Erlent

Kastró kominn aftur

Fídel Kastró, forseti Kúbu.
Fídel Kastró, forseti Kúbu. MYND/AP

Fidel Kastró er aftur tekinn við stjórnartaumunum á Kúbu. Þetta segir Hugo Chavez, forseti Venesúeal og náinn vinur forsetans aldna. Kastró hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann veiktist síðasta sumar og afhenti Raul bróður sínum völdin í landinu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um heilsu forsetans og jafnvel talið að hann ætti ekki afturkvæmt í embætti sökum heilsuleysis. Þetta segir Chavez rangt, Kastró sé kominn aftur.

Kastró var áttræður nýverið og að sögn Chavez hefur hann að mestu tekið völdin á Kúbu aftur í sínar hendur.

Evo Morales, forseti Bólivíu, sagði í dag að hann væri viss um að Kastró myndi fagna 1. maí með löndum sínum í Havana en Chavez sagðist ekki fullviss um að svo yrði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×