Fréttamaður

Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Ísland aftur orðið rautt

Ísland er enn á ný orðið rautt á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu eftir nokkrar vikur í appelsínugulum lit.

Kvartaði til Sam­göngu­stofu vegna of dýrs flug­miða

Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr.

Flaug fjóra metra vegna loft­streymis frá einka­þotu

Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið.

Geimklósettið til vandræða í geimfari SpaceX

Allt leit út fyrir að geimskot SpaceX í september, þar sem fjórir geimfarar fóru hringinn í kringum jörðina í Crew Dragon geimfarinu, hafi gengið hnökralaust fyrir sig. Annað kom á daginn þegar heim var komið. Gat hafði komið á pípulagnir geimklósettsins um borð.

Síbrotamaður sem rauf einangrun áfram í varðhaldi

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður rauf einangrun vegna Covid-19 og sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns sitji áfram í gæsluvarðhaldi. Alls er lögregla með sautján mál tengd manninum til rannsóknar.

Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood

Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu.

Sjá meira