Harðir bardagar í grennd við Trípolí 25. febrúar 2011 00:00 Yfirgefið flugskeyti Geitur í grennd við Tobruk láta sér fátt um flugskeytið finnast, sem hefur staðið þarna án eftirlits síðan uppreisnarmenn réðust á herstöðina fyrr í vikunni. nordicphotos/AFP Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“. Megnið af Líbíu virtist í gær komið í hendur stjórnarandstæðinga, sem fögnuðu ákaft þrátt fyrir harða bardaga í grennd við höfuðborgina Trípólí. Höfuðborgin sjálf var enn undir stjórn Gaddafís og liðsmanna hans. Hersveitir Gaddafís beittu fullu afli gegn uppreisnarmönnum í gær, réðust meðal annars á mosku þar sem hópur fólks var í setuverkfalli gegn stjórn Gaddafís. Einnig urðu átök á flugvelli sem stjórnarandstæðingar höfðu náð á sitt vald. Fullyrt var að fimmtán manns hefðu látið lífið í þessum átökum. Alls er talið að hundruð manna hafi fallið í átökunum undanfarna daga, en utanríkisráðherra Ítalíu hefur sagst halda að fjöldi látinna sé kominn yfir þúsund. Í höfuðborginni hafa borist fregnir af því að hersveitir, skipaðar bæði heimamönnum og erlendum málamiðlum, fari með vopnum um götur og skjóti handahófskennt út í loftið. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið þar fyrr í vikunni þegar skotið var á mótmælendur. Herinn er einnig sagður hafa gert árásir á íbúðarhús víðs vegar um borgina og tekið fólk höndum. Stjórnarandstæðingar eru sagðir hafa lokað einhverjum hverfum borgarinnar með götuvígjum, en hafi hægt um sig innan hverfanna. „Nú er tími leynilegra ógnarverka og leynilegra handtaka. Þeir fara hús úr húsi og útrýma andstæðingum stjórnarinnar þannig,“ sagði einn íbúi í borginni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt hæg og dræm viðbrögð Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. „Amnesty International telur að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði tafarlaust að koma á vopnasölubanni til Líbíu sem og að frysta eignir Gaddafís og helstu ráðgjafa hans innan hers og öryggissveita,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. Svissnesk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu fryst allar eigur sem Gaddafí og félagar hans kunni að eiga í svissneskum fjármálafyrirtækjum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom einnig saman í gær til að ræða refsiaðgerðir. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“. Megnið af Líbíu virtist í gær komið í hendur stjórnarandstæðinga, sem fögnuðu ákaft þrátt fyrir harða bardaga í grennd við höfuðborgina Trípólí. Höfuðborgin sjálf var enn undir stjórn Gaddafís og liðsmanna hans. Hersveitir Gaddafís beittu fullu afli gegn uppreisnarmönnum í gær, réðust meðal annars á mosku þar sem hópur fólks var í setuverkfalli gegn stjórn Gaddafís. Einnig urðu átök á flugvelli sem stjórnarandstæðingar höfðu náð á sitt vald. Fullyrt var að fimmtán manns hefðu látið lífið í þessum átökum. Alls er talið að hundruð manna hafi fallið í átökunum undanfarna daga, en utanríkisráðherra Ítalíu hefur sagst halda að fjöldi látinna sé kominn yfir þúsund. Í höfuðborginni hafa borist fregnir af því að hersveitir, skipaðar bæði heimamönnum og erlendum málamiðlum, fari með vopnum um götur og skjóti handahófskennt út í loftið. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið þar fyrr í vikunni þegar skotið var á mótmælendur. Herinn er einnig sagður hafa gert árásir á íbúðarhús víðs vegar um borgina og tekið fólk höndum. Stjórnarandstæðingar eru sagðir hafa lokað einhverjum hverfum borgarinnar með götuvígjum, en hafi hægt um sig innan hverfanna. „Nú er tími leynilegra ógnarverka og leynilegra handtaka. Þeir fara hús úr húsi og útrýma andstæðingum stjórnarinnar þannig,“ sagði einn íbúi í borginni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt hæg og dræm viðbrögð Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. „Amnesty International telur að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði tafarlaust að koma á vopnasölubanni til Líbíu sem og að frysta eignir Gaddafís og helstu ráðgjafa hans innan hers og öryggissveita,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. Svissnesk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu fryst allar eigur sem Gaddafí og félagar hans kunni að eiga í svissneskum fjármálafyrirtækjum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom einnig saman í gær til að ræða refsiaðgerðir. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent