Fordæmir ályktun SÞ 19. nóvember 2006 18:45 Ísraelar fordæma þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka atburðina í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fyrir hálfum mánuði þegar hátt í tuttugu almennir borgarar týndu lífi í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús. Ísraelsher hætti við árás á hús á Gaza í morgun þegar mörg hundruð Palestínumenn slógu skjaldborg um það. Ísraelsher varaði íbúa í húsi í Beit Lahiya á Gaza-svæðinu við árásinni hálftíma áður áætlað var að láta til skarar skríða. Vitað var að Mohammedweil Baroud byggi þar en hann er leiðtogi herskárra Palestínumanna á svæðinu. Íbúi í húsinu sætti sig ekki við þetta og hljóp þegar í nálæga mosku og bað nágranna sína um hjálp. Þeir flykktust að húsinu og slógu skjaldborg um það. Eftir því sem leið á morguninni fjólgaði í hópnum og hættu Ísraelar við árásina. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, lét sig ekki vanta og mætti á vettvang. Hann fagnaði aðgerðum íbúanna. Þetta væri fyrsta skrefið og sama aðferð yrði án efa notuð aftur til að verja hús Palestínumanna. Forsætisráðherrann sagði einnig að Palestínumenn örvæntu vegna þess að Ísraelar létu fordæmingar umheimsins sem vind um eyru þjóta. Á sama tíma fordæmdi Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka aðdraganda loftárásar Ísraelshers á Beit Hanoun fyrir tæpum hálfum mánuði, sem kostaði vel á annan tug almennra borgara lífið. Olmert sagðist ljóst að það væru ekki Ísraelar sem yrðu að gefa svör vegna mannfalls meðal almennra borgara, sérstaklega ekki eftir að þeir hefðu lýst yfir sorg sinni vegna atburðanna. Réttast væri að þeir sem réðust gegn almennum borgurum dag hvern gæfu skýringar. Enginn væri að predika yfir þeim þegar þörf væri á að Sameinuðu þjóðirnar gerðu það. Erlent Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ísraelar fordæma þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka atburðina í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fyrir hálfum mánuði þegar hátt í tuttugu almennir borgarar týndu lífi í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús. Ísraelsher hætti við árás á hús á Gaza í morgun þegar mörg hundruð Palestínumenn slógu skjaldborg um það. Ísraelsher varaði íbúa í húsi í Beit Lahiya á Gaza-svæðinu við árásinni hálftíma áður áætlað var að láta til skarar skríða. Vitað var að Mohammedweil Baroud byggi þar en hann er leiðtogi herskárra Palestínumanna á svæðinu. Íbúi í húsinu sætti sig ekki við þetta og hljóp þegar í nálæga mosku og bað nágranna sína um hjálp. Þeir flykktust að húsinu og slógu skjaldborg um það. Eftir því sem leið á morguninni fjólgaði í hópnum og hættu Ísraelar við árásina. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, lét sig ekki vanta og mætti á vettvang. Hann fagnaði aðgerðum íbúanna. Þetta væri fyrsta skrefið og sama aðferð yrði án efa notuð aftur til að verja hús Palestínumanna. Forsætisráðherrann sagði einnig að Palestínumenn örvæntu vegna þess að Ísraelar létu fordæmingar umheimsins sem vind um eyru þjóta. Á sama tíma fordæmdi Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka aðdraganda loftárásar Ísraelshers á Beit Hanoun fyrir tæpum hálfum mánuði, sem kostaði vel á annan tug almennra borgara lífið. Olmert sagðist ljóst að það væru ekki Ísraelar sem yrðu að gefa svör vegna mannfalls meðal almennra borgara, sérstaklega ekki eftir að þeir hefðu lýst yfir sorg sinni vegna atburðanna. Réttast væri að þeir sem réðust gegn almennum borgurum dag hvern gæfu skýringar. Enginn væri að predika yfir þeim þegar þörf væri á að Sameinuðu þjóðirnar gerðu það.
Erlent Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira