Sýður á Elmari: „Þetta er súrrealískt“ Theódór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, var eðlilega óánægður eftir 4-2 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á Kópavogsvelli í kvöld. Grafalvarleg staða er uppi í Vesturbæ. 21.7.2024 21:25
Uppgjörið: Breiðablik - KR 4-2 | Vesældarlegir Vesturbæingar Breiðablik vann 4-2 sigur á KR á Kópavogsvelli í kvöld. Kópavogsbúar eru þá þremur stigum frá toppliði Víkings í Bestu deild karla. KR er þremur stigum frá botni deildarinnar. 21.7.2024 21:10
Sátt með sigurinn gegn sínu gamla félagi: „Alltaf gaman að spila á móti þeim“ Natasha Anasi-Erlingsson spilaði í dag sinn fyrsta leik í treyju Íslandsmeistara Vals sem var að sjálfsögðu gegn hennar fyrrum félagi Keflavík. Á endanum hafði Valur betur með herkjum og er nú jafnt Breiðabliki á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta þegar 13. umferðum er lokið. 20.7.2024 19:16
Pétur sló á létta strengi: „Það er ekkert frí hjá okkur“ Pétur Pétursson sló á létta strengi eftir nauman 2-1 sigur Íslandsmeistara Vals á Keflavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það reyndist sjálfsmark. 20.7.2024 18:46
„Andstyggilegt og reynir bara að strauja hana“ Nik Chamberlain var létt eftir 1-0 sigur Breiðabliks á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Breiðablik heldur toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. 20.7.2024 16:55
Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 0-1 | Heimakonur rændar stigi Breiðablik vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í Bestu deild kvenna síðdegis. Það sem virtist löglegt jöfnunarmark var dæmt af heimakonum undir lok leiks í Garðabæ. 20.7.2024 16:15
Auðveld ákvörðun fyrst konan var klár í slaginn Ægir Jarl Jónasson hefur yfirgefið KR og er fluttur búferlum til Kaupmannahafnar þar sem hann bætist við Íslendinganýlendu þar í borg. Hann hefur lengi dreymt um að spila fótbolta erlendis. 20.7.2024 08:00
Sótti innblástur til sonarins Einbeitingarskortur Þjóðverja í aðdraganda leiks liðsins gegn Íslandi gaf stelpunum okkar byr undir báða vængi samkvæmt landsliðsþjálfurunum. Sigurmark sonar landsliðsþjálfarans verkaði sem innblástur. 19.7.2024 19:32
„Það var enginn sirkus“ Það fór vel um Valsmenn í Albaníu eftir mikinn viðbúnað í aðdraganda leiksins við Vllaznia í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Þjálfari liðsins er ánægður með sigurinn. 19.7.2024 12:26
Sjáðu geggjaða stoðsendingu Gylfa: „Eruð þið að grínast?“ Valsmenn fóru mikinn í Albaníu í gærkvöld er þeir rassskelltu lið Vllaznia til að tryggja sæti sitt í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. 19.7.2024 11:22