Innlent

Friðlandið mun verða stækkað

Umhverfisráðherra hefur tilkynnt að stækka eigi friðlandið í Þjórsárverum og fagnar Landvernd ákvörðuninni.

Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Landverndar, telur að fyrirliggjandi hugmyndir um Norðlingaölduveitu séu ekki ásættanlegar þar sem sýnt hefur verið fram á að slíkar framkvæmdir spilli verndargildi Þjórsárvera. Slíkt hefði óhjákvæmilega neikvæð áhrif á núgildandi friðlandsmörk Þjórsárvera og gæti valdið óafturkræfum spjöllum á svæðinu.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×