Fréttir

Fréttamynd

Líbanski herinn sækir lengra inn í flóttamannabúðir

Líbanskar hersveitir sóttu í dag lengra inn í flóttamannabúðir þar sem þær hafa barist við liðsmenn Fatah al-Islam síðan 20. maí síðastliðinn. Samtökin eru sögð tengjast Al Kæda. Líbanski herinn hefur nú hrakið liðsmenn þeirra inn í lítið horn flóttamannabúðanna. Að minnsta kosti 227 hafa fallið í þessum átökum.

Erlent
Fréttamynd

Bestir í Tékklandi

Wood and Company, sem er að helmingshlut í eigu Straums-Burðarás, hefur hlotið verðlaun viðskiptatímaritsins Euromoney sem besta hlutabréfamiðlun í Tékklandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki talið að Íslendingar tengist málinu

Rússnesk kona sem kom til Íslands í vikunni játað í yfirheyrslu að hafa komið til Íslands gagngert til að stunda vændi. Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar tengist málinu.

Innlent
Fréttamynd

Svört bráðabirgðaskýrsla um Írak

Íröskum stjórnvöldum hefur aðeins tekist að ná innan við helmingi þeirra markmiða sem Bandaríkjaþing setti um leið og fé var veitt til að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þetta er niðurstaða bráðabirgðaskýrslu sem kynnt verður á Bandaríkjaþingi í dag. Enn fjölgar í hópi flokksfélaga Bush Bandaríkjaforseta sem vill að bandarískt herlið verði kallað heim.

Erlent
Fréttamynd

Vændiskona játaði

Rannsókn lögreglu hefur ekki leitt í ljós að Íslendingar hafi átt þátt í að flytja rússneks konu hingað til lands í þeim tilgangi að stunda vændi. Konan hefur játað að hafa komið hingað til lands til að selja blíðu sína. Henni verður ekki vísað úr landi og ólíklegt er talið að hún verði kærð.

Innlent
Fréttamynd

Heimabær Hómers fundið

En á meðan Potter aðdáendur flykkjast í kvikmyndahúsin kætast áhugamenn um Simpson-fjölskylduna í bænum Springfield í Vermontríki í Bandaríkjunum. Hann hefur verið valinn heimabær þeirra Homers, Marge, Barts, Lísu og Maggie og verður ný kvikmynd um fjölskylduna frumsýnd þar 21. þessa mánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Mýs að æra Kínverja

Hagamýs í milljarðatali eru nú að æra íbúa í Hunang-héraði í Kína. Samkvæmt kínverskum miðlum hafa íbúar drepið rúmlega tvær milljónir músa og byggt veggi og grafið skurði til að halda þeim frá ræktarlandi.

Erlent
Fréttamynd

Hóta hefndum

Bretar segjast hafa verið í fullum rétti með að aðla rithöfundinum Salman Rushdie á dögunum fyrir framlag hans til bókmennta. Múslimar víða um heim hafa tekið því sem móðgun og hótar næstráðandi hjá al Kaída hefndum.

Erlent
Fréttamynd

Ekki vísað úr landi

Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Í skýrslutöku hjá lögreglu

Rússnesk vændiskona sem bauð blíðu sína gegn greiðslu á hóteli í Reykjavík var vísað út af herbergi sínu í gær. Hún er nú í skýrslutöku hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málið tengist mansali.

Innlent
Fréttamynd

Eik í Kauphöllina

Eik banki var í morgun skráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Viðskipti fóru fjörlega af stað og er áætlað markaðsvirði bankans um sextíu milljarðar íslenskra króna, sé miðað við gengi bréfa í hádeginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dreamliner þotan kynnt

Boeing flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum kynntu í gær fyrstu nýju þotuna sína í 12 ár - 787 Dreamliner kallast hún. Vélin er að mestu gerð úr klefnistrefjum og sögð umhverfisvænni en aðrar þotur. Icelandair hefur pantað 4 slíkar.

Erlent
Fréttamynd

Fordæma matreiðslumenn

Dýravinir hafa fordæmt matreiðslumeistara í Taívan sem hafa tekið upp á því að djúpsteikja vatnakarfa og bera fram lifandi. Gestir gæða sér á honum um leið og hausinn á fisknum kippist til. Herramanns matur segja sumir, villimennska telja aðrir.

Erlent
Fréttamynd

Álver fylgi ódýrri orku

Forstjóri álfyrirtækisins Alcoa segir nauðsynlegt að byggja áttatíu ný álver víða um heim næstu árin til að svara aukinni eftirspurn eftir áli. Hann spáir því að álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríu verði lokað og önnur byggð á Íslandi og annars staðar þar sem ódýra orku sé að fá.

Erlent
Fréttamynd

Spá 45 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar

Greiningardeild Kaupþings spáir því að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækki um allt að 45 prósent á árinu öllu og standi á bilinu 9.000 til 9.500 stigum við árslok. Greiningardeildin bendir á að gengi vísitölunnar hafi hækkað mikið í sögulegu samhengi það sem af sé árs en reiknar með að hægi á hækkunum það sem eftir lifi ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Novator framlengir tilboðið í Actavis

Novator eignarhaldsfélag ehf, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboð sitt í hlutafé Actavis Group hf. Tilboðið gilti áður til morgundagsins en með framlengingunni nú stendur það til klukkan 16 miðvikudaginn 18. júlí næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í 8.702 stigum. Þetta er hæsta gildi vísitölunnar fram til þessa en vísitalan hefur hækkað um tæp 63 prósent síðastliðna 12 mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverðið lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að mannræningjar slepptu fjögurra ára gamalli breskri stúlku úr haldi í gærkvöldi. Verðið rauk í hæstu hæðir vegna frétta um að stúlkunni hefði veri rænt á föstudag og fór í rúma 76 dali á tunnu. Verðlagning sem þessi hefur ekki sést síðan verðið fór í sögulegar hæðir um miðjan júlí í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Launagreiðslur Brownes frystar

Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

PlayStation 3 lækkar í verði

Japanski tækniframleiðandinn Sony hefur lækkað verð á nýjustu PlayStation 3 leikjatölvunni (PS3) í Bandaríkjunum um 17 prósent með það fyrir augum að auka sölu á tölvunni. Þetta jafngildir því að verðið lækkar um 100 bandaríkjadali, rúmar sex þúsund íslenskar krónur og kostar tölvan nú 500 dali út úr búð í Bandaríkjunum, eða 30.500 íslenskar krónur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ný undur valin

Þau eru mikilfengleg nýju undrin sjö sem voru kynnt í gær sem þau mikilfenglegustu í gjörvallri veröldinni. Kosið var milli fjölmargra undrastaða á netinu í tvö ár. Niðurstaðan vakti athygli þegar hún var kynnt í Lissabon í Portúgal í gærkvöldi og voru stórstjörnur víða að fengnar til að kynna undrin.

Erlent
Fréttamynd

Norska ríkið braut gegn börnum

Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum í grunnskólum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi.

Erlent
Fréttamynd

Sókn á Rússlandsmarkað

Íslenska orkufyrirtækið ENEX sér fyrir sér sókn á rússneskan markað á næstunni með hjálp öflugra samstarfsaðila. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir ýmsa möguelika felast í jarðhitasvæðum Rússa. Fulltrúar íslenskra orkufyrirtækja kynntu starfsemi sína fyrir rússneskum sérfræðingum og ráðamönnum á orku- og umhverfisráðstefnu í Mosvku í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Ný undur veraldar valin

Þau eru tignarleg nýju undrin sjö sem valin voru þau mikifenglegustu í veröldinni gjörvallri í netkosningu sem lauk í gær. Úrslitin voru kunngjörð í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Mýrin valin besta myndin

Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í gær. Baltasar var kominn heim af hátíðinni þegar hann hafi verið kallaður aftur út og sagt að hann yrði verðlaunaður.

Innlent
Fréttamynd

130 manns hið minnsta féllu

Að minnst kosti 130 manns féllu og 240 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Amirli í Norður-Írak í gær. Árásin eru sú mannskæðasta í Írak í 3 mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingar hiti hugsanlega Ólympíuþorpið

Svo gæti farið að íslenskum orkufyrirtækjum yrði falið að sjá um að hita Ólympíuþorpið sem byggt verður fyrir vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi 2014. Möguleikinn var ræddur á fundi í Moskvu fyrir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Vináttusamningur undirritaður

Loftferðasamningur milli Íslands og Moskvuborgar var meðal þess sem borgarstjórinn í Reykjavík ræddi á fundi sínum með borgarstjóra í Moskvu í vikunni. Vináttusamningur milli borganna var undirritaður við það tækifæri.

Erlent