Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. mars 2025 12:53 Drengirnir brutu rúðu á Pylsubarnum í Hafnarfirði til að reyna ná til drengsins. Að sögn föður drengsins ætluðu þeir að vinna honum mein. Vísir/Anton Fjórtán ára drengur átti fótum sínum fjör að launa er hópur drengja undir fimmtán ára aldri réðust á hann fyrir utan Fjörð verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gærkvöldi. Áverkar drengsins eru minniháttar en gerendurnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Árásin átti sér stað á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi en drengurinn hafði verið að bíða eftir strætó við verslunarmiðstöðina þegar átta drengir nálguðust hann og átök brutust út. Drengurinn leitaði skjóls frá árásunum inn á Pylsubarnum við strætóstoppustöðina þar sem hann lokaði að sér. Gerendur hófu þá að sparka í hurðina með þeim afleiðingum að rúða brotnaði. Þetta segir faðir drengsins í samtali við fréttastofu sem baðst undan því að koma fram undir nafni vegna afleiðinga sem það myndi hafa fyrir son sinn. Hann segir son sinn hafa kannast við tvo drengjanna sem hafi verið úr Hafnarfirðinum en ekki kannast við hina sex sem allir hafi verið ellefu til fjórtán ára. „Sumir strákarnir eru mjög oft búnir að komast í kast við lögin, en það er ekki hægt að kæra þá því þeir eru undir aldri. Þeir byrjuðu að atast í honum og hann byrjaði að hlaupa frá þeim, hann meiddi sig og faldi sig síðan á Pylsubarnum.“ Faðirinn tekur fram að það sé allt í góðu með son sinn núna þó hann hafi orðið skelfdur. Drengurinn ætli að halda áfram að taka strætó á sama stað þrátt fyrir árásina. Áður komið við sögu hjá lögreglu Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að þrír drengir um fjórtán ára aldur hafi verið teknir í hald og færðir til yfirheyrslu í gær vegna málsins þó að vel geti verið að fleiri hafi átt hlut að máli. Hann ítrekar að um minniháttar áverka sé að ræða og minniháttar skemmdarverk en tekur fram að drengirnir hafi áður komið við sögu hjá lögreglu. „Þetta er mjög minniháttar mál í sjálfu sér. Það er verið að vinna með mál unglinga svona heilt yfir mjög mikið, þessa dagana. Þetta eru alveg nöfn sem við erum að fá í hendurnar aftur og aftur, gaurar sem við erum að fá í hendurnar aftur og aftur. Við vinnum þetta með barnavernd auðvitað, þetta eru ósakhæf börn.“ Pylsubarinn í Hafnarfirði.vísir/anton Brink Færa sig á milli staða til að bregðast við eftirliti lögreglu Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ofbeldisbrotum barna hafa fjölgað til muna og verði alvarlegri og alvarlegri með tímanum. „Bæði hefur gerendum fjölgað og sjálfum málunum og eins erum við að sjá börn sem eru oftar en einu sinni á einu ári að koma inn á okkar borð vegna ofbeldismála.“ Marta tekur fram að ungmenni hópi sig í auknum mæli saman við verslunarmiðstöðvar. Einstaklingar úr hópum komi oft víða að og flakki á milli staða. „Þeir einskorðast ekki við eitt ákveðið hverfi en þeir fara svona á milli og við reynum að bregðast við með auknu sýnilegu eftirliti. Við höfum verið að fá styrkingu inn í samfélagslögregluna til að geta betur fylgst með hópamyndunum og öðru en við finnum það líka að þau eru mjög hreyfanleg. Ef við erum komin með sýnilegt eftirlit á einum stað þá eru þau fljót að færa sig eitthvað annað.“ Hún bætir við að lögreglan hafi afskipti af börnum á víðu aldursbili. Börn geti verið á aldrinum ellefu til nítján ára innan sama hópsins. „Við þurfum öll að leggjast á eitt til að sporna við þessu aukna ofbeldi. Við þurfum að fá foreldra í lið með okkur, skólana, barnavernd, lögreglu, félagsþjónustu og íþróttastarfið. Við þurfum öll að taka okkur saman um að senda þau skilaboð að ofbeldi verði ekki liðið og að við viljum ekki hafa það í samfélaginu hjá okkur.“ Ofbeldi barna Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Árásin átti sér stað á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi en drengurinn hafði verið að bíða eftir strætó við verslunarmiðstöðina þegar átta drengir nálguðust hann og átök brutust út. Drengurinn leitaði skjóls frá árásunum inn á Pylsubarnum við strætóstoppustöðina þar sem hann lokaði að sér. Gerendur hófu þá að sparka í hurðina með þeim afleiðingum að rúða brotnaði. Þetta segir faðir drengsins í samtali við fréttastofu sem baðst undan því að koma fram undir nafni vegna afleiðinga sem það myndi hafa fyrir son sinn. Hann segir son sinn hafa kannast við tvo drengjanna sem hafi verið úr Hafnarfirðinum en ekki kannast við hina sex sem allir hafi verið ellefu til fjórtán ára. „Sumir strákarnir eru mjög oft búnir að komast í kast við lögin, en það er ekki hægt að kæra þá því þeir eru undir aldri. Þeir byrjuðu að atast í honum og hann byrjaði að hlaupa frá þeim, hann meiddi sig og faldi sig síðan á Pylsubarnum.“ Faðirinn tekur fram að það sé allt í góðu með son sinn núna þó hann hafi orðið skelfdur. Drengurinn ætli að halda áfram að taka strætó á sama stað þrátt fyrir árásina. Áður komið við sögu hjá lögreglu Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að þrír drengir um fjórtán ára aldur hafi verið teknir í hald og færðir til yfirheyrslu í gær vegna málsins þó að vel geti verið að fleiri hafi átt hlut að máli. Hann ítrekar að um minniháttar áverka sé að ræða og minniháttar skemmdarverk en tekur fram að drengirnir hafi áður komið við sögu hjá lögreglu. „Þetta er mjög minniháttar mál í sjálfu sér. Það er verið að vinna með mál unglinga svona heilt yfir mjög mikið, þessa dagana. Þetta eru alveg nöfn sem við erum að fá í hendurnar aftur og aftur, gaurar sem við erum að fá í hendurnar aftur og aftur. Við vinnum þetta með barnavernd auðvitað, þetta eru ósakhæf börn.“ Pylsubarinn í Hafnarfirði.vísir/anton Brink Færa sig á milli staða til að bregðast við eftirliti lögreglu Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ofbeldisbrotum barna hafa fjölgað til muna og verði alvarlegri og alvarlegri með tímanum. „Bæði hefur gerendum fjölgað og sjálfum málunum og eins erum við að sjá börn sem eru oftar en einu sinni á einu ári að koma inn á okkar borð vegna ofbeldismála.“ Marta tekur fram að ungmenni hópi sig í auknum mæli saman við verslunarmiðstöðvar. Einstaklingar úr hópum komi oft víða að og flakki á milli staða. „Þeir einskorðast ekki við eitt ákveðið hverfi en þeir fara svona á milli og við reynum að bregðast við með auknu sýnilegu eftirliti. Við höfum verið að fá styrkingu inn í samfélagslögregluna til að geta betur fylgst með hópamyndunum og öðru en við finnum það líka að þau eru mjög hreyfanleg. Ef við erum komin með sýnilegt eftirlit á einum stað þá eru þau fljót að færa sig eitthvað annað.“ Hún bætir við að lögreglan hafi afskipti af börnum á víðu aldursbili. Börn geti verið á aldrinum ellefu til nítján ára innan sama hópsins. „Við þurfum öll að leggjast á eitt til að sporna við þessu aukna ofbeldi. Við þurfum að fá foreldra í lið með okkur, skólana, barnavernd, lögreglu, félagsþjónustu og íþróttastarfið. Við þurfum öll að taka okkur saman um að senda þau skilaboð að ofbeldi verði ekki liðið og að við viljum ekki hafa það í samfélaginu hjá okkur.“
Ofbeldi barna Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira