Sótti innblástur til sonarins Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2024 19:32 Þorsteinn Halldórsson segir sigur karlalandsliðsins á Englandi hafa verkað sem hvatning. Vísir/Vilhelm Einbeitingarskortur Þjóðverja í aðdraganda leiks liðsins gegn Íslandi gaf stelpunum okkar byr undir báða vængi samkvæmt landsliðsþjálfurunum. Sigurmark sonar landsliðsþjálfarans verkaði sem innblástur. Stelpurnar okkar unnu einn fræknasta sigur íslensks liðs, hvort sem er landsliðs eða félags, þegar Þjóðverjar voru lagðir að velli 3-0 á Laugardalsvelli fyrir sléttri viku. Landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson segja óreiðu í kringum þýska liðið í aðdragandanum hafa gefið íslensku stelpunum innspýtingu. „Það voru nokkur atriði á dögunum á undan, að það var búið að tilkynna Ólympíuhópinn þeirra, það var skrýtið. Allar fréttir á heimasíðunni þeirra voru um Ólympíuleikana og hverjar yrðu skyldar eftir heima,“ segir Ásmundur Haraldsson í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni, sem birt var á Vísi fyrr í dag. „Ég held það hafi bara verið 15 leikmenn sem mættu okkur sem voru á leið á leikana. Þannig að hluti af hópnum þarna sem var ekki að fara. Það voru allskonar þættir sem spiluðu inn í,“ „Veðrið var greinilega eitthvað að trufla þær, völlur og veður og örugglega vextir og verðbólga,“ segir Ásmundur kíminn. Sonurinn og hinir strákarnir innblástur Leikur karlalandsliðsins við England örfáum vikum fyrr verkaði sem gott dæmi og hvatti kvennalandsliðið áfram fyrir leikinn við Þýskaland. Það vill svo til að sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, skoraði sigurmarkið gegn Englandi sem verkaði sem innblástur fyrir föður hans. „Ég hugsaði það eftir að hafa séð Ísland-England, sem var síðasti leikur Englendingas fyrir EM, þá hugsaði maður að leikmennirnir og starfsliðið og allt í kring, var ekki með hugann við það að leikurinn skipti máli,“ „Ég hugsaði England-Ísland, við erum að fara að gera þetta sama og fara og vinna þetta. Ég held að það hafi styrkt okkur í trúnni, að við myndum vinna þetta,“ segir Þorsteinn. Hluta úr viðtalinu úr Sportpakka kvöldsins má sjá að ofan. Að neðan má sjá Bestu upphitunina í heild. Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Stelpurnar okkar unnu einn fræknasta sigur íslensks liðs, hvort sem er landsliðs eða félags, þegar Þjóðverjar voru lagðir að velli 3-0 á Laugardalsvelli fyrir sléttri viku. Landsliðsþjálfararnir Þorsteinn Halldórsson og Ásmundur Haraldsson segja óreiðu í kringum þýska liðið í aðdragandanum hafa gefið íslensku stelpunum innspýtingu. „Það voru nokkur atriði á dögunum á undan, að það var búið að tilkynna Ólympíuhópinn þeirra, það var skrýtið. Allar fréttir á heimasíðunni þeirra voru um Ólympíuleikana og hverjar yrðu skyldar eftir heima,“ segir Ásmundur Haraldsson í samtali við Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni, sem birt var á Vísi fyrr í dag. „Ég held það hafi bara verið 15 leikmenn sem mættu okkur sem voru á leið á leikana. Þannig að hluti af hópnum þarna sem var ekki að fara. Það voru allskonar þættir sem spiluðu inn í,“ „Veðrið var greinilega eitthvað að trufla þær, völlur og veður og örugglega vextir og verðbólga,“ segir Ásmundur kíminn. Sonurinn og hinir strákarnir innblástur Leikur karlalandsliðsins við England örfáum vikum fyrr verkaði sem gott dæmi og hvatti kvennalandsliðið áfram fyrir leikinn við Þýskaland. Það vill svo til að sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, skoraði sigurmarkið gegn Englandi sem verkaði sem innblástur fyrir föður hans. „Ég hugsaði það eftir að hafa séð Ísland-England, sem var síðasti leikur Englendingas fyrir EM, þá hugsaði maður að leikmennirnir og starfsliðið og allt í kring, var ekki með hugann við það að leikurinn skipti máli,“ „Ég hugsaði England-Ísland, við erum að fara að gera þetta sama og fara og vinna þetta. Ég held að það hafi styrkt okkur í trúnni, að við myndum vinna þetta,“ segir Þorsteinn. Hluta úr viðtalinu úr Sportpakka kvöldsins má sjá að ofan. Að neðan má sjá Bestu upphitunina í heild.
Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira