigðisráðherra hafi skipt stjórn Sjúkratrygginga Íslands út á einu bretti? Heilbrigðisráðherra getur samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands skipt út stjórn stofnunarinnar hvenær sem honum sýnist, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í stjórnsýslufræðum. Í lögunum eru engin ákvæði um að stjórnarmenn séu skipaðir til ákveðins tíma, segir Gunnar Helgi. Ráðherra geti þannig skipt um stjórnarmenn hvenær sem honum sýnist. Við það bætist að ekki sé tilnefnt í stjórnina, og því ráðherrans að handvelja stjórnarmenn sem hann treystir til starfans. „Löggjafinn hefur ákveðið að gefa ráðherranum mjög víðtækt vald yfir stjórn stofnunarinnar,“ segir Gunnar Helgi. „Ég get ekki séð annað en að lögin geri ráð fyrir því að stjórnin sé handbendi ráðherra.“ Gunnar segir að miðað við þetta sé ekkert óeðlilegt við að nýr ráðherra skipti út öllum stjórnarmönnum á einu bretti, sjái hann ástæðu til þess. Það gerði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra einmitt um miðjan ágúst, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Hann man þó ekki eftir dæmi um að ráðherra hafi skipt út öllum stjórnarmönnum í ríkisstofnun á einu bretti. „Þetta er ekki endilega slæm stjórnsýsla,“ segir Gunnar Helgi. Rök séu fyrir því að sumar stofnanir séu sjálfstæðar, en venjulega reglan sé sú að stjórnsýslunni sé stýrt af ráðuneyti og þar með ráðherra. Það sé fullkomlega eðlilegt, enda beri ráðherrann á endanum pólitíska ábyrgð á stofnuninni. Með stjórnarskiptunum er Álfheiður að undirstrika að hún ætli sér að hafa mikið um það að segja hvernig stofnuninni verður stýrt, segir Gunnar Helgi. Þrátt fyrir ótvíræða heimild til að skipta út stjórninni er ekki óeðlilegt að ráðherrann sé krafinn svara um hvers vegna hann treysti ekki stjórnarmönnunum, segir Gunnar Helgi. Hann segir Álfheiði hingað til ekki hafa gefið umbjóðendum sínum nægilega greinargóð svör við þeirri spurningu. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent