Fréttir

Fréttamynd

Ræða atvinnuástandið í Bolungarvík

Guðmundur Halldórsson, Bolvíkingur og fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður, boðar til borgarafundar í Bolungarvík á sunnudag vegna atvinnuástandsins í bænum. Hann segir ráðamenn verða að koma með lausnir en hátt í 70 manns hafa misst vinnuna á síðustu misserum.

Innlent
Fréttamynd

Forskot Sarko eykst

Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Nicolas Sarkozy aukið forskot sitt á Segolene Royal fyrir síðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fer á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Íhaldsflokkurinn sigraði

Verkamannaflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi þegar kosið var til sveitarstjórna í Bretlandi og til velska og skoska þingsins í gær en íhaldsmönnum vegnaði vel. Framkvæmd kosninganna í Skotlandi virðist hafa verið mjög ábótavant.

Erlent
Fréttamynd

Rætt um yfirtöku á Mosaic Fashions

Baugur, stærsti hluthafinn í Mosaic Fashions, hefur staðfest að það eigi í viðræðum um yfirtöku á félaginu. Gangi yfirtakan eftir mun það stofna félagið Newco ásamt öðrum fjárfestum. Viðræður eru á byrjunarstigi en rætt er um tilboð upp á 17,5 krónur á hlut sem er um sjö prósentum yfir núverandi verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðskipti stöðvuð með bréf í Mosaic Fashions

Viðskipti voru stöðvuð með bréf í bresku tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions í Kauphöll Íslands í morgun en frétt mun vera væntanleg af félaginu. Breska dagblaðið Times greindi frá því í dag að Baugur hyggðist taka verslanakeðjuna af markaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirtökutilboð gert í Reuters

Gengi bréfa í Reuters, einni stærstu fréttastofu í heimi, hækkaði um 24 prósent við opnun markaða í Lundúnum í Bretlandi í dag eftir að stjórn fyrirtækisins greindi frá því að henni hefði borist óformlegt yfirtökutilboð í félagið. Ekki liggur fyrir frá hverjum tilboðið er.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð óbreytt

Lítil breytinga varð á heimsmarkaðsverði á hráolíu við lokun markaða í Asíu í dag. Fjárfestar töldu verðhækkanir í farvatninu í kjölfar þess að skæruliðar myrtu einn mann og rændu 21 einum starfsmanni erlends olíufélags í Nígeríu í gær. Skærur við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu eru tíðar og hafa dregið mjög úr olíuframleiðslu Afríkuríkisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Banna sölu á LaSalle frá ABN Amro

Hollenskur dómsstóll hefur meinað hollenska bankanum ABN Amro að selja LaSalle-bankann, útibú ABN Amro í Bandaríkjunum. Til stóð að selja bankann til Bank of America fyrir 21 milljarð dala, jafnvirði 1.342 milljóna íslenskra króna, til að greiða fyrir yfirtöku breska bankans Barclays á ABN Amro.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Saga Capital fær fjárfestingarbankaleyfi

Saga Capital Fjárfestingarbanki hlaut í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármálaeftirlitsins. Lokuðu hlutafjárútboði, sem félagið efndi til í ársbyrjun, er nú lokið og er eigið fé Saga Capital nú 10 milljarðar króna. Bankinn hefur formlega starfsemi á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

General Motors hagnast um fjóra milljarða

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Rick Wagoner, forstjóri bílarisans, segir afkomuna engu að síður á réttu róli.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriðja mesta verðbólgan á Íslandi

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósent á milli mánaða innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í mars. Þetta jafngildir því að verðbólga mælist 2,4 prósent á ársgrundvelli í mánuðinum sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá sama tíma í fyrra. Verðbólga var óbreytt á evrusvæðinu á sama tíma. Ísland situr í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem mesta verðbólgan mælist.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala neysluverð hækkaði um 5,3 prósent milli ára

Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,3 prósent frá apríl í fyrra til síðasta mánaðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Dregið hefur úr verðbólgu síðustu tvo mánuði, aðallega vegna lækkunar virðisaukaskatts og afnáms vörugjalda í byrjun marsmánaðar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2 prósent, að sögn Hagstofunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

20 milljónir horfi á kappræður

Búist er við að 20 milljón Frakkar fylgist í kvöld með sjónvarpskappræðum frambjóðendanna tveggja sem berjast um forsetaembættið í Frakklandi. Þetta er síðasta tækifæri sósíalistans Segolene Royal til að saxa á naumt forskot hægrimannsins Nicolas Sarkozy. Kosið er á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Vill að Olmert víki

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels hefur hvatt Ehud Olmert til þess að segja af sér sem forsætisráðherra. Hún segir jafnframt að hún muni sækjast eftir forystu í Kadima-flokki hans. Livni skýrði frá þessu eftir fund sinn með Olmert í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ráðist að sendiherra Eista

Eistnesku ræðismannsskrifstofunni í Moskvu var lokað í dag um óákveðinn tíma eftir að hópur rússneskra ungmenna gerði aðsúg að eistneska sendiherranum í Rússlandi í dag. Eistar og Rússar hafa deilt hart á opinberum vettvangi síðan í síðustu viku eða frá því eistneskir ráðamenn létu færa til minnismerki um fallna hermenn sem var í miðborg Tallinn.

Erlent
Fréttamynd

Óttast meira mannfall

Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Ekki byrjað að mæla skyggni á Hólmsheiði

Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Norrænir markaðir í sögulegu hámarki

Norrænar hlutabréfavísitölur eru nú um stundir í sögulegu hámarki eftir góð uppgjör fyrirtækja á Norðurlöndunum á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeild Landsbankans segir engin merki um að hægjast muni á heimsmarkaði og gerir ráð fyrir áframhaldandi góðum árangri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

TM fær styrkleikamatið BBB hjá S&P

Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur fengið styrkleikamatið BBB hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor’s (S&P). TM er fyrsta íslenska tryggingafélagið sem fær styrkleikamat hjá alþjóðlegu matsfyrirtæki. Í rökstuðningi segir að matið endurspegli fjárhagslegan styrk tryggingafélagsins og sterka samkeppnisstöðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverðið lækkar á heimsmarkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð og fór undir 64 dali á tunnu á markaði í New York í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri skýrslu sinni að olíuframleiðsla hefði aukist þar í landi í síðustu viku. Þrátt fyrir þetta minnkuðu eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum á milli vikna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metvelta í OMX-kauphöllinni

Metvelta var í hlutabréfaviðskiptum hjá OMX-kauphallarsamstæðunni á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum í síðasta mánuði en meðalveltan nam 507,1 milljarði króna á dag. Veltumet var slegið 26. apríl síðastliðinn þegar viðskiptin námu 795,5 milljörðum króna og sló það fyrra metið sem var sett í lok febrúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá bandarískum bílasölum

Sala á nýjum bílum dróst mikið saman í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en salan hefur ekki verið minni í tæp tvö ár. Samdrátturin var mestur hjá bandaríska bílaframleiðandanum Ford en sala dróst saman um 12,9 prósent á milli ára. Hátt eldsneytisverð og verri skuldastaða almennings er helsta ástæða samdráttarins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samruni VBS og FSP samþykktur

Samþykkt var á aðalfundum VBS fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. (Fjárfestingafélag Sparisjóðanna) á mánudag að sameina félögin undir nafni VBS fjárfestingarbanka hf. Samruninn er með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits. Eigið fé hins sameinaða félags nemur tæpum 6,1 milljarði króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi minnkar á evrusvæðinu

Atvinnuleysi mældist 7,2 prósent á evrusvæðinu í marsmánuði. Þetta er 0,1 prósentustiga samdráttur á milli ára, samkvæmt nýlegum upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Mesta atvinnuleysið innan Evrópusambandsins mældist í Póllandi, eða 11,4 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Barnamyndir skiluðu vel í kassann

Bandaríska afþreyingafyrirtækið Dreamworks skilaði góðum hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Aukningin felst í góðri sölu á DVD-mynddiskum með barnamyndum á borð ðvið Over the Hedge og fleiri myndum. Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Geffen stofnuðu fyrirtækið fyrir 13 árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bjarni fékk 6,8 milljarða fyrir Glitnis-bréfin

Glitnir hefur keypt öll bréf Bjarna Ármannssonar, fráfarandi forstjóra bankans fyrir 29 krónur á hlut. Kaupvirði nemur rúmum 6,8 milljörðum króna. Á sama tíma fékk Lárus Welding, sem tekur við forstjórastólnum af Bjarna, kaupréttarsamning fyrir 150 milljón hlutum í bankanum á genginu 26,6 krónur á hlut, eða rétt tæpa 4 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap Össurar 184 milljónir króna

Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 2,7 milljóna dala tapi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það jafngildir 184 milljóna króna tapi á tímabilinu samanborið við tap upp á 571 þúsund dali, 36,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Tekjur voru í takt við væntingar greiningardeilda viðskiptabankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hugsanlega boðað til kosninga

Svo gæti farið að boðað yrði til þingkosninga í Tyrklandi á næstu dögum, en stjórnlagadómstóll þar í landi úrskurðaði í dag að atkvæðagreiðsla þingsins um skipan nýs forseta væri ógild. Loftið í Tyrklandi er lævi blandið vegna málsins og óeirðir blossuðu upp í Istanbúl í dag.

Erlent