Fréttir 365 hf. hækkar hlutafé Stjórn 365 hf. ákvað á föstudag í síðustu viku að nýta hluta heimildar til hækkunar hlutafjár um rúma 82,1 milljón krónur. Hlutirnir verða afhentir Diskinum ehf. vegna leiðréttingarákvæðis í samningi Dagsbrúnar hf. (nú 365 hf.) við kaup á Senu ehf. í febrúar 2006. Viðskipti innlent 29.1.2007 12:21 Yfir 300 uppreisnarmenn féllu í bardögum Að minnsta kosti 300 uppreisnarmenn eru sagðir hafa fallið í heiftarlegum átökum við íraskar og bandarískar hersveitir í Najaf-héraði undanfarinn sólarhring. Að minnnsta kosti fimm íraskir hermenn liggja í valnum eftir átökin og tveir bandarískir. Erlent 29.1.2007 12:02 Úrvalsvísitalan rýfur 7.000 stiga múrinn Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands rauf 7.000 stiga múrinn í dag og stóð hún í 7.031 stigi skömmu fyrir hádegi. Vísistalan fór í methæðir í síðustu viku þegar hún endaði í 6.930 stigum á mánudag fyrir viku, sem er hæsta lokagildi hennar frá upphafi. Eldra met, 6.925 stig, var sett þann 15. febrúar í fyrra. Viðskipti innlent 29.1.2007 11:48 Lítill hestur er mikil hjálp Panda hefur allt sem maður gæti óskað sér í gæludýri og blindrahesti. Hún verndar eiganda sinn Ann Eide, lætur vita þegar hún þarf að gera stykkin sín, er ávallt viðbúin og elskar að elta hluti. Smáhesturinn Panda í Betlehem, New York, hefur hjálpað Eide, 58 ára, að komast ferða sinna í borgum og sveitum frá árinu 2003. Edie heyrði fyrst um blindrahesta árið 2000, en þá var hún með blindrahund. Erlent 29.1.2007 11:43 Stýrivaxtahækkanir á enda? Seðlabanki Íslands mun á fimmtudag í næstu viku ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi bankans. Stýrivextir standa nú í 14,25 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir yfirgnæfandi líkur á því að bankinn ákveði að halda vöxtunum óbreyttum. Deildin spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum fram í maí en muni eftir það lækka vextina nokkuð hratt. Viðskipti innlent 29.1.2007 11:35 Deutsche Telekom segir hagnað undir spám Þýski fjarskiptarisinn Deutsche Telekom segir hagnað fyrirtækisins geta orðið lægri á yfirstandandi rekstrarári en áður hafi verið áætlað vegna harðnandi samkeppni á þýska símamarkaðnum og óhagstæðs gengismunar. Viðskipti erlent 29.1.2007 10:39 Tvöfalt meira tap hjá Alitalia Ítalska flugfélagið Alitalia greindi frá því um helgina að áætlað tap fyrirtæksins í fyrra næmi um 380 milljónum evra, jafnvirði rúmra 34 milljörðum íslenskra króna. Þetta er tvöfalt meira tap en flugfélagið skilaði árið á undan. Tap flugfélagsins fram til nóvember í fyrra nemur 197 milljónum evra, tæpum 17,8 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 29.1.2007 09:50 Copeinca skráð á markað í kauphöllina í Ósló Gengi hlutabréfa í perúska lýsis- og mjölframleiðandanum Copeinca hækkaði um tæp 14 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í Osló í Noregi í dag. Glitnir Securities, dótturfélag Glitnis í Noregi, stóð að baki skráningunni sem er fyrsta skráning Glitnis í erlenda kauphöll. Viðskipti innlent 29.1.2007 09:31 Vígamenn Hamas ræna yfirmanni öryggissveita Fatah Vígamenn hliðhollir Hamas samtökunum rændu í kvöld yfirmanni öryggissveita Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Talsmaður palestínskra öryggissveita skýrði frá þessu í kvöld. Maðurinn sem var rænt heitir Sayyed Shabban og var yfir öryggissveitum á Gaza. Erlent 28.1.2007 20:46 Kabila treystir stöðu sína Stuðningsmenn Joseph Kabila, forseta Kongó, unnu auðveldan sigur í fylkisstjórakosningum í Kongó en úrslit voru birt í dag. Stjórnarandstaðan, undir forystu Jean-Pierre Bemba, mótmælti niðurstöðununum samstundis og sagði brögð í tafli. Kosningabandalag Kabila vann sex af níu fylkisstjórakosningum og sjálfstæðir frambjóðendur unnu tvær. Erlent 28.1.2007 20:29 Fimm hermenn felldir í Najaf Tveir bandarískir hermenn létu lífið þegar þyrla hrapaði í bardaganum í Najaf í dag. Þetta sagði fulltrúi bandaríska hersins í kvöld. Fréttamaður Reuters fréttaveitunnar sá þyrluna hrapa eftir að hafa lent í skothríð. Reykur liðaðist frá þyrlunni þegar hún hrapaði. Erlent 28.1.2007 20:09 Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. Innlent 28.1.2007 17:43 Þúfnapólitík réði úrslitum Þúfnapólitík réði úrslitum hjá framsóknarmönnum á Suðurlandi, að mati Eyglóar Harðardóttur. Hún laut í lægra haldi fyrir skrifstofustjóra þingflokksins sem kjörstjórn vildi stilla upp í þriðja sætið eftir að Hjálmar Árnason gaf það frá sér. Innlent 28.1.2007 19:02 250 uppreisnarmenn felldir í Írak Bandarískar og íraskar hersveitir hafa barist í allan dag við uppreisnarmenn úr röðum súnnía og sjía múslima í borginni Najaf. Bandaríski herinn hefur hingað til ekki viljað segja neitt um bardagann þar sem hann er enn í gangi en írösk yfirvöld sögðu rétt í þessu að fleiri en 250 uppreisnarmenn hefðu látið lífið. Erlent 28.1.2007 18:56 Deilt um friðlandið á Hornströndum Bæjarstjórinn á Ísafirði vill stækka friðland Hornstranda - en hópur landeigenda vill minnka það. Eina friðunin á Hornströndum hefur verið friðun tófunnar, segir einn landeigenda. Innlent 28.1.2007 18:54 Vill að Margrét leiði lista í Reykjavík Margrét Sverrisdóttir íhugar að kæra framkvæmd kosninga á landsþingi Frjálslynda flokksins þar sem hún segir hafa ríkt glundroða. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vill að Margrét skipi fyrsta sæti flokksins í Reykjavík suður í næstu þingkostningum Innlent 28.1.2007 18:01 Læknir á slysadeild varð fyrir árás Læknir á slysadeild Landsspítalans tognaði á hendi þegar ráðist var á hann í nótt. Fjórir ungir menn voru handteknir fyrir slagsmál og læti á biðstofu slysadeildarinnar. Innlent 28.1.2007 18:09 Leyniviðaukar ræddir á Alþingi Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir tæpu ári að Íslendingar hefðu EKKI gengist undir kvaðir sem losuðu Bandaríkjamenn undan ábyrgð á að hreinsa varnarsvæði á Íslandi. Síðan þá hafa komið fram leyniviðaukar, við varnarsamninginn frá 1951, sem segja aðra sögu. Utandagskrárumræða um viðaukana er fyrirhuguð á Alþingi um miðja viku. Erlent 28.1.2007 18:02 10 til 15 manns rænt í Nablus Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag. Erlent 28.1.2007 17:58 Dýrafjörður fullur af hafís Dýrafjörður er enn fullur af hafís og ekki nema fyrir þá alvönustu að fara þar um sjóleiðina ef hún er ekki alveg ófær. Innlent 28.1.2007 18:25 Leiðtogar Fatah þekkjast boð Abdullah Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna hafa þekkst boð Abdullah, konungs Sádi Arabíu, um að hittast í Mekka og reyna að leysa ágreiningsmál sín. Adbullah kom með tilboðið í dag en hann sagði nauðsynlegt að palestínumenn sameinuðust um að komast undan hæl Ísraelsmanna. Erlent 28.1.2007 18:15 Sinn Fein samþykkir lögmæti lögreglunnar Sinn Fein, stjórnmálaflokkur írska lýðveldishersins, batt í dag enda á áratugalanga mótstöðu við lögreglu Norður Írlands. Félagafundur flokksins samþykkti lögmæti lögreglunnar en forystumenn Sinn Fein höfðu hvatt til þess á fundinum. Erlent 28.1.2007 17:54 Rússar og Indverjar halda sameiginlega heræfingu Rússar og Indverjar ætla sér að vera með sameiginlega heræfingu í september. Talsmaður rússneska hersins skýrði frá þessu í dag. Náin samskipi hafa átt sér stað á milli rússneska og indverska hersins og eru þau hluti af nýjum samskiptareglum þeirra en löndin voru bandamenn í kalda stríðinu. Erlent 28.1.2007 17:15 Íslendingar töpuðu Íslendingar töpuðu síðasta leik sínum í milliriðli HM í handbolta gegn gestgjöfum Þjóðverja, 33-28. Þjóðverjar höfðu talsverða yfirburði í leiknum og leikur íslenska liðsins bar þess keim að liðið væri þegar búið að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit. Nokkuð ljóst er að Ísland hafnar í 3. sæti milliriðilsins. Innlent 28.1.2007 16:09 Mikill hafís í Dýrafirði Hafís fyllir nú Dýrafjörð á Vestfjörðum. Nær hann langt inn fyrir Þingeyri. Slíkt hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna. Dýrafjörður er nú lokaður fyrir skipaumferð vegna hafíss. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug fyrr í dag en enn á eftir að koma úr því. Innlent 28.1.2007 15:52 Ísland sex mörkum undir Íslendingar eru sex mörkum undir í hálfleik í viðureign sinni gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi. Staðan er 17-11 en íslenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta, en þess ber að geta að margir lykilmanna liðsins hafa verið hvíldir í fyrri hálfleiknum. Innlent 28.1.2007 15:09 Ríkisstjórn Sri Lanka nær meirihluta Ríkisstjórnin í Sri Lanka náði að tryggja sér meirihluta í fyrsta sinn eftir að 25 stjórnarandstöðuþingmenn gengu til liðs við hana. Við þessi vistaskipti fengu sumir liðhlaupanna ráðuneyti að launum. Ríkisstjórnin hefur nú 113 sæti af 225 sem mun hjálpa henni að koma lögum í gegnum þingið. Erlent 28.1.2007 15:05 Grunaður hryðjuverkamaður framseldur til Bandaríkjanna Íraskur Hollendingur var í gær framseldur til Bandaríkjanna fyrir að leggja á ráðin um sprengjuárásir á bandaríska þegna í Írak. Lögfræðingar mannsins, Wesam al Delaema, sögðu að þeir óttuðust að hann yrði pyntaður í Bandaríkjunum og að hann fengi ekki sanngjörn réttarhöld. Erlent 28.1.2007 14:46 Ísraelar skipa múslima í ríkisstjórn Ísraelar skipuðu í dag fyrsta múslimann í ríkisstjórn sína. Galeb Magadla sagði við Útvarpsstöð ísraelska hersins að „nú hefur fyrsta skrefið verið tekið og það hefur gefið ísraelskum aröbum þá tilfinningu að þetta sé líka ríkisstjórn þeirra.“ Erlent 28.1.2007 14:30 Sögulegar kosningar Sinn Fein í dag Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins, hvatti í dag meðlimi sína til þess að samþykkja lögmæti lögreglunnar á Norður-Írlandi. Flokksmenn Sinn Fein greiða atkvæði síðar í dag um hvort þeir styðji lögregluna en meirihluti hennar eru mótmælendatrúar. Erlent 28.1.2007 14:17 « ‹ 241 242 243 244 245 246 247 248 249 … 334 ›
365 hf. hækkar hlutafé Stjórn 365 hf. ákvað á föstudag í síðustu viku að nýta hluta heimildar til hækkunar hlutafjár um rúma 82,1 milljón krónur. Hlutirnir verða afhentir Diskinum ehf. vegna leiðréttingarákvæðis í samningi Dagsbrúnar hf. (nú 365 hf.) við kaup á Senu ehf. í febrúar 2006. Viðskipti innlent 29.1.2007 12:21
Yfir 300 uppreisnarmenn féllu í bardögum Að minnsta kosti 300 uppreisnarmenn eru sagðir hafa fallið í heiftarlegum átökum við íraskar og bandarískar hersveitir í Najaf-héraði undanfarinn sólarhring. Að minnnsta kosti fimm íraskir hermenn liggja í valnum eftir átökin og tveir bandarískir. Erlent 29.1.2007 12:02
Úrvalsvísitalan rýfur 7.000 stiga múrinn Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands rauf 7.000 stiga múrinn í dag og stóð hún í 7.031 stigi skömmu fyrir hádegi. Vísistalan fór í methæðir í síðustu viku þegar hún endaði í 6.930 stigum á mánudag fyrir viku, sem er hæsta lokagildi hennar frá upphafi. Eldra met, 6.925 stig, var sett þann 15. febrúar í fyrra. Viðskipti innlent 29.1.2007 11:48
Lítill hestur er mikil hjálp Panda hefur allt sem maður gæti óskað sér í gæludýri og blindrahesti. Hún verndar eiganda sinn Ann Eide, lætur vita þegar hún þarf að gera stykkin sín, er ávallt viðbúin og elskar að elta hluti. Smáhesturinn Panda í Betlehem, New York, hefur hjálpað Eide, 58 ára, að komast ferða sinna í borgum og sveitum frá árinu 2003. Edie heyrði fyrst um blindrahesta árið 2000, en þá var hún með blindrahund. Erlent 29.1.2007 11:43
Stýrivaxtahækkanir á enda? Seðlabanki Íslands mun á fimmtudag í næstu viku ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi bankans. Stýrivextir standa nú í 14,25 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir yfirgnæfandi líkur á því að bankinn ákveði að halda vöxtunum óbreyttum. Deildin spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum fram í maí en muni eftir það lækka vextina nokkuð hratt. Viðskipti innlent 29.1.2007 11:35
Deutsche Telekom segir hagnað undir spám Þýski fjarskiptarisinn Deutsche Telekom segir hagnað fyrirtækisins geta orðið lægri á yfirstandandi rekstrarári en áður hafi verið áætlað vegna harðnandi samkeppni á þýska símamarkaðnum og óhagstæðs gengismunar. Viðskipti erlent 29.1.2007 10:39
Tvöfalt meira tap hjá Alitalia Ítalska flugfélagið Alitalia greindi frá því um helgina að áætlað tap fyrirtæksins í fyrra næmi um 380 milljónum evra, jafnvirði rúmra 34 milljörðum íslenskra króna. Þetta er tvöfalt meira tap en flugfélagið skilaði árið á undan. Tap flugfélagsins fram til nóvember í fyrra nemur 197 milljónum evra, tæpum 17,8 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 29.1.2007 09:50
Copeinca skráð á markað í kauphöllina í Ósló Gengi hlutabréfa í perúska lýsis- og mjölframleiðandanum Copeinca hækkaði um tæp 14 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í Osló í Noregi í dag. Glitnir Securities, dótturfélag Glitnis í Noregi, stóð að baki skráningunni sem er fyrsta skráning Glitnis í erlenda kauphöll. Viðskipti innlent 29.1.2007 09:31
Vígamenn Hamas ræna yfirmanni öryggissveita Fatah Vígamenn hliðhollir Hamas samtökunum rændu í kvöld yfirmanni öryggissveita Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Talsmaður palestínskra öryggissveita skýrði frá þessu í kvöld. Maðurinn sem var rænt heitir Sayyed Shabban og var yfir öryggissveitum á Gaza. Erlent 28.1.2007 20:46
Kabila treystir stöðu sína Stuðningsmenn Joseph Kabila, forseta Kongó, unnu auðveldan sigur í fylkisstjórakosningum í Kongó en úrslit voru birt í dag. Stjórnarandstaðan, undir forystu Jean-Pierre Bemba, mótmælti niðurstöðununum samstundis og sagði brögð í tafli. Kosningabandalag Kabila vann sex af níu fylkisstjórakosningum og sjálfstæðir frambjóðendur unnu tvær. Erlent 28.1.2007 20:29
Fimm hermenn felldir í Najaf Tveir bandarískir hermenn létu lífið þegar þyrla hrapaði í bardaganum í Najaf í dag. Þetta sagði fulltrúi bandaríska hersins í kvöld. Fréttamaður Reuters fréttaveitunnar sá þyrluna hrapa eftir að hafa lent í skothríð. Reykur liðaðist frá þyrlunni þegar hún hrapaði. Erlent 28.1.2007 20:09
Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. Innlent 28.1.2007 17:43
Þúfnapólitík réði úrslitum Þúfnapólitík réði úrslitum hjá framsóknarmönnum á Suðurlandi, að mati Eyglóar Harðardóttur. Hún laut í lægra haldi fyrir skrifstofustjóra þingflokksins sem kjörstjórn vildi stilla upp í þriðja sætið eftir að Hjálmar Árnason gaf það frá sér. Innlent 28.1.2007 19:02
250 uppreisnarmenn felldir í Írak Bandarískar og íraskar hersveitir hafa barist í allan dag við uppreisnarmenn úr röðum súnnía og sjía múslima í borginni Najaf. Bandaríski herinn hefur hingað til ekki viljað segja neitt um bardagann þar sem hann er enn í gangi en írösk yfirvöld sögðu rétt í þessu að fleiri en 250 uppreisnarmenn hefðu látið lífið. Erlent 28.1.2007 18:56
Deilt um friðlandið á Hornströndum Bæjarstjórinn á Ísafirði vill stækka friðland Hornstranda - en hópur landeigenda vill minnka það. Eina friðunin á Hornströndum hefur verið friðun tófunnar, segir einn landeigenda. Innlent 28.1.2007 18:54
Vill að Margrét leiði lista í Reykjavík Margrét Sverrisdóttir íhugar að kæra framkvæmd kosninga á landsþingi Frjálslynda flokksins þar sem hún segir hafa ríkt glundroða. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vill að Margrét skipi fyrsta sæti flokksins í Reykjavík suður í næstu þingkostningum Innlent 28.1.2007 18:01
Læknir á slysadeild varð fyrir árás Læknir á slysadeild Landsspítalans tognaði á hendi þegar ráðist var á hann í nótt. Fjórir ungir menn voru handteknir fyrir slagsmál og læti á biðstofu slysadeildarinnar. Innlent 28.1.2007 18:09
Leyniviðaukar ræddir á Alþingi Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir tæpu ári að Íslendingar hefðu EKKI gengist undir kvaðir sem losuðu Bandaríkjamenn undan ábyrgð á að hreinsa varnarsvæði á Íslandi. Síðan þá hafa komið fram leyniviðaukar, við varnarsamninginn frá 1951, sem segja aðra sögu. Utandagskrárumræða um viðaukana er fyrirhuguð á Alþingi um miðja viku. Erlent 28.1.2007 18:02
10 til 15 manns rænt í Nablus Herskáir bandamenn Abbas, forseta Palestínumanna, rændu í dag einum leiðtoga Hamas. Mannræningjunum virtist sama þótt mannránið væri myndað í bak og fyrir. Mannránið er enn eitt merki um stigmagnandi átök fylkinga Palestínumanna en á þriðja tug manna hafa fallið frá því átökin blossuðu upp á fimmtudag. Erlent 28.1.2007 17:58
Dýrafjörður fullur af hafís Dýrafjörður er enn fullur af hafís og ekki nema fyrir þá alvönustu að fara þar um sjóleiðina ef hún er ekki alveg ófær. Innlent 28.1.2007 18:25
Leiðtogar Fatah þekkjast boð Abdullah Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna hafa þekkst boð Abdullah, konungs Sádi Arabíu, um að hittast í Mekka og reyna að leysa ágreiningsmál sín. Adbullah kom með tilboðið í dag en hann sagði nauðsynlegt að palestínumenn sameinuðust um að komast undan hæl Ísraelsmanna. Erlent 28.1.2007 18:15
Sinn Fein samþykkir lögmæti lögreglunnar Sinn Fein, stjórnmálaflokkur írska lýðveldishersins, batt í dag enda á áratugalanga mótstöðu við lögreglu Norður Írlands. Félagafundur flokksins samþykkti lögmæti lögreglunnar en forystumenn Sinn Fein höfðu hvatt til þess á fundinum. Erlent 28.1.2007 17:54
Rússar og Indverjar halda sameiginlega heræfingu Rússar og Indverjar ætla sér að vera með sameiginlega heræfingu í september. Talsmaður rússneska hersins skýrði frá þessu í dag. Náin samskipi hafa átt sér stað á milli rússneska og indverska hersins og eru þau hluti af nýjum samskiptareglum þeirra en löndin voru bandamenn í kalda stríðinu. Erlent 28.1.2007 17:15
Íslendingar töpuðu Íslendingar töpuðu síðasta leik sínum í milliriðli HM í handbolta gegn gestgjöfum Þjóðverja, 33-28. Þjóðverjar höfðu talsverða yfirburði í leiknum og leikur íslenska liðsins bar þess keim að liðið væri þegar búið að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit. Nokkuð ljóst er að Ísland hafnar í 3. sæti milliriðilsins. Innlent 28.1.2007 16:09
Mikill hafís í Dýrafirði Hafís fyllir nú Dýrafjörð á Vestfjörðum. Nær hann langt inn fyrir Þingeyri. Slíkt hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna. Dýrafjörður er nú lokaður fyrir skipaumferð vegna hafíss. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug fyrr í dag en enn á eftir að koma úr því. Innlent 28.1.2007 15:52
Ísland sex mörkum undir Íslendingar eru sex mörkum undir í hálfleik í viðureign sinni gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi. Staðan er 17-11 en íslenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta, en þess ber að geta að margir lykilmanna liðsins hafa verið hvíldir í fyrri hálfleiknum. Innlent 28.1.2007 15:09
Ríkisstjórn Sri Lanka nær meirihluta Ríkisstjórnin í Sri Lanka náði að tryggja sér meirihluta í fyrsta sinn eftir að 25 stjórnarandstöðuþingmenn gengu til liðs við hana. Við þessi vistaskipti fengu sumir liðhlaupanna ráðuneyti að launum. Ríkisstjórnin hefur nú 113 sæti af 225 sem mun hjálpa henni að koma lögum í gegnum þingið. Erlent 28.1.2007 15:05
Grunaður hryðjuverkamaður framseldur til Bandaríkjanna Íraskur Hollendingur var í gær framseldur til Bandaríkjanna fyrir að leggja á ráðin um sprengjuárásir á bandaríska þegna í Írak. Lögfræðingar mannsins, Wesam al Delaema, sögðu að þeir óttuðust að hann yrði pyntaður í Bandaríkjunum og að hann fengi ekki sanngjörn réttarhöld. Erlent 28.1.2007 14:46
Ísraelar skipa múslima í ríkisstjórn Ísraelar skipuðu í dag fyrsta múslimann í ríkisstjórn sína. Galeb Magadla sagði við Útvarpsstöð ísraelska hersins að „nú hefur fyrsta skrefið verið tekið og það hefur gefið ísraelskum aröbum þá tilfinningu að þetta sé líka ríkisstjórn þeirra.“ Erlent 28.1.2007 14:30
Sögulegar kosningar Sinn Fein í dag Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins, hvatti í dag meðlimi sína til þess að samþykkja lögmæti lögreglunnar á Norður-Írlandi. Flokksmenn Sinn Fein greiða atkvæði síðar í dag um hvort þeir styðji lögregluna en meirihluti hennar eru mótmælendatrúar. Erlent 28.1.2007 14:17
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent