Fréttir Bemba leitar hælis í sendiráði Suður-Afríku Jean-Pierre Bemba, fyrrum uppreisnarleiðtogi og núverandi stjórnarandstöðuleiðtogi í Kongó, hefur leitað hælis í sendiráði Suður-Afríku eftir að fylgismönnum hans sló í brýnu við stjórnarher landsins í höfuðborginni Kinshasa í dag. Suður-afríska utanríkisráðuneytið skýrði frá þessu í kvöld. Í tilkynningunni frá utanríkisráðuneytinu var einnig tekið fram að aðeins væri um tímabundna ráðstöfun að ræða. Erlent 22.3.2007 22:58 Handtóku þrjá í tengslum við hryðjuverk Breska lögreglan handtók í dag þrjá menn sem taldir eru tengjast sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum þann 7. júlí árið 2005. Tveir menn voru handteknir á flugvellinum í Manchester rétt áður en þeir fóru um borð í flugvél á leið til Pakistan. Þriðji maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Leeds. Erlent 22.3.2007 22:32 Varað við óveðri á norðanverðu Snæfellsnesi Það er mjög hvasst víða um land og tæplega ferðaveður. Sérstaklega er varað við óveðri á Fróðárheiði og norðanverðu Snæfellsnesi en einnig á Vopnafjarðarheiði. Þá er viðbúið að það séu slæmar hviður norðan í Hafnarfjallinu en þar er ekki vindmælir. Innlent 22.3.2007 22:07 Níu létust vegna sprenginga í hergagnageymslu Há hitastig í höfuðborg Mósambík, Maputo, settu af stað miklar sprengingar í hergagnageymslu í dag. Níu manns létu lífið vegna sprenginganna og 99 slösuðust í þeim. Sprengingarnar urðu í hergagnageymslu sem geymdi gamlar sprengjur og eldflaugar. Þær fóru síðan í nærliggjandi hús með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 22.3.2007 22:00 Unglingar verða sektaðir fyrir að mæta ekki í skólann Bresk stjórnvöld ætla sér að refsa unglingum á aldrinum 16 til 18 ára sem neita að vera í námi. Samkvæmt nýrri tillögu sem brátt verður lögð fram eiga unglingarnir yfir höfði sér 50 punda sekt eða nokkurra daga samfélagsþjónustu ef þeir mæta ekki í skólann. Erlent 22.3.2007 21:27 Stálu nærfötum fyrir 785 þúsund krónur Þrír djarfir ræningjar stálu nærbuxum og brjóstahöldurum úr verslun Victoria's Secret í New Jersey í Bandaríkjunum á þriðjudaginn var fyrir andvirði um 785.000 krónur. Þeir voru með sérstakar töskur til þess að koma í veg fyrir að öryggiskerfi verslunarinnar myndi gera starfsmönnum viðvart. Erlent 22.3.2007 21:14 Eiginkona Edwards með krabbamein Elizabeth Edwards, eiginkona John Edwards sem er að vonast til þess að hljóta útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi þeirra, hefur greinst með krabbamein. Um er að ræða brjóstakrabbamein sem er að taka sig upp á ný. Nú er það komið í beinin. Upp komst þegar að hún rifbeinsbrotnaði og þurfti að fara í röntgenmyndatöku. Erlent 22.3.2007 20:40 Lögregla rannsakar dauðsfall Woolmers Lögreglan á Jamaíka rannsakar nú sviplegt fráfall þjálfara pakistanska landsliðsins í krikket sem grunsamlegt dauðsfall. Hún hefur lokið við að yfirheyra alla liðsmenn pakistanska krikketlandsliðsins og eru þeir nú frjálsir ferða sinna. Enginn er grunaður í málinu enn sem komið er. Erlent 22.3.2007 20:28 Demókratar ögra Bush Fjármálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins samþykkti í dag tillögu sem að kveður á um að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna verði að kalla nær alla bardagabúna hermenn frá Írak fyrir 31. mars árið 2008. Ákvæðið var hluti af aukafjárveitingu til stríðsrekstursins í Írak og Afganistan. Erlent 22.3.2007 20:22 Átök í Kongó Vígamenn hliðhollir Jean-Pierre Bemba og hermenn stjórnvalda í Kongó tókust á í höfuðborginni Kinshasa í dag eftir að Bemba hunsaði tilskipun forseta landsins um að fækka í persónulegu verndarliði sínu. Bemba hefur nú nokkur þúsund menn í verndarliði sínu en má einungis hafa tólf. Erlent 22.3.2007 20:17 Varað við stormi víða um land Veðurstofa Íslands varar við stormi víða um land í kvöld og fram á nótt. Sunnanlands og vestantil verður suðlæg átt, 10-18 m/s og súld, annars þurrt að kalla. Hiti verður 2 til 8 stig. Suðaustan 18-25 í kvöld með mikilli rigningu um landið vestanvert, og síðar einnig suðaustantil. Úrkomulítið verður norðaustan- og austanlands. Suðvestan 8-15 á morgun með skúrum eða éljum um landið vestanvert, rigningu suðaustanlands, en þurrt á Norðausturlandi. Kólnar heldur. Innlent 22.3.2007 19:54 Öruggt vatn er jafnréttismál Tæpur fimmtungur jarðarbúa hefur ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og fjórir af hverjum tíu hafa ekki aðgang að viðunandi frárennslisaðstöðu. Hreint vatn er brýnasta jafnréttismál þróunarlandanna að mati fræðslufulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar. Erlent 22.3.2007 18:57 Ný tækifæri felast í samningnum Samgönguráðherrar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um umfangsmikinn loftferðasamning við Bandaríkin, sem búist er við að muni stórauka samkeppni á flugleiðum yfir Atlantshafið. Forstjóri Icelandair fagnar samningnum og sér í honum margvísleg tækifæri. Erlent 22.3.2007 18:54 Akureyrarsjónvarp um land allt Sjónvarpsstöðin N4, sem sent hefur út frá Akureyri undanfarin ár, hyggst hefja útsendingar á landsvísu á næstu vikum. Stjórnarformaður N4 segir sjónvarpsstöðina þá einu utan höfuðborgarsvæðisins sem haldi úti reglulegum fréttum á virkum dögum. Innlent 22.3.2007 18:45 Baugur opnar verslunarmiðstöð í Stokkhólmi Á morgun opnar fyrsti áfangi SOUK – nýrrar verslunarmiðstöðvar við Drottningagötu í Stokkhólmi í Svíþjóð. SOUK er í eigu Baugs Group. Haft er eftir Åke Hellqvist, forstjóra SOUK, að fyrirtækið líti á verslunarmiðstöðina sem stærstu og djörfustu tískufjárfestinguna í Stokkhólmi í langan tíma. Viðskipti innlent 22.3.2007 17:13 Sjónvarpsstöðvar sameinast gegn YouTube Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC Universal og Fox ætla að taka höndum saman og stofna netveitu sem miðlar efni þeirra. Netveitan er stofnuð til höfuðs öðrum netveitum sem miðla sjónvarpsefni, svo sem YouTube, sem er í eigu netleitarfyrirtækisins Google. Viðskipti erlent 22.3.2007 17:06 Heimskautaréttur verður kenndur við HA Undirritaður var samningur um að hefja meistaranám í heimskautarétti (polar law) við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri í dag. Dr. Guðmundur Alfreðsson, prófessor, mun veita náminu forstöðu. Innlent 22.3.2007 17:03 Háskólinn í Reykjavík á heimsmælikvarða Aðstaða nemenda og starfsfólks Háskólans í Reykjavík verður á heimsmælikvarða þegar nýbyggingar skólans í Vatnsmýri verða teknar í notkun. Í dag undirritaði Háskólinn samning við Eignarhaldsfélagið Fasteign um byggingar skólans. Þær munu rísa við Hlíðarfót ofan við Nauthólsvík og verða samtals 34 þúsund fermetrar. Innlent 22.3.2007 15:46 Ökufantur lofaði bót og betrun Hálffertugur karlmaður var stöðvaður á Reykjanesbraut í gær eftir að hafa ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða. Í samtali við lögreglumenn sagðist maðurinn skammast sín.Maðurinn hefur margsinnis verið tekinn fyrir hraðakstur. En hann lofaði bót og betrun varðandi aksturslag. Innlent 22.3.2007 15:23 Óvissuferð með júmbó þotu Í fyrramálið fara 550 starfsmenn Eimskips og dótturfélaga þess í óvissuferð með breiðþotu Atlanta flugfélagsins. Mikil spenna ríkir meðal starfsfólksins um hver áfangastaðurinn verður segir í tilkynningu frá félaginu. Flogið verður á Boeing 747-300 vél Atlanta. En flugfélagið er eitt af dótturfyrirtækjum félagsins. Innlent 22.3.2007 14:58 Sinfónía Norðurlands gerir tímamótasamning Nýr samningur á milli Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands var undirritaður í dag. Samningurinn tekur til starfsemi hljómsveitarinnar næstu þrjú árin. Með honum er tryggð áframhaldandi starfsemi hljómsveitarinnar. Framlög hækka um samtals 10,5 m.kr. á samningstímanum. Innlent 22.3.2007 14:13 Gore gagnrýndur fyrir eigin orkunotkun. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, skoraði í gær á Bandaríkjaþing að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar sem allra fyrst. Þingmenn gagnrýndu Gore á móti fyrir eigin orkunotkun. Erlent 22.3.2007 13:12 Lögregluhundur fann fíkniefni í bíl Karlmaður um tvítugt var handtekinn í austuhluta Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögregla fann tvö grömm af ætluðu amfetamíni í fórum hans. Í framhaldinu leituðu var leitað í bíl mannsins. Lögregluhundur fann þá um 30 grömm af sama efni sem falið hafði verið í bifreiðinni. Á heimili mannsins fundust einnig tæki og áhöld til neyslu og dreifingar á fíkniefnum. Innlent 22.3.2007 13:39 Afmælistónleikar kvennakórs Kópavogs Kvennakór Kópavogs heldur afmælistónleika í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 25. mars. Gestir á tónleikunum eru Regína Ósk og Englakórinn, undir stjórn Natalíu Chow Hewlett. Í byrjun apríl leggst kórinn síðan í víking til Búdapest og tekur þar þátt í kórakeppni sem ber heitið Musica Mundi. Stofnandi kórsins er Natalia Chow Hewlett og undirleikari frá upphafi er Julian Hewlett. Innlent 22.3.2007 13:25 Samkeppnin mun að líkindum stóraukast Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um umfangsmikinn loftferðasamning við Bandaríkin sem búist er við að muni stórauka samkeppni á flugleiðum yfir Atlantshafið. Erlent 22.3.2007 13:06 Flest banaslys á sunnudegi Flest banaslys í umferðinni á árinu 2006 urðu á sunnudegi, eða átta talsins. En alls létust 31 í 28 slysum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umferðarstofu um slys í umferðinni á síðasta ári. Miðað við niðurstöður skýrslunnar er áhættusamast að vera í umferðinni milli klukkan þrjú og sex á föstudegi. Þá voru karlmenn 2/3 þeirra sem létust. Innlent 22.3.2007 12:14 Reikniþraut leyst eftir 120 ár Lið stærðfræðinga í Bandaríkjunum hefur leyst 120 ára gamla stærðfræðiráðgátu. Fjöldi vísindamanna skilur samt sem áður ekki um hvað hún snýst. Lausnin er svo flókin að handskrifuðu niðurstöðurnar myndu þekja alla Manhattan eyju í New York. Það jafngildir plássi á hörðum diski fyrir 45 daga samfellda spilun tónlistar á MP3 formi. Erlent 22.3.2007 11:01 Vöxtur smásöluverslunar yfir spám í Bretlandi Smásöluverslun jókst um 1,4 prósent í Bretlandi í febrúar. Hækkunin nemur 4,9 prósentum á ársgrundvelli, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar. Þetta er nokkru meira en greinendur gerðu ráð fyrir. Þá er þetta talsverður viðsnúningur frá lokum síðasta árs en í nóvember og desember dróst smásöluverslun saman á milli mánaða. Viðskipti erlent 22.3.2007 10:07 Fimm þúsund látast daglega af vatnsskorti Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Talið er að um fimm þúsund börn láti lífið daglega vegna skorts á hreinu drykkjarvatni. Í tilefni dagsins mun Samorka, samtök orku-og veitufyrirtækja, standa fyrir ráðstefnu í Orkuveituhúsinu. Þar verða leiddir saman íslenskir fagaðilar í vatns- og fráveitumálum og aðilar með áhuga á þróunaraðstoð erlendis. Innlent 22.3.2007 09:51 Fljótsdalshérað með 246 milljóna rekstrarafgang Fljótsdalshérað var rekið með 246 milljóna króna rekstrarafgangi í fyrra samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta stofnanir sveitarfélagsins, að því er fram kemur í uppgjör héraðsins. Þetta er tæplega 202 milljónum meira en áætlanir sveitarfélagsins gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 22.3.2007 09:44 « ‹ 189 190 191 192 193 194 195 196 197 … 334 ›
Bemba leitar hælis í sendiráði Suður-Afríku Jean-Pierre Bemba, fyrrum uppreisnarleiðtogi og núverandi stjórnarandstöðuleiðtogi í Kongó, hefur leitað hælis í sendiráði Suður-Afríku eftir að fylgismönnum hans sló í brýnu við stjórnarher landsins í höfuðborginni Kinshasa í dag. Suður-afríska utanríkisráðuneytið skýrði frá þessu í kvöld. Í tilkynningunni frá utanríkisráðuneytinu var einnig tekið fram að aðeins væri um tímabundna ráðstöfun að ræða. Erlent 22.3.2007 22:58
Handtóku þrjá í tengslum við hryðjuverk Breska lögreglan handtók í dag þrjá menn sem taldir eru tengjast sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum þann 7. júlí árið 2005. Tveir menn voru handteknir á flugvellinum í Manchester rétt áður en þeir fóru um borð í flugvél á leið til Pakistan. Þriðji maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Leeds. Erlent 22.3.2007 22:32
Varað við óveðri á norðanverðu Snæfellsnesi Það er mjög hvasst víða um land og tæplega ferðaveður. Sérstaklega er varað við óveðri á Fróðárheiði og norðanverðu Snæfellsnesi en einnig á Vopnafjarðarheiði. Þá er viðbúið að það séu slæmar hviður norðan í Hafnarfjallinu en þar er ekki vindmælir. Innlent 22.3.2007 22:07
Níu létust vegna sprenginga í hergagnageymslu Há hitastig í höfuðborg Mósambík, Maputo, settu af stað miklar sprengingar í hergagnageymslu í dag. Níu manns létu lífið vegna sprenginganna og 99 slösuðust í þeim. Sprengingarnar urðu í hergagnageymslu sem geymdi gamlar sprengjur og eldflaugar. Þær fóru síðan í nærliggjandi hús með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 22.3.2007 22:00
Unglingar verða sektaðir fyrir að mæta ekki í skólann Bresk stjórnvöld ætla sér að refsa unglingum á aldrinum 16 til 18 ára sem neita að vera í námi. Samkvæmt nýrri tillögu sem brátt verður lögð fram eiga unglingarnir yfir höfði sér 50 punda sekt eða nokkurra daga samfélagsþjónustu ef þeir mæta ekki í skólann. Erlent 22.3.2007 21:27
Stálu nærfötum fyrir 785 þúsund krónur Þrír djarfir ræningjar stálu nærbuxum og brjóstahöldurum úr verslun Victoria's Secret í New Jersey í Bandaríkjunum á þriðjudaginn var fyrir andvirði um 785.000 krónur. Þeir voru með sérstakar töskur til þess að koma í veg fyrir að öryggiskerfi verslunarinnar myndi gera starfsmönnum viðvart. Erlent 22.3.2007 21:14
Eiginkona Edwards með krabbamein Elizabeth Edwards, eiginkona John Edwards sem er að vonast til þess að hljóta útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi þeirra, hefur greinst með krabbamein. Um er að ræða brjóstakrabbamein sem er að taka sig upp á ný. Nú er það komið í beinin. Upp komst þegar að hún rifbeinsbrotnaði og þurfti að fara í röntgenmyndatöku. Erlent 22.3.2007 20:40
Lögregla rannsakar dauðsfall Woolmers Lögreglan á Jamaíka rannsakar nú sviplegt fráfall þjálfara pakistanska landsliðsins í krikket sem grunsamlegt dauðsfall. Hún hefur lokið við að yfirheyra alla liðsmenn pakistanska krikketlandsliðsins og eru þeir nú frjálsir ferða sinna. Enginn er grunaður í málinu enn sem komið er. Erlent 22.3.2007 20:28
Demókratar ögra Bush Fjármálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins samþykkti í dag tillögu sem að kveður á um að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna verði að kalla nær alla bardagabúna hermenn frá Írak fyrir 31. mars árið 2008. Ákvæðið var hluti af aukafjárveitingu til stríðsrekstursins í Írak og Afganistan. Erlent 22.3.2007 20:22
Átök í Kongó Vígamenn hliðhollir Jean-Pierre Bemba og hermenn stjórnvalda í Kongó tókust á í höfuðborginni Kinshasa í dag eftir að Bemba hunsaði tilskipun forseta landsins um að fækka í persónulegu verndarliði sínu. Bemba hefur nú nokkur þúsund menn í verndarliði sínu en má einungis hafa tólf. Erlent 22.3.2007 20:17
Varað við stormi víða um land Veðurstofa Íslands varar við stormi víða um land í kvöld og fram á nótt. Sunnanlands og vestantil verður suðlæg átt, 10-18 m/s og súld, annars þurrt að kalla. Hiti verður 2 til 8 stig. Suðaustan 18-25 í kvöld með mikilli rigningu um landið vestanvert, og síðar einnig suðaustantil. Úrkomulítið verður norðaustan- og austanlands. Suðvestan 8-15 á morgun með skúrum eða éljum um landið vestanvert, rigningu suðaustanlands, en þurrt á Norðausturlandi. Kólnar heldur. Innlent 22.3.2007 19:54
Öruggt vatn er jafnréttismál Tæpur fimmtungur jarðarbúa hefur ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og fjórir af hverjum tíu hafa ekki aðgang að viðunandi frárennslisaðstöðu. Hreint vatn er brýnasta jafnréttismál þróunarlandanna að mati fræðslufulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar. Erlent 22.3.2007 18:57
Ný tækifæri felast í samningnum Samgönguráðherrar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um umfangsmikinn loftferðasamning við Bandaríkin, sem búist er við að muni stórauka samkeppni á flugleiðum yfir Atlantshafið. Forstjóri Icelandair fagnar samningnum og sér í honum margvísleg tækifæri. Erlent 22.3.2007 18:54
Akureyrarsjónvarp um land allt Sjónvarpsstöðin N4, sem sent hefur út frá Akureyri undanfarin ár, hyggst hefja útsendingar á landsvísu á næstu vikum. Stjórnarformaður N4 segir sjónvarpsstöðina þá einu utan höfuðborgarsvæðisins sem haldi úti reglulegum fréttum á virkum dögum. Innlent 22.3.2007 18:45
Baugur opnar verslunarmiðstöð í Stokkhólmi Á morgun opnar fyrsti áfangi SOUK – nýrrar verslunarmiðstöðvar við Drottningagötu í Stokkhólmi í Svíþjóð. SOUK er í eigu Baugs Group. Haft er eftir Åke Hellqvist, forstjóra SOUK, að fyrirtækið líti á verslunarmiðstöðina sem stærstu og djörfustu tískufjárfestinguna í Stokkhólmi í langan tíma. Viðskipti innlent 22.3.2007 17:13
Sjónvarpsstöðvar sameinast gegn YouTube Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC Universal og Fox ætla að taka höndum saman og stofna netveitu sem miðlar efni þeirra. Netveitan er stofnuð til höfuðs öðrum netveitum sem miðla sjónvarpsefni, svo sem YouTube, sem er í eigu netleitarfyrirtækisins Google. Viðskipti erlent 22.3.2007 17:06
Heimskautaréttur verður kenndur við HA Undirritaður var samningur um að hefja meistaranám í heimskautarétti (polar law) við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri í dag. Dr. Guðmundur Alfreðsson, prófessor, mun veita náminu forstöðu. Innlent 22.3.2007 17:03
Háskólinn í Reykjavík á heimsmælikvarða Aðstaða nemenda og starfsfólks Háskólans í Reykjavík verður á heimsmælikvarða þegar nýbyggingar skólans í Vatnsmýri verða teknar í notkun. Í dag undirritaði Háskólinn samning við Eignarhaldsfélagið Fasteign um byggingar skólans. Þær munu rísa við Hlíðarfót ofan við Nauthólsvík og verða samtals 34 þúsund fermetrar. Innlent 22.3.2007 15:46
Ökufantur lofaði bót og betrun Hálffertugur karlmaður var stöðvaður á Reykjanesbraut í gær eftir að hafa ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða. Í samtali við lögreglumenn sagðist maðurinn skammast sín.Maðurinn hefur margsinnis verið tekinn fyrir hraðakstur. En hann lofaði bót og betrun varðandi aksturslag. Innlent 22.3.2007 15:23
Óvissuferð með júmbó þotu Í fyrramálið fara 550 starfsmenn Eimskips og dótturfélaga þess í óvissuferð með breiðþotu Atlanta flugfélagsins. Mikil spenna ríkir meðal starfsfólksins um hver áfangastaðurinn verður segir í tilkynningu frá félaginu. Flogið verður á Boeing 747-300 vél Atlanta. En flugfélagið er eitt af dótturfyrirtækjum félagsins. Innlent 22.3.2007 14:58
Sinfónía Norðurlands gerir tímamótasamning Nýr samningur á milli Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands var undirritaður í dag. Samningurinn tekur til starfsemi hljómsveitarinnar næstu þrjú árin. Með honum er tryggð áframhaldandi starfsemi hljómsveitarinnar. Framlög hækka um samtals 10,5 m.kr. á samningstímanum. Innlent 22.3.2007 14:13
Gore gagnrýndur fyrir eigin orkunotkun. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, skoraði í gær á Bandaríkjaþing að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar sem allra fyrst. Þingmenn gagnrýndu Gore á móti fyrir eigin orkunotkun. Erlent 22.3.2007 13:12
Lögregluhundur fann fíkniefni í bíl Karlmaður um tvítugt var handtekinn í austuhluta Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögregla fann tvö grömm af ætluðu amfetamíni í fórum hans. Í framhaldinu leituðu var leitað í bíl mannsins. Lögregluhundur fann þá um 30 grömm af sama efni sem falið hafði verið í bifreiðinni. Á heimili mannsins fundust einnig tæki og áhöld til neyslu og dreifingar á fíkniefnum. Innlent 22.3.2007 13:39
Afmælistónleikar kvennakórs Kópavogs Kvennakór Kópavogs heldur afmælistónleika í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 25. mars. Gestir á tónleikunum eru Regína Ósk og Englakórinn, undir stjórn Natalíu Chow Hewlett. Í byrjun apríl leggst kórinn síðan í víking til Búdapest og tekur þar þátt í kórakeppni sem ber heitið Musica Mundi. Stofnandi kórsins er Natalia Chow Hewlett og undirleikari frá upphafi er Julian Hewlett. Innlent 22.3.2007 13:25
Samkeppnin mun að líkindum stóraukast Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um umfangsmikinn loftferðasamning við Bandaríkin sem búist er við að muni stórauka samkeppni á flugleiðum yfir Atlantshafið. Erlent 22.3.2007 13:06
Flest banaslys á sunnudegi Flest banaslys í umferðinni á árinu 2006 urðu á sunnudegi, eða átta talsins. En alls létust 31 í 28 slysum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umferðarstofu um slys í umferðinni á síðasta ári. Miðað við niðurstöður skýrslunnar er áhættusamast að vera í umferðinni milli klukkan þrjú og sex á föstudegi. Þá voru karlmenn 2/3 þeirra sem létust. Innlent 22.3.2007 12:14
Reikniþraut leyst eftir 120 ár Lið stærðfræðinga í Bandaríkjunum hefur leyst 120 ára gamla stærðfræðiráðgátu. Fjöldi vísindamanna skilur samt sem áður ekki um hvað hún snýst. Lausnin er svo flókin að handskrifuðu niðurstöðurnar myndu þekja alla Manhattan eyju í New York. Það jafngildir plássi á hörðum diski fyrir 45 daga samfellda spilun tónlistar á MP3 formi. Erlent 22.3.2007 11:01
Vöxtur smásöluverslunar yfir spám í Bretlandi Smásöluverslun jókst um 1,4 prósent í Bretlandi í febrúar. Hækkunin nemur 4,9 prósentum á ársgrundvelli, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar. Þetta er nokkru meira en greinendur gerðu ráð fyrir. Þá er þetta talsverður viðsnúningur frá lokum síðasta árs en í nóvember og desember dróst smásöluverslun saman á milli mánaða. Viðskipti erlent 22.3.2007 10:07
Fimm þúsund látast daglega af vatnsskorti Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Talið er að um fimm þúsund börn láti lífið daglega vegna skorts á hreinu drykkjarvatni. Í tilefni dagsins mun Samorka, samtök orku-og veitufyrirtækja, standa fyrir ráðstefnu í Orkuveituhúsinu. Þar verða leiddir saman íslenskir fagaðilar í vatns- og fráveitumálum og aðilar með áhuga á þróunaraðstoð erlendis. Innlent 22.3.2007 09:51
Fljótsdalshérað með 246 milljóna rekstrarafgang Fljótsdalshérað var rekið með 246 milljóna króna rekstrarafgangi í fyrra samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta stofnanir sveitarfélagsins, að því er fram kemur í uppgjör héraðsins. Þetta er tæplega 202 milljónum meira en áætlanir sveitarfélagsins gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 22.3.2007 09:44