Fréttir

Fréttamynd

Lífskjörin fara stöðugt versnandi

Fjórum árum eftir innrásina í Írak fer hagur þjóðarinnar stöðugt versnandi. Í nýrri skýrslu Alþjóðaráðs Rauða krossins segir að vargöldin í landinu hafi gert líf almennings óbærilegt, sjúkrahús séu óstarfhæf vegna ótta starfsfólks og skortur á brýnustu nauðsynjum sé viðvarandi.

Erlent
Fréttamynd

17.000 manns sagt upp hjá Citigroup

Bandaríski bankinn Citigroup hefur ákveðið að segja upp 17.000 starfsmönnum sínum í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir fimm prósentum af öllu starfsliði bankans. Þar að auki verða gerðar breytingar á 9.500 störfum. Horft er til þess að með aðgerðunum verði hægt að spara 4,6 milljarða dali, jafnvirði 309 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfirtakan á Sainsbury að fara út um þúfur?

Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Jón Ásgeir skammar stjórn Woolworths

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tilboð í Chrysler fær dræmar viðtökur

Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Alcoa jókst um níu prósent

Álrisinn Alcoa skilaði 662 milljóna bandaríkja dala hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 44,5 milljörðum íslenskra króna, sem er níu prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Álverð var gott í byrjun árs auk þess sem eftirspurn eftir áli var mikil, að sögn fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir fjöldamorð

Stríðsglæpadómsstóll í Serbíu dæmdi í dag fjóra menn til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum í Srebrenica í Bosníu í júlí 1995. Þeir voru meðlimir í serbneskum vígasveitum, Sporðdrekasveitunum svokölluðu.

Erlent
Fréttamynd

Fær ekki fósturvísana

Síðasti vonarneisti breskrar konu um að verða barnshafandi dó út í dag þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm að hún fengi ekki að nota fósturvísa úr fyrra hjónabandi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Seðlabanki Japans ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextir eru óbreyttir sökum verðhjöðnunar þar í landi. Ákvörðunin er í takt við væntingar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrrum forstjóri EADS fékk milljónir

Noel Forgeard, fyrrum yfirforstjóri evrópsku samstæðunnar EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fékk rúmar 8,5 milljónir evra, jafnvirði 767,8 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur og starfslokatengdar launagreiðslur eftir að hann sagði starfi sínu lausu. Foregeard hætti í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotunnar frá Airbus og brigsla um innherjaviðskipti með hlutabréf.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Væntingar Bandaríkjamanna minnka

Væntingar neytenda í Bandaríkjunum lækkuðu í þessum mánuði, annan mánuðinn í röð. Væntingarnar hafa ekki verið lægri í 18 mánuði. Samdráttur í efnahagslífinu, verðhækkanir á hráolíuverði og ótti við aukna verðbólgu draga úr tiltrú bandarískra neytenda. Einn af forsvarsmönnum mælingar á væntingavísitölunni vestanhafs segir ótta neytenda á yfirvofandi samdrætti ekki eiga við rök að styðjast.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfirtakan á Sainsbury hangir á bláþræði

Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Sainsbury féll um fjögur prósent í dag og stendur nú í 538,5 pens á hlut eftir að fréttir bárust af því að tveimur af þremur fjárfestahópum sem standa að yfirtökutilboði í keðjuna hafi farið frá borði. Eftir stendur fjárfestingasjóðurinn CVC Capital, sem hækkaði tilboðið í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 62 bandaríkjadali á tunnu í dag. Þetta er fyrsti hækkunadagurinn eftir lækkanir síðastliðna sex viðskiptadaga að páskunum undanskildum. Olíuverðið lækkaði mest í gær, eða um tæpa þrjá dali á tunnu, eftir að Íranar slepptu 15 breskum sjóliðum úr haldi um páskana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Önnur umferð boðuð

Flest bendir til að Jose Ramos-Horta, forseta Austur-Tímor, hafi mistekist að bera sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í landinu sem fram fór í gær. Í yfirlýsingu kjörstjórnar landsins í morgun segir að bráðabirgðaúrslit bendi til að Horta og Fernarndo de Araujo, sem rétt eins og Horta tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu Austur-Tímora gegn Indónesum, hafi orðið efstir.

Erlent
Fréttamynd

Sautján létust í sjálfsmorðsárás

Sautján manns létu lífið í súnníabænum Muqdadiya í Írak í morgun þegar kona gyrt sprengjubelti gekk að hópi manna og sprengdi sig í loft upp. Mennirnir höfðu safnast saman fyrir utan eina af lögreglustöðvum bæjarins til að sækja um stöður í lögreglunni.

Erlent
Fréttamynd

Yfirtaka á Puma í vændum

Franski smásölurisinn PPR, sem meðal annars á tískufyrirtækið Gucci hefur keypt 27 prósenta hlut í þýska íþróttavöruframleiðandanum Puma. Kaupverð er ekki gefið upp en markaðsverðmæti Puma liggur í um 5,3 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 479 milljörðum íslenskra króna. Svo getur farið að PPR geri tilboð í allt hlutafé Puma í kjölfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spennan vex á milli Súdana og Tsjada

Súdanska ríkisstjórnin sakar stjórnarher Tsjad um að hafa ráðist á hermenn sína innan landamæra Súdans í gær og hótar grimmilegum hefndum. Hundruð hafa týnt lífi í ofbeldisverkum á svæðinu undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

ABN Amro fær græna ljósið

Fjármála- og samkeppnisyfirvöld í Hollandi hafa gefið græna ljósið fyrir kaupum erlendra aðila á ABN Amro, einum stærsta banka Hollands. Þá segja þau að því verði ekki mótmælt verði starfsemi bankans brotin upp og hún seld í sjálfstæðum einingum. ABN Amro hefur átt í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays og eru líkur á að einhverjar eignir verði losaðar úr samstæðunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bætt yfirtökutilboð í Sainsbury

Fjárfestahópurinn, sem samanstendur af sjóðunum CVC Capital, Blackstone Group og Pacific Texas, er sagður hafa lagt fram bætt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Sainsbury. Litlu munaði að ekkert yrði úr yfirtökutilboðinu um páskana þegar stærsti hluthafinn í Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands, sagði það of lágt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Englandsbanki ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Greinendur voru ekki á einu máli hver næstu skref Englandsbanka yrðu og útilokuðu ekki 25 punkta hækkun. Mjög líklegt er talið að stýrivextir verði hækkaðir um fjórðung úr prósenti í næsta mánuði til að halda aftur af verðbólgu sem hækkaði á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tvísýnt um tilboð í Sainbury

Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma dró einn fjárfestasjóðanna sig úr tilboðsferlinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok

Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Hún á þó ekki von á að hún verði ráðherra í ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar. Í dag var haldinn opinn fundur hjá forystu Samfylkingarinnar þar sem farið var yfir stjórnmálaástandið á kosningavori.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarslys við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Karlmaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur vinnuvélar og sendibifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áreksturinn átti sér stað brottfararmeginn í flugstöðinni. Maðurinn slasaðist á baki þar sem hann vann við að afferma vörur úr sendibifreiðinni þegar vinnuvélin keyrði á kyrrstæða sendibílinn.

Innlent
Fréttamynd

Endurspeglar pólitíska gjá

Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Framsókn tapar þremur mönnum í Norðausturkjördæmi

Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þriðju af fylgi í Norðausturkjördæmi, en Sjálfstæðisflokkur bætir við sig um níu prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 í Norðausturkjördæmi. Vinstri grænir auka fylgi sitt um átta prósent og Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentum. Nýtt framboð og Íslandshreyfingin mælast með tæplega sex prósenta fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Hnífstungumaður í fimm vikna gæsluvarðhald

Karlmaður á fimmtugsaldri var úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald í dag fyrir að veita öðrum karlmanni lífshættulega áverka með hnífi í Reykjavík í gærkvöldi. Hann hefur játað verknaðinn. Maðurinn sem var stunginn fór í aðgerð í nótt og er haldið sofandi í öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

Sjóliðunum sleppt

Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu.

Erlent
Fréttamynd

Örtröð í Ríkinu

Örtröð myndaðist í Vínbúðum víða á höfuðborgarsvæðinu undir lok dags í dag þegar vínþyrstir íslendingar vildu birgja sig upp fyrir páskana. í Holtagörðum stóð fólk í löngum biðröðum fyrir utan búðina og var hleypt inn í hollum. Vínbúðirnar eru lokaðar næstu tvo daga, en opið verður á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir ferðamenn fundust við leit

Fjórir Bretar fundust við ánna Blöndu í dag en þeir höfðu ekki samband við Landsbjörgu í gær eins og þeir ætluðu að gera. Eftirgrennslan var því hafin eftir leiðaráætlun sem mennirnir höfðu skilið eftir og gekk auðveldlega að finna þá. Mennirnir hugðust ganga á skíðum frá Ingólfsskála að Hveravöllum. Við Blöndu lentu þeir í miklu vatni og krapa og komust ekki af sjálfsdáðum yfir ánna.

Innlent