Fréttir

Fréttamynd

Milljarðatugir í skaðabætur

Sjö ár voru liðin á föstudaginn frá hryðjuverkaárásunum á fjórar lestar í Madríd, þar sem 191 lét lítið og tæplega tvö þúsund særðust.

Erlent
Fréttamynd

Ræða flugbann yfir Líbíu í dag

Málefni Líbíu og mögulegt flugbann yfir landinu er aðalumræðuefni utanríkisráðherra G8 ríkjanna, sem funda nú í París. Bretar og Frakkar hafa hvatt til þess að bannið verði sett á sem fyrst og Arababandalagið hefur lýst yfir stuðningi við það. Uppreisnarmenn hafa kallað eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins.

Erlent
Fréttamynd

Jarðskjálfti í Reykjavík

Íbúar Reykjavíkur fundu greinilega fyrir jarðskjálfta sem varð fyrir stundu, eða klukkan rúmlega níu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er verið að vinna úr gögnum og munu nánari upplýsingar fást innan skammst.

Innlent
Fréttamynd

Ógnarstjórn að enda komin

Við getum varist hverri árás og við munum, ef þörf krefur, útvega þjóðinni vopn,“ sagði Múammar Gaddafí á Græna torginu í Trípolí í gær, hvergi banginn og fékk að launum hávær fagnaðaróp stuðningsmanna sinna.

Erlent
Fréttamynd

Um 430 viðskiptavinir eiga farminn

Talið er að um 20 prósent af farmi Goðafoss séu ótryggð. Verið er að safna saman gögnum frá öllum viðskiptavinum sem voru með vörur um borð í skipinu til að meta heildarvirði farmsins. Fjöldi viðskiptavina er svipaður og fjöldi gáma um borð, eða um 430 talsins.

Innlent
Fréttamynd

Um fjörutíu þúsund Íslendingar búa úti

Alls búa 38.083 Íslendingar erlendis. Flestir búa á Norðurlöndunum, rúmur fjórðungur þeirra í Danmörku, eða 10.115 manns. Þeir Íslendingar sem búa í Noregi eru 6.970 talsins, 6.656 í Svíþjóð og 206 í Finnlandi. Þetta eru upplýsingar fengnar úr Þjóðskrá Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Andvíg staðgöngumæðrun

Miklu meiri og lengri umræðu er þörf áður en til greina kemur að heimila staðgöngumæðrun hér á landi. Þetta kemur fram í fjölda umsagna um þingsályktunartillögu um málið.

Erlent
Fréttamynd

Ótímabært að leyfa staðgöngumæðrun

Siðferðilegum, lagalegum og læknisfræðilegum spurningum varðandi staðgöngumæðrun hefur ekki verið svarað nægilega vel. Þær þarf að leiða til lykta með gagnrýninni og opinni umræðu á sem flestum sviðum samfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Leyfa átti skil á útboðslóð

Innanríkisráðuneytið segir Reykjavíkurborg hafa brotið jafnræðisreglu stjórnsýslulaga með því að synja manni einum um að fá að skila útboðslóðum við Lautarveg í Fossvogi.

Innlent
Fréttamynd

Fríar klippingar á mánudögum

Fjölskylduhjálp Íslands hefur nú ákveðið að bjóða á ný upp á ókeypis klippingar. Boðið var upp á hárklippingar fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjavík í nóvember og desember á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Einkarekstrarformið dautt í bili segir BVS

„Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Fiskiskipum fjölgar um 51

Fjöldi skipa á skrá hjá Siglingastofnun (SÍ) í árslok 2010 var 1.625 skip, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þilfaraskip, sem skiptast í vélskip og togara, voru 807, 761 vélskip og 57 togarar. Fækkar vélskipum um sjö og togurum um einn.

Innlent
Fréttamynd

Grameðlan er ofmetið rándýr

Grameðlan, Tyrannosaurus Rex, var mögulega ekki ógnvænlegt rándýr sem veiddi aðeins stærstu dýr síns tíma, eins og hingað til hefur verið talið.

Innlent
Fréttamynd

Liðsmenn meirihlutaflokka ekki einhuga

Ekki er alger einhugur í flokkunum fjórum sem stóðu að áliti meirihluta nefndar um að 25 einstaklingar sem efstir urðu í ógildu kjöri til stjórnlagaþings verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð.

Innlent
Fréttamynd

Fimm drepnir á Degi reiðinnar

Öryggissveitir í norðurhluta Íraks skutu til bana að minnsta kosti fimm mótmælendur í mótmælum á Degi reiðinnar sem efnt var til í landinu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Hörð átök í höfuðborginni

Liðsmenn Múammars Gaddafí héldu áfram að skjóta á fólk í höfuðborginni Trípolí í gær. Hörð átök voru bæði í borginni og nágrenni hennar. Talið er að þúsundir hafa látið lífið.

Erlent
Fréttamynd

Enginn finnst á lífi í rústunum

Enn er að minnsta kosti 220 manna saknað í Christchurch á Nýja-Sjálandi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir borgina á þriðjudag. Staðfest er að 113 manns hafa látist. Sjötíu manns var bjargað úr rústum fyrsta sólarhringinn eftir skjálftann en eftir það hefur enginn fundist á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Háskólar dottnir úr kynningu ESB

Minnst þrír umsækjendur af þeim átta sem valdir voru til að taka þátt í útboði vegna kynningarmála Evrópusambandsins á Íslandi hafa helst úr lestinni.

Innlent
Fréttamynd

Hreinsaðir af grun eftir tveggja ára rannsókn

"Þetta mál hefði aldrei átt að koma til enda byggðist það á misskilningi,“ segir Haraldur I. Þórðarson sem íhugar nú að höfða skaðabótamál eða krefjast rannsóknar á vinnubrögðum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Efnislegar viðræður hefjast í sumar

Gert er ráð fyrir að fyrsta skrefinu í formlegum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem hófust í nóvember ljúki í júní. Fram kom í máli Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamningamanns Íslands í viðræðunum við ESB, á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) um aðildarviðræðurnar og kosti í peningamálum í gær, að fyrsta skrefið væri mjög tæknilegt.

Innlent
Fréttamynd

Fyrst tekið á aflandskrónum

Aðgerðir til að „flytja heim“ svokallaðar aflandskrónur gætu hafist mjög fljótlega, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann upplýsti á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri um aðildarviðræðurnar að Evrópusambandinu og valkosti í peningamálum í gær að verið væri að leggja lokahönd á áætlun um afnám gjaldeyrishafta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Harðir bardagar í grennd við Trípolí

Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“.

Erlent
Fréttamynd

Fréttaskýring: Stórfyrirtæki vega þungt í tekjunum

Hverjar eru tekjur sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda? Fjarðabyggð og Garðabær eru tekjuhæstu sveitarfélög landsins árið 2010 ef miðað er við meðaltekjur þéttbýlissveitarfélaga með fleiri en 650 íbúa. Samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð 537.150 krónum og 536.933 krónum í Garðabæ. Í þriðja sæti er svo Sandgerði með rúmar 535 þúsund krónur á hvern íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Hannes og Pálmi skiluðu ekki í tíma

Mál gegn sjö fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis hefur verið tekið upp að nýju fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum, að sögn Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn sagðir tefja

Andstaða sjálfstæðismanna í stjórnlagaþingsnefnd og málþóf þeirra er sagt valda því að nefndin komst ekki að niðurstöðu um það í gær hvaða tillögur á að leggja fram varðandi tilhögun í kjölfar ógildingar Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings.

Innlent