Líklegt byrjunarlið Íslands: Fáum forystu aftast Ísland mætir Liechtenstein í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2024 í Vaduz á morgun. Liðinu gekk ekki vel í fyrsta leik í Bosníu á fimmtudagskvöld og tapaði 3-0. Áhugavert verður að sjá hvort miklar breytingar verði á byrjunarliði liðsins á morgun. 25.3.2023 14:30
„Vægast sagt farið fram með kostulegum óheilindum“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar gagnrýnir ummæli Ómars Smárasonar samskiptastjóra KSÍ harðlega í tengslum við fréttaflutning af meintu kynferðisofbeldi leikmanna íslenska landsliðsins. 25.3.2023 14:00
Skyldusigur gegn slöku liði Ísland á að vinna Liechtenstein örugglega í Vaduz í undankeppni EM 2024 á morgun. Gestgjafarnir hafa ekki unnið leik síðan í október 2020. 25.3.2023 11:30
Skýrsla Vals: Teknir til fanga í Zenica Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins. 23.3.2023 23:35
Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni en sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23.3.2023 21:45
Byrjunarlið Íslands: Guðlaugur í bakverði og Arnór djúpur Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn við Bosníu í undankeppni EM 2024 í kvöld liggur fyrir. Athygli vekur að Guðlaugur Victor Pálsson leikur í bakverði og Arnór Ingvi Traustason á miðsvæðinu. 23.3.2023 18:28
Bosníumenn sluppu við áhorfendabann Um níu þúsund miðar hafa selst á leik Bosníu og Ísland sem fram fer í Zenica í Bosníu í kvöld. Bosníumenn virðast hafa sloppið við áhorfendabann sem greint var frá fyrr í mánuðinum. 23.3.2023 15:02
Forseti bosníska sambandsins fékk lögreglufylgd Vico Zeljkovic, forseti bosníska knattspyrnusambandsins, heilsaði upp á leikmenn bosníska liðsins í gær, fyrir leik þeirra við Ísland í undankeppni EM 2024 í Zenica í kvöld. 23.3.2023 13:00
„Svo fær maður svekkelsið þegar maður er ekki í hóp“ Aron Einar Gunnarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands í gær fyrir leik dagsins við Bosníu. Hann mun þó ekki taka þátt í leiknum. 23.3.2023 09:00
Tveir mánuðir frá síðasta marki Dzeko Edin Dzeko er án efa skærasta stjarna bosníska landsliðsins sem mætir því íslenska á Bilino Polje-vellinum í Zenica klukkan 19:45 í kvöld. Hann hefur hins vegar oft verið á betra skriði en undanfarið. 23.3.2023 08:01