Fótbolti

Forseti bosníska sambandsins fékk lögreglufylgd

Valur Páll Eiríksson skrifar
Vico Zeljkovic.
Vico Zeljkovic. Mynd/Twitter

Vico Zeljkovic, forseti bosníska knattspyrnusambandsins, heilsaði upp á leikmenn bosníska liðsins í gær, fyrir leik þeirra við Ísland í undankeppni EM 2024 í Zenica í kvöld.

Zeljkovic heilsaði upp á bosníska liðið og starfslið á æfingaaðstöðu liðsins hér í Zenica í gærkvöld. Hann fékk lögreglufylgd á staðinn og fylgdu honum tveir lögreglubílar með blikkandi ljós.

Zeljkovic hefur verið sakaður um misfallega hluti í gegnum tíðina líkt og lesa má um í færslu bosníska blaðamannsins Slobodan Vaskovic.

Zeljkovic er 34 ára gamall og tók við sem forseti sambandsins árið 2021 en var áður forseti bosníska félagsins Borac Banja Luka.

Hann er því þremur árum yngri en stjörnuleikmaður Bosníu, Edin Dzeko, sem leiðir líklega línuna er Ísland mætir Bosníu á Bilino Polje-vellinum í kvöld.

Leikur Íslands og Bosníu hefst klukkan 19:45 og verður lýst beint á Vísi. Allt saman verður það svo gert vel upp eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×