Fréttir

Fréttamynd

Segja réttarhöld yfir Hussein meingölluð

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hafi verið meingölluð og dómurinn yfir honum því rangur. Verði hann tekinn að lífi er óttast að átök muni breiðast út um öll Miðausturlönd.

Erlent
Fréttamynd

Strokufangi reyndi að smygla fíkniefnum inn á Lilta-Hraun

Strokufanginn af Litla-Hrauni sem leitað var að í síðustu viku og gaf sig á endanum fram við fangelsisyfirvöld reyndi að smygla bæði fíkniefnum og steratöflum inn í fangelsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Nýr skipstjóri á flutningaskipið Vilke

Flutningaskipið Vilke, sem lenti í hrakningum suðaustur af landinu í nokkra daga í síðustu viku uns varðskip fylgdi því til ákvörðunarstaðar á Reyðarfirði, fékk nýjan skipstjóra um borð í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Liggur enn á milli heims og helju í Lundúnum

Íslendingur, sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í London snemma í gærmorgun, liggur enn á milli heims og helju á gjörgæsludeild sjúkrahúss í borginni og hefur ekki komist til meðvitundar. Ráðist var á hann við Arnold Circus í austur hluta borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Látinn eftir umsátur við grunnskóla í Þýskalandi

Grímuklæddur maður vopnaður skambyssu, sem réðst inn í grunnskóla í Emsdetten í vesturhluta Þýskalands í morgun, er látinn. Óvíst er hvort hann féll fyrir eigin hendi eða byssukúlum öryggissveitarmanna sem höfðu umkringt skólabygginguna en að sögn BBC var maðurinn með sprengjubelti um sig miðjan.

Erlent
Fréttamynd

Erninum Sigurerni þyrmt

Það er dauft yfir Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Í morgun var öllum hænum, aligæsum og aliöndum í garðinum fargað og matargjöfum til hundraða villtra fugla hætt.

Innlent
Fréttamynd

Bergþór hættur sem aðstoðarmaður samgönguráðherra

Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, hefur látið af störfum í ráðuneytinu eftir því sem fram kemur á vef samgönguráðuneytisins. Hann mun leita á önnur mið eins og segir í tilkynningu frá honum til samstarfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Ungir jafnaðarmenn segja Valdimar Leó tapsáran

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma þá ákvörðun Valdimars Leós Friðrikssonar, þingmanns flokksins í Suðvesturkjördæmi, að segja skilið við flokkinn og standa óháður á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Tony Blair á ferð um Afganistan

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að breskir hermenn væru ekki á heimleið frá Afganistan og að herinn yrði í landinu þar til friði og ró yrði komið á þar.

Erlent
Fréttamynd

Stærsti koparframleiðandi í heimi verður til

Bandaríska námafyrirtækið Freeport-McMoran hefur ákveðið að kaupa samkeppnisaðila sinn Phelps Dodge fyrir 25,9 milljarða bandaríkjadali eða 1.830 milljarða íslenskra króna. Með viðskiptunum verður til stærsti koparframleiðandi í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Í annarlegu ástandi á bíl í Öxnadal

Lögreglan á Akureyri handtók þrjá menn á laugardag eftir að hafa komið þeim til aðstoðar í Öxnadal þar sem bíll þeirra sat fastur. Lögreglan fékk tilkynningu um að fólksbíll mannanna væri fastur utan vegar í Öxnadal á laugardagsmorgun og þegar hún kom á vettvang kom í ljós ekki var allt með felldu því mennirnir reyndust allir í annarlegu ástandi.

Innlent
Fréttamynd

Létu greipar sópa í Glerárskóla

Lögreglan á Akureyri hefur handtekið tvo menn á þrítugsaldri sem létu greipar sópa í Glerárskóla aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. Fram kemur á vef lögreglunnar á Akueyri að mennirnir hafi haft á brott með sér fimm fartölvur, tvo skjávarpa, tvær myndavélar og nokkuð af smápeningum.

Innlent
Fréttamynd

Maður réðst inn í skóla í Þýskalandi

Grímukæddur maður með byssu réðst inn í gagnfræðaskóla í bænum Emsdetten í vesturhluta Þýskalands í morgun og hóf skothríð á þá sem þar voru. Nokkrir munu hafa særst í árásinni en enginn alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Nasdaq gerir yfirtökutilboð í LSE í annað sinn

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur gert yfirtökutilboð í alla hluti Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Búist hefur verið við skrefi sem þessu hjá Nasdaq en markaðurinn hefur þegar keypt 28,75 % hlutafjár í LSE.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

365 hf. ekki skráð í vísitölu Kauphallar í dag

Skipting Dagsbrúnar hf. í tvö félög, Teymi og 365 hf., sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins sl. föstudag, veldur því að ekki er til viðskiptasaga fyrir 365 hf. í núverandi mynd. 365 hf. mun því ekki verða í hlutabréfavísitölum Kauphallarinnar í dag. Hlutir Teymis verða hins vegar skráðir í kauphöllina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mýrin sigurvegari Eddunnar

Kvikmyndin Mýrin hlaut í kvöld verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar 2006. Baltasar Kormákur var valinn leikstjóri ársins fyrir Mýrina, Ingvar E. Sigurðsson var valinn leikari ársins fyrir leik sinn í myndinni og Atli Rafn Sigurðsson var valinn leikari ársins í aukahlutverki fyrir Mýrina. Magnúsi Scheving voru afhent heiðursverðlaun og sjónvarpsmaður ársins var valinn Ómar Ragnarsson.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í bíl sem var að spóla í ófærðinni

Lögreglan í Kópavogi var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi að Nýbýlavegi þar sem logaði í tveimur bifreiðum. Ökumaður annars bílsins var að reyna að aka úr stæði þar sem hann sat fastur og spólaði, neisti myndaðist og við það kviknaði í bílnum. Eldurinn breiddist svo út og náði að komast yfir í næsta bíl.

Innlent
Fréttamynd

Börn fékk Edduverðlaunin fyrir handrit ársins

Handrit kvikmyndarinnar Börn hlaut í kvöld verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar 2006. Heimildamynd ársins var valin Skuggabörn og Óttar Guðnason fékk Edduna í flokknum útlit mynda fyrir A Little Trip to Heaven. Þáttur tónlistarmannsins Jóns Ólafssonar var valinn skemmtiþáttur ársins.

Innlent
Fréttamynd

Fór tvær veltur

Meiðsl ökumanna bifreiðanna, sem lentu saman á Sandskeiði á sjötta tímanum í dag, eru aðeins minniháttar. Tildrög slysins voru þau að jeppabifreið rann vegna hálkunnar yfir á rangan vegarhelming. Bifreiðin fór framan á aðra jeppabifreið og fór tvær veltur. Ökumennirnir voru einir í bílunum.

Innlent
Fréttamynd

Sautján létust í sjálfsmorðssprengjuárás

Sautján verkamenn létust og fjörtíu og níu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás suður af Bagdad höfuðborg í Íraks í dag. Róstursamt hefur verið í landinu í dag en að minnsta kosti tuttugu og fjórir vopnaðir menn, klæddir í lögreglubúningum, stormuðu inn á heimili aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraks og rændu honum.

Erlent
Fréttamynd

Liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi

Breska lögreglan rannsakar hverjir eitruðu fyrir fyrrverandi forystumanni rússnesku leyniþjónustunnar sem leitaði hælis í Bretlandi fyrir sex árum. Hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Lundúnum

Íslendingur á fertugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Lundúnum í Bretlandi eftir árás í morgun. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá þessu í kvöld. Árásarmönnunum tókst að flýja af vettvangi. Maðurinn býr og starfar í Lundúnum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki endurlífgun ef fæðist 18 vikum fyrir tímann

Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga.

Erlent
Fréttamynd

Fordæmir ályktun SÞ

Ísraelar fordæma þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka atburðina í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fyrir hálfum mánuði þegar hátt í tuttugu almennir borgarar týndu lífi í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús. Ísraelsher hætti við árás á hús á Gaza í morgun þegar mörg hundruð Palestínumenn slógu skjaldborg um það.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðhátíð á Tjarnarborg

Tveggja mánaða þjóðhátíð á leikskólanum Tjarnarborg á Egilsstöðum lauk með indjánadegi, þar sem var dansað, sungið og leikið.

Innlent
Fréttamynd

Tíu grísir komu í heiminn

Sama dag og tíðindi þess efnis bárust að farga eigi nær öllum fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum komu í heiminn tíu litlir grísir.

Innlent