Segja réttarhöld yfir Hussein meingölluð 20. nóvember 2006 13:15 MYND/AP Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hafi verið meingölluð og dómurinn yfir honum því rangur. Verði hann tekinn að lífi er óttast að átök muni breiðast út um öll Miðausturlönd. Tvær vikur eru liðnar frá því að dauðadómur var kveðinn upp yfir Saddam Hussein og tveimur samstarfsmönnum hans vegna morða á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Í 97 blaðsíðna langri skýrslu sinni komast sérfræðingar Human Rights Watch hins vegar að þeirri niðurstöðu að öll umgjörð réttarhaldanna yfir þeim hefði verið svo gölluð að útilokað væri að mennirnir hefðu fengið sanngjarna málsmeðferð. Í skýrslunni segir meðal annars að einangrun Íraka á alþjóðavettvangi þýddi að íraskir dómarar og lögfræðingar hefðu ekki næga þekkingu á alþjóðalögum til að ráða við svo flókin réttarhöld, dómararnir hefðu verið hlutdrægir og verjendur ekki fengið að gagnspyrja vitni. Ekki bætti úr skák að þrír úr verjendaliðinu voru myrtir meðan á réttarhöldunum stóð. Samtökin segja því dauðadóminn yfir Saddam algerlega óverjandi. Áfrýjunardómstóll fjallar um mál einræðisherrans fyrrverandi á næstu vikum og allar líkur eru á að dómurinn verði þar staðfestur. Í veftímariti Al-jazeera sjónvarpsstöðvarinnar er því haldið fram að verði Saddam hengdur muni borgarstyrjöldin í Írak magnast um allan helming og breiðast út til nálægra landa. Á meðal súnnía í Miðausturlöndum er almennt litið svo á að dauðadómurinn hafi verið pantaður af ríkisstjórn George Bush vegna þingkosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum á dögunum og því muni þeir rísa upp gegn þeim sem studdu dóminn. Erlent Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hafi verið meingölluð og dómurinn yfir honum því rangur. Verði hann tekinn að lífi er óttast að átök muni breiðast út um öll Miðausturlönd. Tvær vikur eru liðnar frá því að dauðadómur var kveðinn upp yfir Saddam Hussein og tveimur samstarfsmönnum hans vegna morða á 148 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Í 97 blaðsíðna langri skýrslu sinni komast sérfræðingar Human Rights Watch hins vegar að þeirri niðurstöðu að öll umgjörð réttarhaldanna yfir þeim hefði verið svo gölluð að útilokað væri að mennirnir hefðu fengið sanngjarna málsmeðferð. Í skýrslunni segir meðal annars að einangrun Íraka á alþjóðavettvangi þýddi að íraskir dómarar og lögfræðingar hefðu ekki næga þekkingu á alþjóðalögum til að ráða við svo flókin réttarhöld, dómararnir hefðu verið hlutdrægir og verjendur ekki fengið að gagnspyrja vitni. Ekki bætti úr skák að þrír úr verjendaliðinu voru myrtir meðan á réttarhöldunum stóð. Samtökin segja því dauðadóminn yfir Saddam algerlega óverjandi. Áfrýjunardómstóll fjallar um mál einræðisherrans fyrrverandi á næstu vikum og allar líkur eru á að dómurinn verði þar staðfestur. Í veftímariti Al-jazeera sjónvarpsstöðvarinnar er því haldið fram að verði Saddam hengdur muni borgarstyrjöldin í Írak magnast um allan helming og breiðast út til nálægra landa. Á meðal súnnía í Miðausturlöndum er almennt litið svo á að dauðadómurinn hafi verið pantaður af ríkisstjórn George Bush vegna þingkosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum á dögunum og því muni þeir rísa upp gegn þeim sem studdu dóminn.
Erlent Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira