Fréttir Hagnaður Bakkavarar 1,2 milljarðar króna Bakkavör Group skilaði 1,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Afkoman á fjórðungnum er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir fjórðunginn lofa góðu enda sé búist við miklum vexti á markaði með ferskar matvörur í Evrópu og Kína á næstu fjórum árum. Viðskipti innlent 26.4.2007 16:09 Exista selur hlut sinn í IGI Group Exista hefur selt hlut sinn í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd, 54,4 prósent hlutafjár, til alþjóðlega tryggingafélagsins AmTrust Insurance. Salan mun hafa óveruleg áhrif á rekstur og efnahag samstæðunnar en samkvæmt samningi er söluverðið trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Viðskipti innlent 26.4.2007 15:51 Ford ekur inn í betra ár Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði taprekstri á ný á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtækið hefur skorið grimmt niður til að draga úr kostnaði. Það virðist hafa tekið því tapreksturinn í ár er talsvert minni en á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 26.4.2007 15:02 Dow Jones-vísitalan á ný í methæðum Dow Jones-vísitalan fór á ný í methæðir við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag. Vísitalan hækkaði um 29 punkta og fór í 13.118,58 stig og hefur aldrei verið hærri. Hún hefur dalað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn. Viðskipti erlent 26.4.2007 14:46 Sparisjóðir Skagafjarðar og Siglufjarðar sameinast Stjórnir Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna. Í tillögu sem lögð verður fyrir fund stofnfjáreigenda er gert ráð fyrir því að eigið fé hins sameinaða sjóðs verði um einn milljarður króna. Viðskipti innlent 26.4.2007 14:38 Uppsagnir hjá Peugeot Líkur eru á að allt að 4.800 manns verði sagt upp störfum á árinu hjá franska bílaframleiðandanum Peugeot í sparnaðarskyni en sala á bílum fyrirtækisins hefur minnkað á sama tíma og efniskostnaður hefur hækkað. Viðskipti erlent 26.4.2007 13:32 Systirin selur bræðrum sínum Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir hafa keypt ríflega fjórðungshlut Ingunnar, systur þeirra, í alþjóðlega fjárfestingarfélaginu Milestone og eiga þar með félagið að öllu leyti. „Við höfum verið í farsælu samstarfi í nokkur ár. Það lá fyrir tilboð frá henni til okkar bræðra sem við tókum. Tímapunkturinn var því ágætur fyrir alla,“ segir Karl. Viðskipti innlent 26.4.2007 11:46 Hráolíuverð hækkaði lítillega Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og í gær eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að olíubirgðir landsins hefðu dregist saman á milli vikna. Þetta er ellefta vikan í röð sem birgðirnar minnka vestanhafs. Viðskipti erlent 26.4.2007 10:59 Nintendo skilaði metafkomu Japanski leikjatölvurisinn Nintendo skilaði hagnaði upp á 174,3 milljarða jena, jafnvirði rúmra 94,6 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Hagnaður fyrirtækisins hefur aldrei verið meiri enda er þetta rúmlega 77 prósentum meiri hagnaður hjá Nintendo en í fyrra. Afkoman skýrist að mestu af mikilli eftirspurn eftir Wii-leikjatölvunni sem kom á markað í nóvember í fyrra. Viðskipti erlent 26.4.2007 10:36 Afkoma Árborgar langt umfram áætlanir Sveitarfélagið Árborg skilaði 83,6 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er talsvert yfir áætlun sem gerð var í október í fyrra en þá var gert ráð fyrir tapi upp á 137 milljónir króna. Hagnaðurinn er því 199,7 milljónum yfir áætlunum. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:36 Hagnaður Exista 57,2 milljarðar króna Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 57,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er nokkuð yfir væntingum greiningardeilda viðskiptabankanna sem spáðu því að hagnaður félagsins myndi nema á bilinu 52 til 54,5 milljörðum króna á tímabilinu. Þetta er langmesti hagnaður íslensks félags á einum fjórðungi. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:57 Kaupþing með rúma 20 milljarða í hagnað Kaupþing skilaði 20,3 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 18,8 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta er í takt við spár greiningardeilda. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:08 Starfsmenn Milestone verða um 900 Gangi áform Milestone eftir um yfirtöku á sænska fjármálafyrirtækinu Invik & Co. verða starfsmenn innan samstæðunnar um 900 talsins. Ríflega helmingur eigna Milestone verður erlendis og vægi tryggingastarfsemi og sérhæfðrar fjármálaþjónustu mun aukast til muna. Heildareignir Milestone verða um 341 milljarður króna. Viðskipti innlent 25.4.2007 23:44 Milestone gerir 70 milljarða yfirtökutilboð í Invik í Svíþjóð Fjárfestingafélagið Milestone hefur lagt fram 70 milljarða króna yfirtökutilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik og Co. eftir kaup á 26 prósenta hlut í dag sem tryggir Milestone 63 prósent atkvæða í Invik. Stjórn Invik mælir með að hluthafar taki tilboðinu, en þetta er ein stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Kaupin eru háð blessun fjármálayfirvalda í þremur löndum. Viðskipti innlent 25.4.2007 23:35 Dow Jones vísitalan í sögulegu hámarki Bandaríska Dow Jones-vísitalan fór í sögulegar hæðir þegar hún rauf 13.000 stiga múrinn við lok viðskipta á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag. Vísitalan hefur verið á hraðri uppleið, ekki síst eftir að uppgjörshrinan hófst vestanhafs í síðustu viku en afkoma fyrirtækja á fyrsta fjórðungi ársins er í mörgum tilvikum yfir væntingum. Viðskipti erlent 25.4.2007 22:43 Flest brunaslysin vegna heits vatns á baðherbergjum Nær 75 % brunaslysa vegna heits vatns eiga sér stað inn á baðherbergi. Börnum undir fimm ára aldri er hættast við brunum og hljóta þau alvarlegustu áverkana samkvæmt nýrri rannsókn. Herferð gegn slíkum slysum er nú hafin. Innlent 25.4.2007 19:14 Sjálfkjörið í stjórn Glitnis Framboðsfrestur til setu í stjórn Glitnis banka hf. rann út í dag. Nokkrar breytingar verða á stjórninni, sem er sjálfkjörin, en einungis tveir af fyrrum stjórnarmönnum bankans gáfu kost á sér að nýju eftir sviptingar í hluthafahópi bankans um páskana. Ný stjórn tekur við á hluthafafundi bankans á mánudag í næstu viku. Viðskipti innlent 25.4.2007 16:03 Þjóðarbúskapurinn aldrei næmari en nú Íslenskur þjóðarbúskapur hefur aldrei jafn næmur fyrir breytingum á alþjóðlegum mörkuðum og nú. Þetta sést á tengslum á milli gengis íslensku krónunnar, annarra hávaxtagjaldmiðla og erlendrar vaxtaþróunar. Tengslin má rekja til mikils viðskiptahalla,sem erlendir fjárfestar og lánardrottnar fjármagna að nokkru leyti. Þetta kemur fram í riti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleikann á þessu ári, sem kom út fyrir stundu. Viðskipti innlent 25.4.2007 15:32 Penninn og Te&kaffi fjárfesta í Lettlandi Penninn og Te&kaffi hafa gengið frá kaupum á Melna Kafija Ltd., leiðandi fyrirtæki á sviði kaffiframleiðslu í Lettlandi og einum stærsta kaffiframleiðanda í Eystrasaltslöndunum. Viðskipti innlent 25.4.2007 14:10 Dow Jones-vísitalan í methæðum Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,4 prósent við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og fór í fyrsta sinn í sögunni yfir 13.000 stiga múrinn. Ástæðan fyrir hækkununum eru góðar afkomutölur fyrirtækja í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins og væntingar fjárfesta um góða afkomu þeirra fyrirtækja sem enn eiga eftir að skila uppgjörum í hús. Viðskipti erlent 25.4.2007 13:46 Hagnaður Pepsi jókst um 16 prósent Bandaríski gosdrykkjarisinn PepsiCo skilaði 1,1 milljarða dala hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta jafngildir rúmlega 71 milljarði íslenskra króna, sem er 16 prósentum meira en félagið skilaði á sama tíma fyrir ári og nokkuð yfir væntingum greinenda. Sala á Frito Lay snakki á stóran hlut af auknum hagnaði fyrirtækisins. Viðskipti erlent 25.4.2007 11:59 Orðrómur á ný um yfirtöku á Sainsbury Gengi hlutabréfa í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands, hækkaði um 8,5 prósent fyrir opnun markaða í Bretlandi dag eftir að 15 prósent hlutabréfa í keðjunni skiptu um eigendur fyrir 1,4 milljarð punda, jafnvirði tæplega 181 milljarðs íslenskra króna.Greinendur segja viðskiptin benda til að hópur fjárfesta hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í keðjuna á ný. Viðskipti erlent 25.4.2007 10:36 Skipulagsbreytingar hjá FL Group FL Group hefur ákveðið að gera breytingar á skipulagi félagsins. Þannig verður starfssvið eigin viðskipta félagsins útvíkkað, heiti þess breytt og mun það eftirleiðis hafa umsjón með skammtíma fjárfestingum á verðbréfamörkuðum um heim allan og stöðutöku félagsins í gjaldeyri. Á sama tíma hafa mannabreytingar orðið í stjórnendastöðu starfssviðsins. Viðskipti innlent 25.4.2007 11:13 Kópavogur skilaði 4,3 milljörðum í rekstrarafgang Kópavogsbær skilaði tæplega 4,3 milljarða króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en áætlanir bæjarstjórnar höfðu gert ráð fyrir. Mestu munar umhagnað af sölu byggginarréttar umfram væntingar auk þess sem skatttekjur voru hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Hærri lífeyrisskuldbindingar og aðrir fjármagnsliðir vega á móti. Viðskipti innlent 25.4.2007 10:13 Olíuverðið hækkar eftir lækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sú að talið er að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi minnkað á milli vikna. Verði það raunin hafa olíubirgðirnar minnkað ellefu vikur í röð. Viðskipti erlent 25.4.2007 09:44 Lofar lægri verðbólgu í Bretlandi Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni. Viðskipti erlent 25.4.2007 09:02 Royal Bank of Scotland vill ABN Amro Royal Bank of Scotland er í forsvari fyrir þrjá evrópskra banka sem hafa formlega lýst yfir áhuga á því að leggja fram kauptilboð í ABN Amro, stærsta banka Hollands. Tilboðið er sagt hljóða upp á 72 milljarða evrur, rúmlega 6.300 milljarða íslenskra króna. Verði gengið að tilboðinu spillir það kaupum Barclays á hollenska bankanum, sem sögð eru stærstu fyrirtækjakaup í evrópski bankasögu. Viðskipti erlent 25.4.2007 08:42 Stóru flokkarnir einhuga í skólamálum Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum. Innlent 24.4.2007 18:22 Samið við Dani og Norðmenn, enn rætt við Breta og Kanadamenn Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá. Innlent 24.4.2007 18:28 Lygi að matarskortur sé á Kárahnjúkum Verkamennirnir fjörutíu á Kárahnjúkum sem fengu magakveisu fyrir helgi hafa náð sér, segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilos. Hann segir ummæli fyrrum starfsmanns um að mennirnir hafi unnið tólf tíma samfleytt neðanjarðar án matar eða drykkjar í besta falli ósönn en í versta falli hreinar lygar. Innlent 24.4.2007 18:16 « ‹ 174 175 176 177 178 179 180 181 182 … 334 ›
Hagnaður Bakkavarar 1,2 milljarðar króna Bakkavör Group skilaði 1,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Afkoman á fjórðungnum er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir fjórðunginn lofa góðu enda sé búist við miklum vexti á markaði með ferskar matvörur í Evrópu og Kína á næstu fjórum árum. Viðskipti innlent 26.4.2007 16:09
Exista selur hlut sinn í IGI Group Exista hefur selt hlut sinn í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd, 54,4 prósent hlutafjár, til alþjóðlega tryggingafélagsins AmTrust Insurance. Salan mun hafa óveruleg áhrif á rekstur og efnahag samstæðunnar en samkvæmt samningi er söluverðið trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Viðskipti innlent 26.4.2007 15:51
Ford ekur inn í betra ár Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði taprekstri á ný á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtækið hefur skorið grimmt niður til að draga úr kostnaði. Það virðist hafa tekið því tapreksturinn í ár er talsvert minni en á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 26.4.2007 15:02
Dow Jones-vísitalan á ný í methæðum Dow Jones-vísitalan fór á ný í methæðir við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag. Vísitalan hækkaði um 29 punkta og fór í 13.118,58 stig og hefur aldrei verið hærri. Hún hefur dalað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn. Viðskipti erlent 26.4.2007 14:46
Sparisjóðir Skagafjarðar og Siglufjarðar sameinast Stjórnir Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna. Í tillögu sem lögð verður fyrir fund stofnfjáreigenda er gert ráð fyrir því að eigið fé hins sameinaða sjóðs verði um einn milljarður króna. Viðskipti innlent 26.4.2007 14:38
Uppsagnir hjá Peugeot Líkur eru á að allt að 4.800 manns verði sagt upp störfum á árinu hjá franska bílaframleiðandanum Peugeot í sparnaðarskyni en sala á bílum fyrirtækisins hefur minnkað á sama tíma og efniskostnaður hefur hækkað. Viðskipti erlent 26.4.2007 13:32
Systirin selur bræðrum sínum Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir hafa keypt ríflega fjórðungshlut Ingunnar, systur þeirra, í alþjóðlega fjárfestingarfélaginu Milestone og eiga þar með félagið að öllu leyti. „Við höfum verið í farsælu samstarfi í nokkur ár. Það lá fyrir tilboð frá henni til okkar bræðra sem við tókum. Tímapunkturinn var því ágætur fyrir alla,“ segir Karl. Viðskipti innlent 26.4.2007 11:46
Hráolíuverð hækkaði lítillega Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og í gær eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að olíubirgðir landsins hefðu dregist saman á milli vikna. Þetta er ellefta vikan í röð sem birgðirnar minnka vestanhafs. Viðskipti erlent 26.4.2007 10:59
Nintendo skilaði metafkomu Japanski leikjatölvurisinn Nintendo skilaði hagnaði upp á 174,3 milljarða jena, jafnvirði rúmra 94,6 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Hagnaður fyrirtækisins hefur aldrei verið meiri enda er þetta rúmlega 77 prósentum meiri hagnaður hjá Nintendo en í fyrra. Afkoman skýrist að mestu af mikilli eftirspurn eftir Wii-leikjatölvunni sem kom á markað í nóvember í fyrra. Viðskipti erlent 26.4.2007 10:36
Afkoma Árborgar langt umfram áætlanir Sveitarfélagið Árborg skilaði 83,6 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er talsvert yfir áætlun sem gerð var í október í fyrra en þá var gert ráð fyrir tapi upp á 137 milljónir króna. Hagnaðurinn er því 199,7 milljónum yfir áætlunum. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:36
Hagnaður Exista 57,2 milljarðar króna Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 57,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er nokkuð yfir væntingum greiningardeilda viðskiptabankanna sem spáðu því að hagnaður félagsins myndi nema á bilinu 52 til 54,5 milljörðum króna á tímabilinu. Þetta er langmesti hagnaður íslensks félags á einum fjórðungi. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:57
Kaupþing með rúma 20 milljarða í hagnað Kaupþing skilaði 20,3 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 18,8 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta er í takt við spár greiningardeilda. Viðskipti innlent 26.4.2007 09:08
Starfsmenn Milestone verða um 900 Gangi áform Milestone eftir um yfirtöku á sænska fjármálafyrirtækinu Invik & Co. verða starfsmenn innan samstæðunnar um 900 talsins. Ríflega helmingur eigna Milestone verður erlendis og vægi tryggingastarfsemi og sérhæfðrar fjármálaþjónustu mun aukast til muna. Heildareignir Milestone verða um 341 milljarður króna. Viðskipti innlent 25.4.2007 23:44
Milestone gerir 70 milljarða yfirtökutilboð í Invik í Svíþjóð Fjárfestingafélagið Milestone hefur lagt fram 70 milljarða króna yfirtökutilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik og Co. eftir kaup á 26 prósenta hlut í dag sem tryggir Milestone 63 prósent atkvæða í Invik. Stjórn Invik mælir með að hluthafar taki tilboðinu, en þetta er ein stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Kaupin eru háð blessun fjármálayfirvalda í þremur löndum. Viðskipti innlent 25.4.2007 23:35
Dow Jones vísitalan í sögulegu hámarki Bandaríska Dow Jones-vísitalan fór í sögulegar hæðir þegar hún rauf 13.000 stiga múrinn við lok viðskipta á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag. Vísitalan hefur verið á hraðri uppleið, ekki síst eftir að uppgjörshrinan hófst vestanhafs í síðustu viku en afkoma fyrirtækja á fyrsta fjórðungi ársins er í mörgum tilvikum yfir væntingum. Viðskipti erlent 25.4.2007 22:43
Flest brunaslysin vegna heits vatns á baðherbergjum Nær 75 % brunaslysa vegna heits vatns eiga sér stað inn á baðherbergi. Börnum undir fimm ára aldri er hættast við brunum og hljóta þau alvarlegustu áverkana samkvæmt nýrri rannsókn. Herferð gegn slíkum slysum er nú hafin. Innlent 25.4.2007 19:14
Sjálfkjörið í stjórn Glitnis Framboðsfrestur til setu í stjórn Glitnis banka hf. rann út í dag. Nokkrar breytingar verða á stjórninni, sem er sjálfkjörin, en einungis tveir af fyrrum stjórnarmönnum bankans gáfu kost á sér að nýju eftir sviptingar í hluthafahópi bankans um páskana. Ný stjórn tekur við á hluthafafundi bankans á mánudag í næstu viku. Viðskipti innlent 25.4.2007 16:03
Þjóðarbúskapurinn aldrei næmari en nú Íslenskur þjóðarbúskapur hefur aldrei jafn næmur fyrir breytingum á alþjóðlegum mörkuðum og nú. Þetta sést á tengslum á milli gengis íslensku krónunnar, annarra hávaxtagjaldmiðla og erlendrar vaxtaþróunar. Tengslin má rekja til mikils viðskiptahalla,sem erlendir fjárfestar og lánardrottnar fjármagna að nokkru leyti. Þetta kemur fram í riti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleikann á þessu ári, sem kom út fyrir stundu. Viðskipti innlent 25.4.2007 15:32
Penninn og Te&kaffi fjárfesta í Lettlandi Penninn og Te&kaffi hafa gengið frá kaupum á Melna Kafija Ltd., leiðandi fyrirtæki á sviði kaffiframleiðslu í Lettlandi og einum stærsta kaffiframleiðanda í Eystrasaltslöndunum. Viðskipti innlent 25.4.2007 14:10
Dow Jones-vísitalan í methæðum Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,4 prósent við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og fór í fyrsta sinn í sögunni yfir 13.000 stiga múrinn. Ástæðan fyrir hækkununum eru góðar afkomutölur fyrirtækja í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins og væntingar fjárfesta um góða afkomu þeirra fyrirtækja sem enn eiga eftir að skila uppgjörum í hús. Viðskipti erlent 25.4.2007 13:46
Hagnaður Pepsi jókst um 16 prósent Bandaríski gosdrykkjarisinn PepsiCo skilaði 1,1 milljarða dala hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta jafngildir rúmlega 71 milljarði íslenskra króna, sem er 16 prósentum meira en félagið skilaði á sama tíma fyrir ári og nokkuð yfir væntingum greinenda. Sala á Frito Lay snakki á stóran hlut af auknum hagnaði fyrirtækisins. Viðskipti erlent 25.4.2007 11:59
Orðrómur á ný um yfirtöku á Sainsbury Gengi hlutabréfa í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands, hækkaði um 8,5 prósent fyrir opnun markaða í Bretlandi dag eftir að 15 prósent hlutabréfa í keðjunni skiptu um eigendur fyrir 1,4 milljarð punda, jafnvirði tæplega 181 milljarðs íslenskra króna.Greinendur segja viðskiptin benda til að hópur fjárfesta hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í keðjuna á ný. Viðskipti erlent 25.4.2007 10:36
Skipulagsbreytingar hjá FL Group FL Group hefur ákveðið að gera breytingar á skipulagi félagsins. Þannig verður starfssvið eigin viðskipta félagsins útvíkkað, heiti þess breytt og mun það eftirleiðis hafa umsjón með skammtíma fjárfestingum á verðbréfamörkuðum um heim allan og stöðutöku félagsins í gjaldeyri. Á sama tíma hafa mannabreytingar orðið í stjórnendastöðu starfssviðsins. Viðskipti innlent 25.4.2007 11:13
Kópavogur skilaði 4,3 milljörðum í rekstrarafgang Kópavogsbær skilaði tæplega 4,3 milljarða króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en áætlanir bæjarstjórnar höfðu gert ráð fyrir. Mestu munar umhagnað af sölu byggginarréttar umfram væntingar auk þess sem skatttekjur voru hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Hærri lífeyrisskuldbindingar og aðrir fjármagnsliðir vega á móti. Viðskipti innlent 25.4.2007 10:13
Olíuverðið hækkar eftir lækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sú að talið er að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi minnkað á milli vikna. Verði það raunin hafa olíubirgðirnar minnkað ellefu vikur í röð. Viðskipti erlent 25.4.2007 09:44
Lofar lægri verðbólgu í Bretlandi Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni. Viðskipti erlent 25.4.2007 09:02
Royal Bank of Scotland vill ABN Amro Royal Bank of Scotland er í forsvari fyrir þrjá evrópskra banka sem hafa formlega lýst yfir áhuga á því að leggja fram kauptilboð í ABN Amro, stærsta banka Hollands. Tilboðið er sagt hljóða upp á 72 milljarða evrur, rúmlega 6.300 milljarða íslenskra króna. Verði gengið að tilboðinu spillir það kaupum Barclays á hollenska bankanum, sem sögð eru stærstu fyrirtækjakaup í evrópski bankasögu. Viðskipti erlent 25.4.2007 08:42
Stóru flokkarnir einhuga í skólamálum Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum. Innlent 24.4.2007 18:22
Samið við Dani og Norðmenn, enn rætt við Breta og Kanadamenn Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá. Innlent 24.4.2007 18:28
Lygi að matarskortur sé á Kárahnjúkum Verkamennirnir fjörutíu á Kárahnjúkum sem fengu magakveisu fyrir helgi hafa náð sér, segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilos. Hann segir ummæli fyrrum starfsmanns um að mennirnir hafi unnið tólf tíma samfleytt neðanjarðar án matar eða drykkjar í besta falli ósönn en í versta falli hreinar lygar. Innlent 24.4.2007 18:16