„Þetta er stærsta hlaupapartí ársins“ Spennan er mikil fyrir bakgarðshlaupinu í Heiðmörk sem verður haldið í fjórða sinn um helgina. Hlaupið hefur aldrei verið skipað eins sterkum hópi keppenda. 15.9.2023 09:02
„Eitthvað sem má alveg tala meira um“ Valur varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja árið í röð. Tvöföld gleði er fyrir Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, sem fagnar ekki aðeins titli heldur á von á sínu öðru barni. Þá hvarflar ekki að henni að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni, sem hún þakkar brautryðjendum sem á undan komu. 15.9.2023 08:01
Ekki sami sjarmi en stoltið mikið Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, kveðst stolt af árangri liðsins sem varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja mótið í röð í gærkvöld. Titillinn var vís eftir tap Breiðabliks í gær og segir hún tilfinninguna aðeins frábrugðna, að verða meistarar uppi í sófa. 14.9.2023 13:00
Jóhann Berg: Erum ekkert of mikið að hlusta á skoðanir Kára og Lárusar Orra Eftir góðar frammistöður og tvö naum töp gegn Slóvakíu og Portúgal í sumar var virkaði íslenska liðið heillum horfið í leik sínum við Lúxemborg á föstudag þar sem það tapaði sannfærandi, 3-1. Það kom Age Hareide, þjálfara Íslands, á óvart hversu slök frammistaðan var. 10.9.2023 21:25
„Stærsta verkefnið í íslenskri íþróttasögu“ Ein stærsta stefnubreyting íslensks íþróttalífs í áraraðir er í farvatninu samkvæmt Vésteini Hafsteinssyni, nýjum afreksstjóra ÍSÍ. Fjármagn frá öllum sviðum þarf hins vegar að fylgja. 10.9.2023 10:00
Selja gras á 60 þúsund kall Aðdáendur Barcelona á Spáni geta nú eignast grasblett af Nývangi, heimavelli liðsins, sem verið er að gera upp. Grasbletturinn er til sölu við vinnusvæðið sem umlykur leikvanginn sögufræga. 10.9.2023 09:00
Heilindi fótboltans geti verið í hættu Forráðamenn þýsku félaganna Dortmund og Bayern München hafa kallað eftir skýrara og harðara regluverki þegar kemur að eigu eignarhaldsfélaga á fleira en einu fótboltaliði. Skýrsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir heilindi Evrópuboltans geta verið í hættu. 9.9.2023 10:00
Framrúðan brotin öðru sinni: „Vildi að þeir kynnu að skjóta“ Tom Cairney, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, virðist þurfa að athuga betur hvar hann leggur bifreið sinni á æfingasvæði félagsins. Öðru sinni brotnaði framrúða á bíl hans eftir skot frá leikmanni liðsins. 8.9.2023 16:47
„Þetta er náttúrulega ekki boðlegt“ Fyrrum handboltakonan og alþingismaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni fyrir umferð helgarinnar í Bestu deild kvenna. Farið var um víðan völl og meðal annars snert á aðstöðumálum sem hafa verið í deiglunni í vikunni. 8.9.2023 15:38
Þjóðverjar unnu Bandaríkin og fara í úrslit í fyrsta sinn Þýskaland verður mótherji Serbíu í úrslitaleik heimsmeistaramóts karla í körfubolta á sunnudaginn kemur. Þeir þýsku unnu sterkt lið Bandaríkjanna í undanúrslitum í Manila í dag. 8.9.2023 15:09