Fréttir

Fréttamynd

Nýr stjóri yfir bjórbrugginu

Jørgen Buhl Rasmussen hefur ráðinn forstjóri danska bjórframleiðandans Carlsberg. Hann tekur við af Nils Smedegaard Andersen í byrjun næsta mánaðar en í júní var Andersen ráðinn yfir danska skiparisanum A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Jess Søderberg, fráfarandi forstjóri skipafélagsins, ætlar hins vegar að setjast í helgan stein.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Storebrand kaupir líftryggingahluta Handelsbanken

Norska tryggingafélagið Storebrand hefur keypt líftryggingahluta sænska bankans Handelsbanken. Kaupverð nemur 18 milljörðum sænskra króna, tæplega 166 milljörðum íslenskra króna. Kaupþing og Exista saman rúman fjórðungshlut í Storebrand.Storebrand stefnir að því að veita líftryggingar sænska bankans í Noregi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Glitnir kaupir norskt fasteignafélag

Glitnir Property Holding í Noregi hefur náð samkomulagi um kaup á norska fasteignafélaginu BSA og stefna félögin að því að verða leiðandi í ráðgjöf og fjármögnun í fasteignaviðskiptum í Noregi. BSA er jafnframt með starfsemi í Þýskalandi.Eignir sameinaðra fyrirtækja nema 2,7 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 235 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður SPRON eykst um 286 prósent

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 10,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 2,6 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir 286 prósenta aukningu á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Landsbankans í hæstu hæðum

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag en það er í takti við þróun á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Landsbankinn leiðir hækkunina hér en gengi bréfa í bankanum hækkaði um 1,22 prósent. Það stendur nú í 41,45 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra. Á móti lækkaði gengi 365 um 3,16 prósent. Það stendur í 2,67 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Rarik ohf 107 milljónir króna

Hagnaður Rariks ohf. nam 107 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rarik var stofnað um Rafmagnsveitur ríkisins og dótturfélags þess, Orkusöluna, og eru ekki sýndar samanburðartölur við fyrra ár þar sem ekki var gert hefðbundið milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði þess árs, heldur var gert lokauppgjör Rafmagnsveitunnar í lok júlí í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Egla hagnast um rúma 23 milljarða króna

Talsverður viðsnúningur varð á afkomu Eglu hf., sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, á fyrstu sex mánuðum ársins en hagnaðurinn á tímabilinu nam tæpum 23,1 miljarði króna samanborið við 899 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfestar vongóðir um stýrivaxtalækkun vestra

Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hækkaði við opnun fjármálamarkaða þar í landi eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, sagði bankann ætla að gera hvað hann geti til að bregðast gegn því að hræringar á hlutabréfamörkuðum muni smita frá sér út í hagkerfið. Þótt Bernanke hafi ekki sagt til um hvort bankinn ætli að lækka stýrivexti segja fjármálaskýrendur flest benda til þess.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spá stýrivaxtalækkun í maí á næsta ári

Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandarísk einkaneysla jókst umfram spár

Einkaneysla í Bandaríkjunum jókst um 0,4 prósent á milli mánaða í júlí samanborið við 0,2 prósent í mánuðinum á undan. Þetta er nokkru yfir væntingum. Á sama tíma benda tölur viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna til þess að verðbólga hafi hjaðnað. Greinendur segja greinilegt að bandarískt efnahagslíf hafi verið í hröðum vexti þegar samdráttur varð á bandarískum fasteignalánamarkaði í seinni hluta júlí.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður HS 2,7 milljarðar króna

Hitaveita Suðurnesja hagnaðist um 2.720 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 352 milljónum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Rétt rúmur helmingur af tekjum félagsins er kominn til vegna raforkusölu til Norðuráls og eingreiðslu frá Bandaríkjastjórn vegna uppsagnar hennar á samningi um kaup á orku til varnarliðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samið vegna útibús Kaupþings í Noregi

Fjármálaeftirlitið (FME) og Kredittilsynet i Noregi hafa undirritað samstarfssamning vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi. Bankinn hefur sótt um aðild að innistæðutryggingasjóði norskra banka (Bankenes sikringsfond) en það er gert til að tryggja að viðskiptavinir bankans í Noregi njóti sömu innistæðutryggingar og viðskiptavinir norskra innlánsstofnana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Besti hagnaður í sögu SPK

Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs nam 811 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samborið við 96 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 754,7 prósenta aukning á milli ára og sá langbesti en viðlíka hagnaður hefur aldrei sést í bókum sjóðsins. Tímabilið var sjóðnum einstaklega hagfellt og hagnaður langt umfram áætlanir

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bush til bjargar fasteignalánamarkaðnum

