Fréttir Ógerilsneyddir ostar leyfðir Leyfilegt er nú að flytja til landsins osta úr ógerilsneyddri mjólk. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maímánuði er hverjum ferðalangi nú leyfilegt að flytja til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni, en aðeins til einkaneyslu. Innlent 9.7.2012 22:14 Ferðamenn fyrirferðarmiklir í símkerfunum Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina. Innlent 9.7.2012 22:14 Mál laumufarþega sagt mjög alvarlegt Isavia mun yfirfara öryggiseftirlit sitt með starfsemi á Keflavíkurflugvelli eftir að tveir menn komust inn á flughlað og upp í vél Icelandair aðfaranótt sunnudags. Í tilkynningu frá Isavia segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum. Innlent 9.7.2012 22:14 Vodafone senn skráð á markað Vodafone á Íslandi hefur samið við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka um að vinna að undirbúningi skráningar Vodafone í Kauphöllina. Þá mun Íslandsbanki annast sölu á bréfum Framtakssjóðs Íslands í Vodafone en sjóðurinn er aðaleigandi fyrirtækisins í dag. Viðskipti innlent 9.7.2012 22:15 Bann við vörubílum í þjóðgarði gagnrýnt Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkanir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Innlent 9.7.2012 22:14 Strandveiðar stöðvaðar Strandveiðar verða stöðvaðar á svæði A frá og með deginum í dag. Um er að ræða landið vestanvert og vestfjarðakjálkann, frá Snæfellsnesi til Súðavíkur. Innlent 9.7.2012 22:15 Grunuðum nauðgara sleppt Manninum sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á Bestu útihátíðinni hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi fer með málið. Innlent 9.7.2012 22:15 Afnám orlofs húsmæðra rætt Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til fundar í næsta mánuði til að ræða kosti þess og galla að afnema lög um húsmæðraorlof. Innlent 9.7.2012 22:15 Eignarhald veiðijarða flyst úr héraði Byggðaráð Borgarbyggðar hyggst láta kanna umfang og samfélagsleg áhrif stangveiða í sveitarfélaginu. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð er áætlað 3,2 milljarðar króna. Er þar tekið tillit til beinna, óbeinna og afleiddra áhrifa. Innlent 9.7.2012 22:15 Undirrita Landslagssamning Evrópu Ísland hefur undirritað Landslagssamning Evrópu, en fullgilding þess samnings er á meðal markmiða í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2009. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Frakklandi, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Innlent 9.7.2012 22:15 Orsökin líklega gin- og klaufaveiki Læknar telja líklegt að gin- og klaufaveiki sé valdur að miklum barnadauða í Kambódíu. Uppruni veikindanna liggur þó ekki endanlega fyrir. Veikindin eru sögð hafa dregið 57 börn til dauða á síðustu fjórum mánuðum. Flest hafa börnin verið á aldrinum tveggja til þriggja ára og aðeins eitt lifað sjúkdóminn af. Erlent 9.7.2012 22:15 Forsetinn og herinn takast á um völdin Hæstiréttur Egyptalands gerði að engu í gær tilskipun forsetans, Mohammeds Morsi, um að þingið kæmi aftur saman. Hæstiréttur hafði úrskurðað þingið ólöglegt, þar sem ágallar hefðu verið á kosningunum. Forsetinn tilkynnti hins vegar á sunnudag að þingið kæmi saman á ný. Erlent 9.7.2012 22:14 Assad ánægður með friðaráætlun Kofi Annan, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sögðu að loknum fundi sínum í Damaskus í gær að viðræður þeirra hefðu verið uppbyggjandi, að því er greint var á vef sænska ríkisútvarpsins. Erlent 9.7.2012 22:15 Nú vitið þið að ég er enginn jólasveinn Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Innlent 18.6.2012 21:40 Borgarbúar verða að flokka rusl Brátt þurfa allir Reykvíkingar að flokka pappír samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar. Óheimilt verður að setja pappír í sorpílát fyrir blandað sorp. Innlent 15.6.2012 22:10 OR hefur lagt milljarða í Gagnaveituna Orkuveita Reykjavíkur hefur frá árinu 1999 lagt 13 milljarða í fjarskiptastarfsemi. Þar af hafa 4,7 milljarðar farið beint í Gagnaveitu Reykjavíkur frá stofnun hennar. RÚV greinir frá þessu. Innlent 15.6.2012 22:10 Lögreglan hikar ekki við að beita sektum Skipulögð þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hefst klukkan 10 í fyrramálið með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Eftir það tekur við fjölbreytt dagskrá með skemmtiatriðum um alla miðborg auk hefðbundinna hátíðardagskrárliða eins og ávarps fjallkonunnar. Innlent 15.6.2012 22:10 Áfengissala jókst um 7,8% Áfengissala jókst um 7,8 prósent í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í yfirliti frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þá jókst velta smávöruverslunar í flestum vöruflokkum í maí. Innlent 15.6.2012 22:10 Kosið á ný í Grikklandi Kosið verður til þings í Grikklandi á nýjan leik á morgun. Kosningarnar geta haft mikil áhrif á framhald fjármálakreppunnar í Evrópu. Erlent 15.6.2012 22:10 Frumvarp um vernd dýra endurskoðað Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun endurskoða frumvarp um dýravernd í sumar. Það verður svo lagt fyrir þingið næsta haust. Innlent 15.6.2012 22:09 Reiðubúnir að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Innlent 15.6.2012 22:10 Gefa íslenskum börnum fánann Um 4.500 börn sem luku öðrum bekk grunnskóla nú í júní hafa fengið litlar fánaveifur að gjöf frá Skátahreyfingunni og Eimskip. Innlent 15.6.2012 22:10 Efla erlenda fjárfestingu á Íslandi Alþingi hefur samþykkt stefnumörkun um beina erlenda fjárfestingu, en hún var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt tillögunni, sem efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram, skal hann, ásamt iðnaðarráðherra, leggja fram tímasetta áætlun um aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu Íslands. Innlent 15.6.2012 22:10 Þingholtin hæst metna hverfið Hækkun fasteignamats er mjög misjafnt eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Nýtt fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt á fimmtudag. Innlent 15.6.2012 22:10 Málskotsrétturinn er ykkar fólksins Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, heimsótti Marel á dögunum ásamt Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Yfirfullt var í matsal Össurar þegar Ólafur Ragnar kynnti stefnumál sín og útskýrði sýn sína á hlutverk forsetans. Innlent 15.6.2012 22:10 Ungu fólki ekki vísað burt Bandaríkin ætla að hætta að vísa úr landi ólöglegum innflytjendum sem komu til landsins sem börn. Fólk á aldrinum 16 til 30 ára sem hefur búið í landinu í fimm ár eða lengur fær mögulega að vera þar áfram og fá atvinnuleyfi. Fólkið þarf að vera í skóla, útskrifað úr menntaskóla eða hafa verið í hernum og með hreinan sakaferil. Erlent 15.6.2012 22:10 Kínversk kona út í geim Liu Yang verður í dag fyrsta kínverska konan til þess að fara út í geim. Tilkynnt var um geimferðina í gær. Liu er 33 ára gamall herflugmaður. Hún mun ásamt tveimur karlkyns geimförum halda út í geim í dag í Shenzhou-geimferjunni. Förinni er heitið að geimstöðinni Tiangong 1, sem er tilraunaverkefni Kínverja, sem vilja koma upp varanlegri miðstöð í geimnum. Erlent 15.6.2012 22:10 Dingóar námu Azariu á brott Eftir 32ja ára þrautagöngu var léttir hinnar áströlsku Lindy Chamberlain-Creighton mikill í gær þegar hún var endanlega hreinsuð af ásökunum um að hafa valdið dauða dóttur sinnar árið 1980. Erlent 14.6.2012 21:46 Þarf ekki að vera flókið að stilla til friðar „Eitt af okkar markmiðum er að svara þeirri spurningu hvernig við getum breytt hugarfari múslíma til að haga sér með þeim hætti að það gefi góða og rétta mynd af íslam.“ Innlent 14.6.2012 21:47 Rassskellingar á að afnema með öllu Ég veit að börn hafa hætt í íþróttum vegna rassskellinganna,“ segir Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar gegn einelti. „Þetta er alveg eins og hvert annað ofbeldi þar sem krakkar eru að reyna að komast inn í hópana. Þetta á að afnema með öllu og það á ekki að fara neina millileið.“ Innlent 14.6.2012 21:46 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 334 ›
Ógerilsneyddir ostar leyfðir Leyfilegt er nú að flytja til landsins osta úr ógerilsneyddri mjólk. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maímánuði er hverjum ferðalangi nú leyfilegt að flytja til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni, en aðeins til einkaneyslu. Innlent 9.7.2012 22:14
Ferðamenn fyrirferðarmiklir í símkerfunum Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina. Innlent 9.7.2012 22:14
Mál laumufarþega sagt mjög alvarlegt Isavia mun yfirfara öryggiseftirlit sitt með starfsemi á Keflavíkurflugvelli eftir að tveir menn komust inn á flughlað og upp í vél Icelandair aðfaranótt sunnudags. Í tilkynningu frá Isavia segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum. Innlent 9.7.2012 22:14
Vodafone senn skráð á markað Vodafone á Íslandi hefur samið við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka um að vinna að undirbúningi skráningar Vodafone í Kauphöllina. Þá mun Íslandsbanki annast sölu á bréfum Framtakssjóðs Íslands í Vodafone en sjóðurinn er aðaleigandi fyrirtækisins í dag. Viðskipti innlent 9.7.2012 22:15
Bann við vörubílum í þjóðgarði gagnrýnt Sveitarfélög fyrir austan fjall eru ósátt við nýjar takmarkanir á vöruflutningum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Innlent 9.7.2012 22:14
Strandveiðar stöðvaðar Strandveiðar verða stöðvaðar á svæði A frá og með deginum í dag. Um er að ræða landið vestanvert og vestfjarðakjálkann, frá Snæfellsnesi til Súðavíkur. Innlent 9.7.2012 22:15
Grunuðum nauðgara sleppt Manninum sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á Bestu útihátíðinni hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi fer með málið. Innlent 9.7.2012 22:15
Afnám orlofs húsmæðra rætt Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til fundar í næsta mánuði til að ræða kosti þess og galla að afnema lög um húsmæðraorlof. Innlent 9.7.2012 22:15
Eignarhald veiðijarða flyst úr héraði Byggðaráð Borgarbyggðar hyggst láta kanna umfang og samfélagsleg áhrif stangveiða í sveitarfélaginu. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð er áætlað 3,2 milljarðar króna. Er þar tekið tillit til beinna, óbeinna og afleiddra áhrifa. Innlent 9.7.2012 22:15
Undirrita Landslagssamning Evrópu Ísland hefur undirritað Landslagssamning Evrópu, en fullgilding þess samnings er á meðal markmiða í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2009. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Frakklandi, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Innlent 9.7.2012 22:15
Orsökin líklega gin- og klaufaveiki Læknar telja líklegt að gin- og klaufaveiki sé valdur að miklum barnadauða í Kambódíu. Uppruni veikindanna liggur þó ekki endanlega fyrir. Veikindin eru sögð hafa dregið 57 börn til dauða á síðustu fjórum mánuðum. Flest hafa börnin verið á aldrinum tveggja til þriggja ára og aðeins eitt lifað sjúkdóminn af. Erlent 9.7.2012 22:15
Forsetinn og herinn takast á um völdin Hæstiréttur Egyptalands gerði að engu í gær tilskipun forsetans, Mohammeds Morsi, um að þingið kæmi aftur saman. Hæstiréttur hafði úrskurðað þingið ólöglegt, þar sem ágallar hefðu verið á kosningunum. Forsetinn tilkynnti hins vegar á sunnudag að þingið kæmi saman á ný. Erlent 9.7.2012 22:14
Assad ánægður með friðaráætlun Kofi Annan, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sögðu að loknum fundi sínum í Damaskus í gær að viðræður þeirra hefðu verið uppbyggjandi, að því er greint var á vef sænska ríkisútvarpsins. Erlent 9.7.2012 22:15
Nú vitið þið að ég er enginn jólasveinn Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Innlent 18.6.2012 21:40
Borgarbúar verða að flokka rusl Brátt þurfa allir Reykvíkingar að flokka pappír samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar. Óheimilt verður að setja pappír í sorpílát fyrir blandað sorp. Innlent 15.6.2012 22:10
OR hefur lagt milljarða í Gagnaveituna Orkuveita Reykjavíkur hefur frá árinu 1999 lagt 13 milljarða í fjarskiptastarfsemi. Þar af hafa 4,7 milljarðar farið beint í Gagnaveitu Reykjavíkur frá stofnun hennar. RÚV greinir frá þessu. Innlent 15.6.2012 22:10
Lögreglan hikar ekki við að beita sektum Skipulögð þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hefst klukkan 10 í fyrramálið með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Eftir það tekur við fjölbreytt dagskrá með skemmtiatriðum um alla miðborg auk hefðbundinna hátíðardagskrárliða eins og ávarps fjallkonunnar. Innlent 15.6.2012 22:10
Áfengissala jókst um 7,8% Áfengissala jókst um 7,8 prósent í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í yfirliti frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þá jókst velta smávöruverslunar í flestum vöruflokkum í maí. Innlent 15.6.2012 22:10
Kosið á ný í Grikklandi Kosið verður til þings í Grikklandi á nýjan leik á morgun. Kosningarnar geta haft mikil áhrif á framhald fjármálakreppunnar í Evrópu. Erlent 15.6.2012 22:10
Frumvarp um vernd dýra endurskoðað Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun endurskoða frumvarp um dýravernd í sumar. Það verður svo lagt fyrir þingið næsta haust. Innlent 15.6.2012 22:09
Reiðubúnir að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Innlent 15.6.2012 22:10
Gefa íslenskum börnum fánann Um 4.500 börn sem luku öðrum bekk grunnskóla nú í júní hafa fengið litlar fánaveifur að gjöf frá Skátahreyfingunni og Eimskip. Innlent 15.6.2012 22:10
Efla erlenda fjárfestingu á Íslandi Alþingi hefur samþykkt stefnumörkun um beina erlenda fjárfestingu, en hún var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt tillögunni, sem efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram, skal hann, ásamt iðnaðarráðherra, leggja fram tímasetta áætlun um aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu Íslands. Innlent 15.6.2012 22:10
Þingholtin hæst metna hverfið Hækkun fasteignamats er mjög misjafnt eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Nýtt fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt á fimmtudag. Innlent 15.6.2012 22:10
Málskotsrétturinn er ykkar fólksins Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, heimsótti Marel á dögunum ásamt Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Yfirfullt var í matsal Össurar þegar Ólafur Ragnar kynnti stefnumál sín og útskýrði sýn sína á hlutverk forsetans. Innlent 15.6.2012 22:10
Ungu fólki ekki vísað burt Bandaríkin ætla að hætta að vísa úr landi ólöglegum innflytjendum sem komu til landsins sem börn. Fólk á aldrinum 16 til 30 ára sem hefur búið í landinu í fimm ár eða lengur fær mögulega að vera þar áfram og fá atvinnuleyfi. Fólkið þarf að vera í skóla, útskrifað úr menntaskóla eða hafa verið í hernum og með hreinan sakaferil. Erlent 15.6.2012 22:10
Kínversk kona út í geim Liu Yang verður í dag fyrsta kínverska konan til þess að fara út í geim. Tilkynnt var um geimferðina í gær. Liu er 33 ára gamall herflugmaður. Hún mun ásamt tveimur karlkyns geimförum halda út í geim í dag í Shenzhou-geimferjunni. Förinni er heitið að geimstöðinni Tiangong 1, sem er tilraunaverkefni Kínverja, sem vilja koma upp varanlegri miðstöð í geimnum. Erlent 15.6.2012 22:10
Dingóar námu Azariu á brott Eftir 32ja ára þrautagöngu var léttir hinnar áströlsku Lindy Chamberlain-Creighton mikill í gær þegar hún var endanlega hreinsuð af ásökunum um að hafa valdið dauða dóttur sinnar árið 1980. Erlent 14.6.2012 21:46
Þarf ekki að vera flókið að stilla til friðar „Eitt af okkar markmiðum er að svara þeirri spurningu hvernig við getum breytt hugarfari múslíma til að haga sér með þeim hætti að það gefi góða og rétta mynd af íslam.“ Innlent 14.6.2012 21:47
Rassskellingar á að afnema með öllu Ég veit að börn hafa hætt í íþróttum vegna rassskellinganna,“ segir Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar gegn einelti. „Þetta er alveg eins og hvert annað ofbeldi þar sem krakkar eru að reyna að komast inn í hópana. Þetta á að afnema með öllu og það á ekki að fara neina millileið.“ Innlent 14.6.2012 21:46
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent