Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hefði betur mátt sleppa yfir­lýsingunni

Siðfræðingur segist ekki muna eftir máli þar sem minni vafi lék á um hvort ráðherra ætti að segja af sér eður ei, það hafi verið það eina í stöðunni. Barnamálaráðherra hafi verið búinn að missa allan trúverðugleika í embætti, best hefði verið að taka ekki við embættinu.

Ekki brugðist við til­mælum SKE í þrjú ár

Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár.

Ást­hildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 

Barna­málaráðherra eignaðist barn með tánings­pilti þegar hún var 22 ára

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum.

Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann

Fjórtán ára drengur átti fótum sínum fjör að launa er hópur drengja undir fimmtán ára aldri réðust á hann fyrir utan Fjörð verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gærkvöldi. Áverkar drengsins eru minniháttar en gerendurnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.

„Þá erum við komin út á hálan ís“

Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu.

Ó­á­kveðið hvort Sunnutorg verði ó­breytt eftir fram­kvæmdir

Ekki liggur fyrir hvort sögufrægt útlit hússins við Sunnutorg verði óbreytt eftir fyrirhugaðar framkvæmdir. Framkvæmdastjóri Veraldarvina segir það heiður að taka við verkefninu á Sunnutorgi þar sem fyrirhugað er að opna kaffihús og fræðslumiðstöð um umhverfismál.

Upp­lifir lífið eins og stofu­fangelsi

Nýbökuð móðir segist upplifa lífið eins og stofufangelsi þar sem hún fær ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Henni sé nóg boðið eftir tveggja ára bið og krefst þess að Reykjavíkurborg aðhafist eitthvað í málinu.

„Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“

Maður sem missti hundinn sinn í upphafi árs segir það hafa þónokkur áhrif á sorgarferlið að vita ekki hvað varð um hræ hundsins en það týndist í meðhöndlun dýraspítala.  

Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks

Örnefnanefnd hefur gert Reykjavíkurborg að nefna bæði Bjargargötu og Fífilsgötu á nýjan leik vegna líkinda við önnur götunöfn í grenndinni. Formaður nefndarinnar segir að um öryggisatriði sé að ræða og lumar á hugmyndum.

Sjá meira