Fréttir

Fréttamynd

Tíu ár frá sigri Verkamannaflokksins

Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum.

Erlent
Fréttamynd

1. maí fagnað víða um heim

Fysta maí var fangað víðar en á Íslandi í dag. Til átaka kom í Macau og Berlín á meðan kröfugöngur í öðrum borgum fór friðsamlega fram. Fídel Kastró lét ekki sjá sig við opinber hátíðarhöld á Kúbu í dag.

Erlent
Fréttamynd

10 ár frá valdatöku Blairs

Áratugur er í dag frá því að Tony Blair tók við embætti forsætisráðherra í Bretlandi. Hann er þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins breska en á þó langt í land með að slá met þess forsætisráðherra Breta sem lengst hefur setið í Downing-stræti 10.

Erlent
Fréttamynd

Brestir komnir í ríkisstjórnarsamstarfið

Brestir eru þegar komnir í ríkisstjórn Ísresl eftir að skýrsla rannsóknarnefndar um stríðsreksturinn gegn Hizbollah-liðum í Líbanon í fyrra var birt í gær. Nefndin gagnrýnir Ehud Olmert, forsætisráðherra, og Amir Peretz, varnarmálaráðherra, harðlega og segir þá hafa farið út í stríð að illa ígrunduðu máli og án skýrra markmiða. Olmert ætlar ekki að víkja og einn aðstoðarráðherra sagði af sér í morgun vegna þess.

Erlent
Fréttamynd

Margir mótmælendur handteknir í Istanbúl

Tyrkneska lögreglan hefur handtekið mörg hundruð mótmælendur eftir að til átaka kom í miðborg Istanbúl í morgun. Vinstrimenn höfuð komið þar saman til að minnast blóðbaðs í borginni þann fyrsta maí fyrir þrjátíu árum.

Erlent
Fréttamynd

Landsstjórn Grænlands sprungin

Landsstjórnin á Grænlandi sprakk í gær. Deilur um rækjukvóta urðu til þess að vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit klauf sig út úr henni. Jafnaðarmenn í Siumut flokknum og hægrimenn í Atassut, sem einnig sátu í stjórninni, reyna nú að mynda nýja.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Danske bank eykst

Danske bank skilaði hagnaði upp á tæpa 5,3 milljarða danskra króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 62,5 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 21 prósenti meiri hagnaður en bankinn skilaði á sama tíma í fyrra. Þá er afkoman nokkuð yfir væntingum greinenda í Danmörku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leiðtogi al-Kaída í Írak fallinn

Abu Ayyub al-Masri, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak, féll í innbyrgðis átökum andspyrnumanna í smáþorpi norður af Bagdad í morgun. Íraska innanríkisráðuneytið greinir frá þessu. Al-Masri tók við stjórn samtakanna eftir að Abu Musab al-Zarkawi féll í loftárás Bandaríkjahers í júní í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Actavis sagt meðal bjóðenda

Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck rann út í gær. Erlendar fréttaveitur fullyrða að Actavis sé meðal fjögurra fyrirtækja sem skiluðu inn tilboðum. Forsvarsmenn Actavis kveðast ekki geta tjáð sig um viðræðurnar að svo stöddu. Þeir staðfesta hins vegar að enn sé áhugi fyrir hendi ef rétt verð gefst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evra aldrei jafnhá gagnvart jeninu

Gengi evru er í fyrsta sinn komið í methæðir gagnvart japanska jeninu á helstu fjármálamörkuðum. Gengi evrunnar hækkaði talsvert á markaði í síðustu í kjölfar vangavelta fjárfesta að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstu mánuðum og fór hæst í 163,31 jen á móti hverri evru.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap deCode nemur tæpum 1,5 milljörðum króna

deCode skilaði 22,6 milljóna dala taprekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 1.458 milljónum íslenskra króna. Til samanburðar nam tap fyrirtæksins 20,3 milljónum dala, 1.309 milljónum króna, á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Treysta öðrum en íslenskum fyrirtækjum

Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan vill öll draga úr stóriðju

Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík.

Innlent
Fréttamynd

Missti félagsíbúð því hún sparaði ekki nóg

Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki.

Innlent
Fréttamynd

Herskip mögulega við landið til lengri tíma

Yfirmaður norska hersins segir afar mikilvægt að herinn geti stundað æfingar á Íslandi eins og nýtt varnarsamkomulag landanna geri ráð fyrir. Hann segir að til greina komi að hafa herskip við landið til lengri tíma. Formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins segir varnasamstarf við Ísland fela í sér mikla möguleika en gagnrýnir norsk stjórnvöld fyrir að hafi teygt fulllangt í samningum við Ísland.

Erlent
Fréttamynd

Sakar Bjarna um lygar

Sigurjón Þórðarson þingmaður frjálslyndra vænir félaga sína í allsherjarnefnd um ósannindi í umræðum um veitingu ríkisborgararéttar til tilvonandi tengdadóttur umhverfisráðherra. Formaður nefndarinnar segir fullyrðingar Sigurjóns rakalausar dylgjur.

Innlent
Fréttamynd

Lárus tekur við forstjórastóli í Glitni

Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísraelsk stjórnvöld gagnrýnd

Búist er við að stuðningsmenn jafnt sem andstæðingar krefjist afsagnar Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, eftir að skýrsla rannsóknarnefndar um stríðsrekstur Ísraela í Líbanon í fyrra verður birt í dag. Olmert og Amir Peretz, varnarmálaráðherra, eru harðlega gagnrýndir fyrir mistök í starfi.

Erlent
Fréttamynd

Glitnir spáir 4,3 prósenta verðbólgu

Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent á milli mánaða í maí. Gangi það eftir mun ársverðbólga lækka úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Helstu ástæðurnar fyrir verðbólgulækkuninni eru minni verðhækkanir á húsnæði og í apríl auk þess semaðgerðir stjórnvalda á neysluverði hafi skilað sér.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Glitnis 7 milljarðar króna

Hagnaður Glitnis banka nam sjö milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 2,1 milljarði króna minna en á sama tíma fyrir ári. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 6,8 til 7,7 milljarða króna hagnaði á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fall á tyrkneskum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa í kauphöll Tyrklands féll um 8 prósent við opnun markaða í dag eftir að orðrómur fór á kreik að herinn muni koma í veg fyrir val á nýjum forseta landsins. Líran, gjaldmiðill Tyrklands, hefur sömuleiðis lækkað um 4 prósent í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mjög dregur úr vöruskiptahallanum

Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 9,1 milljarð króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er umtalsverð breyting frá sama tíma í fyrra en þá nam hallinn á vöruskiptum 36,2 milljörðum króna. Af þessum þremur mánuðum nam halli á vöruskiptum í mars 4,5 milljörðum króna. Til samanburðar voru vöruskiptin óhagstæð um 18,2 milljarða krónur fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki borgað fyrir eldsneyti í heilt ár

Norðmaðurinn Stig Breisten hefur ekki borgað fyrir eldsneyti á bílinn sinn í heilt ár. Hann notar jurtaolíu á díselvélina sína og fær hana gefins á knæpu í næsta nágrenni við sig.

Erlent
Fréttamynd

Óttast heittrúaðan forseta

Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það.

Erlent
Fréttamynd

Brú hrundi í Kaliforníu

Hluti umferðarbrúar í Oakland í Kaliforníu hrundi í dag og mikill eldur kviknaði þegar eldsneytisflutningabíll skall á stólpa. Ökumaður flutningabílsins slasaist aðeins lítillega og var hann fluttur á sjúkrahús. Engan annan vegfaranda sakaði.

Erlent
Fréttamynd

Vakin athylgi á ástandinu í Darfur-héraði

Mótmælafundir voru haldnir í um þrjátíu löndum í dag til að vekja athygli á því ófremdarástandi sem nú sé í Darfur héraði í Afríkuríkinu Súdan. Fjögur ár eru um þessar mundir frá því til átaka kom á svæðinu en þau hafa kostað minnst tvö hundruð þúsund manns lífið auk þess sem tvær milljónir íbúa eru á vergangi.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður um að hafa ráðist á 101 gamla konu

Lögreglan í New York yfirheyrir nú fjörutíu og fjögurra ára mann sem er grunaður um að hafa barið og síðan rænt hundrað og eins árs gamla konu í síðasta mánuði. Árásin náðist á myndband í eftirlitsmyndavél og var sýnd í fréttum.

Erlent
Fréttamynd

Kastró kominn aftur

Fidel Kastró er aftur tekinn við stjórnartaumunum á Kúbu. Þetta segir Hugo Chavez, forseti Venesúeal og náinn vinur forsetans aldna. Kastró hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann veiktist síðasta sumar og afhenti Raul bróður sínum völdin í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Loftárás á Darfur-hérað

Talsmaður uppreisnarmanna í Darfur-héraði í Súdan segir stjórnarherinn hafa staðið að baki loftárás á búðir uppreinsnarmanna í dag. Þar var áætlað að halda viðræður um ástandið í landinu. Fjölmargir særðust í árásinni.

Erlent