Búist er við að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kynni í dag aðgerðir sem eigi að minnka líkurnar á því að einstaklingar með litla greiðslugetu lendi í vanskilum með fasteignalán sín. Mikil vanskil hjá þessum einstaklingum hefur leitt til mikils samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og valdið titringi á fjármálamörkuðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Exista tekur 43 milljarða lán

Exista hefur tekið sambankalán fyrir fimm hundruð milljónir evra, jafnvirði rúmra 43 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðinni verður varið til afjármögnunar á eldri lánum. Veruleg umframeftirspurn var hjá bankastofnunum að taka þátt í láninu og var fjárhæðin því hækkuð um 300 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vöruskiptahallinn minnkar milli ára

Vöruskipti voru óhagstæð um 14,8 milljarða króna í síðasta mánuði samanborið við 16,2 milljarða í sama mánuði í fyrra. Mismunurinn nemur 1,4 milljörðum króna. Þetta þýðir að á fyrstu sjö mánuðum ársins voru vöruskipti 34,4, milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenska IKEA dýrara en það sænska

Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn.

Innlent
Fréttamynd

Hræringar á Wall Street

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði lítillega við opnun fjármálamarkaða vestanhafs í dag en óttast er að háir vextir muni draga úr afkomu fjármálafyrirtækja auk þess sem talið er að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði geti hægt á hagvexti. Hagvísar í Bandaríkjunum benda til að hagvöxtur var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi í Bandaríkjunum þótt úr dragi á seinni hluta árs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Byrs jókst um rúmt 521 prósent

Hagnaður Byrs sparisjóðs nam rúmum 4,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 698,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 521,7 prósenta aukning á milli ára. Byr varð til með sameiningu Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1. desember í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagvöxtur umfram væntingar í Bandaríkjunum

Hagvöxtur jókst um fjögur prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Hann hefur ekki verið meiri í rúmt ár. Til samanburðar nam hann einungis 0,6 prósentum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 0,6 prósentum meira en viðskiptaráðuneytis hafði búist við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjör í krónubréfaútgáfunni

Greiningardeild Glitnis segir mikið fjör vera hlaupið í krónubréfaútgáfu. Deildin segir stóra gjalddaga krónubréfa framundan og því von á mikilli spurn eftir nýjum bréfum ef fjárfestar hyggjast viðhalda fjárfestingu sinni í íslenskum vöxtum. Deildin segir þróunina ráðast af áhættusækni erlendra fjárfesta sem hafi keypt krónubréf undanfarin misseri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhrif af fasteignalánamarkaði takmörkuð

Baudouin Prot, forstjóri BNP Paribas, eins stærsta banka Frakklands, varði í dag ákvörðun bankans að skrúfa fyrir þrjá sjóði sína fyrir nokkru til að koma í veg fyrir lausafjárþurrð vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Hann segir frönsk fjármálafyrirtæki ekki eiga á hættu að lenda í vandræðum vegna hræringanna í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra Kína sagði óvænt af sér

Jin Renqing, fjármálaráðherra Kína, hefur sagt af sér. Ákvörðunin kom á óvart en uppsögnin mun vera af persónulegum ástæðum. Skattstjóri Kína tekur við starfi hans en fjármálaráðherrann fyrirverandi mun taka við háttsettri stöðu hjá kínverska kommúnistaflokknum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samson tapaði 3,2 milljörðum króna

Eignarhaldsfélagið Samson, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 12 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Móðurfélag Samson á 41,37 prósent af heildarhlutafé Landsbankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bernanke ekki að flýta sér

Seðlabanki Bandaríkjanna ætlar ekki að hlaupa til og lækka stýrivexti. Bankinn vill að fjármálafyrirtæki líti ekki svo á að bankinn eigi að hjálpa fyrirtækjunum úr þeim vanda sem þau hafi komið sér sjálf í. Þetta segir bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í dag. Blaðið bendir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri og forveri Ben Bernankes, hafi brugðist við viðlíka hræringum með vaxtalækkun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

IMF telur horfur íslenska hagkerfisins góðar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur horfur íslenska hagkerfisins mjög góðar en í þeim endurspeglist opnir og sveigjanlegir markaðir, traust stofnanaverk og skynsamleg nýting náttúruauðlinda. Á sama tíma hefur í uppsveiflu síðustu ára byggst upp ójafnvægi af áður óþekktri stærð og hvetur sjóðurinn til aukins aðhalds hins opinbera til að ná tökum á þenslu og eftirspurn í hagkerfinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækka í Evrópu og Asíu

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í dag. Þetta er í takti við hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjárfestar vestanhafs segja auknar líkur á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í september til að bregðast við aðstæðum á fjármálamarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðsnúningur á Wall Street

Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar líkur fjárfesta vestanhafs á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum til að koma til móts við þrengingar í bandarísku efnahagslífi. Þá gera sumir þeirra ráð fyrir því að vextirnir lækki fyrr.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Einföld lagasetning dygði

Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum.

Innlent