Fréttir

Fréttamynd

Hagnaður Nintendo tvöfaldast

Japanski leikjatölvurisinn Nintendo skilaði 132,4 milljörðum jena, jafnvirði 70,5 milljarða íslenskra króna, á öðrum og þriðja ársfjórðungi samanborið við 54,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er rúmlega tvöfalt betri afkoma en í fyrra.

Leikjavísir
Fréttamynd

Lækkun á bandarískum markaði gekk til baka

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók dýfu skömmu eftir opnun markaða í dag í kjölfar þess að fjárfestingabankinn Merrill Lynch greindi frá slöku uppgjöri auk þess sem sala á fasteignum dróst saman um átta prósent á milli mánaða í september. Það jafnaði sig eftir því sem á leið daginn, mismikið þó.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikill samdráttur í fasteignasölu í BNA

Sala á notuðu húsnæði dróst saman um átta prósenta á milli mánaða í Bandaríkjunum í september en samdráttur sem þessi hefur ekki sést vestanhafs í sextán ár. Þá er þetta nokkru meiri samdráttur en reiknað var með.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Merrill Lynch skilar fyrsta tapinu í sex ár

Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch skilaði 2,3 milljarða dala, tæplega 140 milljarða króna, tapi á þriðja ársfjórðungi. Tapið er að mestu tilkomið vegna tapaðra fasteignaútlána en bankinn varð vegna þessa að afskrifa 7,9 milljarða dala. Á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um þrjá milljarða dala.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

LÍ spáir hærri verðbólgu í nóvember

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki töluvert, eða um 0,3 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi þetta eftir hækkar verðbólgan úr 4,5 prósent í október í 4,8 prósent í næsta mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dapurt uppgjör hjá Stork

Hollenska iðnsamstæðan Stork NV skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með fyrir afkomuna á þriðja ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður nam 20 milljónum evra, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna, á fjórðungnum, sem er talsvert undir væntingum markaðsaðila sem höfðu reikna með tíu milljónum evrum meira.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slæmur fjórðungur hjá BP

Árið hefur ekki verið neitt sérstaklega gott fyrir breska olíurisann BP. Fyrrum forstjóri félagsins tók poka sinn í byrjun sumars og nú dróst hagnaður félagsins saman um 45 prósent á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Harry Potter galdraði fram hagnað hjá Amazon.com

Bandaríska netverslunin Amazon.com tók inn 80 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 4,9 milljarða íslenskra króna, í hagnað á þriðja ársafjórðungi sem er fjórfalt meira en á sama tíma í fyrra. Mestu munar um afar góða sölu á nýjustu og síðustu bókinni í flokknum um ævintýri galdrastráksins Harry Potter, sem rauk út eins og heitar lummur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afkoma Handelsbanken á pari við væntingar

Sænski Handelsbanken hagnaðist um rúma 2,5 milljarða króna, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er sextán prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og lítillega yfir væntingum markaðsaðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkar í verði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði talsvert á fjármálamörkuðum í dag eftir að viðræður hófust á milli stjórnvalda í Tyrklandi og Kúrda í norðurhéruðum Írak. Þá spilar inní að gert er ráð fyrir að olíubirgðir hafi aukist á milli vikna í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kristján hættur hjá FL Group

Kristján Kristjánsson hefur látið af störfum sem forstöðumaður upplýsingasviðs FL Group. Starfsmönnum var tilkynnt um ákvörðunina í gær. Kristján, sem áður var í Kastljósi Sjónvarpsins, var ráðinn til starfa hjá félaginu í fyrrahaust og hefur því starfað hjá félaginu í rétt rúmt ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir skell á föstudag. Fjárfestar biðu með eftirvæntingu eftir uppgjöri tæknifyrirtækja, ekki síst Apple, sem skilaði afar góðum afkomutölum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afkoma Apple langt umfram væntingar

Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan niður um tæp tvö prósent

Íslensku fyrirtækin sem skráð eru í Kauphöllina fóru ekki varhluta af alþjóðlegu lækkanaferli á hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í FL Group féll um 4,36 prósent en gengi bréfa í Existu um 3,67 prósent. Gengi bréfa í einungis tveimur félögum hækkaði eftir daginn, í Flögu og Föroya banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rauður dagur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,99 prósent. Gengi bréfa í Exista lækkaði um sex prósent skömmu eftir að viðskipti hófust en næstmest í FL Group, sem fór niður um fimm prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkun á flestum hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfavísitölur hafa lækkað víða um heim í dag í kjölfar lækkunar á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á föstudag en fjárfestar óttast að óróleiki á fjármálamörkuðum geti dregið úr hagvexti. Gengi bandaríkjadals er sömuleiðis komið í lægstu lægðir gagnvart evru.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pólverjar kjósa þing

Pólverjar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér þing - tveimur árum á undan áætlun. Skömmu fyrir hádegi höfðu um fimmtíu Pólverjar búsettir á Íslandi greitt atkvæði í Alþjóðahúsinu í Reykjavík.

Erlent
Fréttamynd

Óttast stjórnarskipti

Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi.

Erlent
Fréttamynd

Verðmat á AMR lækkar

Bandarískur greinandi mælir með því í nýju verðmati á bandaríska flugrekstrarfélaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélagi Bandaríkjanna, að fjárfestar bæti við eignasafn sitt í félaginu. Þetta er lækkun á verðmati félagsins en í fyrri spá var mælt með kaupum á bréfunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verkfall stöðvar ekki ferð þeirra

Breskir rúgbí áhugamenn láta verkfall starfsmanna almenningssamgöngufyrirtækja í Frakklandi ekki stöðva sig og flykkjast til Parísar. Þar keppa Englendingar til úrslita á heimsmeistaramótinu í rúgbí á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður níðingur handtekinn

Grunaður barnaníðingur sem eftirlýstur hefur verið um allan heim í þrjú ár var handtekinn í Taílandi í dag. Það var aðstoð almennings um allan heim sem réð því að hægt var að hafa hendur í hári hans.

Erlent
Fréttamynd

Aðeins Írar fá þjóðaratkvæðagreiðslu

Aðeins Írar fá að greiða atkvæði um nýjan sáttmála Evrópusambandsins sem samþykktur var í nótt og kemur í stað umdeildrar stjórnarskrár. Ekki þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði í öðrum ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Föðurmorðingjar aftur á ferð

Benazir Bhúttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, segir forna fjendur fjölskyldu sinnar hafa reynt að ráða sig af dögum í gærkvöldi. Minnst 130 manns týndu lífi í tveimur sprengingum nærri bílalest Bhúttó í Karachi.

Erlent
Fréttamynd

Askar Capital byggir borgarhluta á Indlandi

Askar Capital ætlar að taka þátt í uppbyggingarverkefnum á Indlandi í samstarfi við Nikhil Ghandi, einn þekktasta athafnamann Indverja. Tryggvi Þór Herbergsson, forstjóri Askar, segir bankann hafa fjárfest í fyrstu eigninni en í kjölfarið muni rísa nýr borgarhluti sem skipulagður er og hannað frá grunni með tileyrandi afþreyingu og öryggisgæslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista: Gæti náð um 10 prósentum í Storebrand

Exista, sem nú ræður yfir 8,5 prósentum hlutabréfa í norska tryggingfélaginu Storebrand, hefur ákveðið að greiða atkvæði með hlutafjáraukningu og forkaupsréttarútboði í tryggingafélaginu til fjármögnunar á kaupum á SPP, líftryggingafélagi sænska bankans Handelsbanken. Hluthafafundur verður í Storebrand 24. október næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnarformaður Northern Rock hættur

Matt Ridley, stjórnarformaður breska fjármála- og fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock hefur látið af störfum. Hann sagði upp í síðasta mánuði en var beðinn um að sitja þar til hann hefði farið fyrir fjárlaganefnd breska þingsins, sem fjallað hefur um fall fyrirtækisins. Þegar hefur verið ráðið í stöðu Ridleys.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verkfall heldur áfram í París

Búist er við miklum töfum á lestarsamgöngum í Frakklandi í dag vegna verkfalls starfsmanna almenningssamgöngufyrirtækja sem hófst í gær. Upphaflega var um um sólahringsverkfall að ræða um allt land. Verkalýðsfélög í París hafa hins vegar ákveðið að framlengja það.

Erlent