„Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Donald Trump, nýkjörinn og verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði með Joe Biden, sitjandi Bandaríkjaforseta, í dag í Hvíta húsinu, til að ræða komandi valdaskipti. Biden óskaði Trump til hamingju með sigurinn í kosningunum og bauð hann velkominn til baka í Hvíta húsið. 13.11.2024 19:08
„Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“ 13.11.2024 17:42
„Gæsahúð, án gríns“ Ný sýning verður opnuð á laugardaginn, degi íslenskrar tungu, í Eddu, húsi íslenskunnar, en þar munu sum af verðmætustu handritum Íslendinga vera til sýnis. Fréttastofa fékk forskot á sæluna þegar að handritin voru flutt á milli húsa í dag. 11.11.2024 19:02
Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10.11.2024 16:25
Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Fjórtán mánuðir eru síðan Vegagerðin bauð síðast út stórt verkefni. Sérfræðingur segir vandann helst liggja í skorti á fjármagni og klúðri í tveimur stórum útboðum nýlega. 10.11.2024 14:38
Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Irmý Rós Þorsteinsdóttir, starfsmaður Landsbankans, varð fyrir óheppilegu atviki í gær þegar hún kom verðmætum sem hún hafði keypt í versluninni Módern í Faxafeni fyrir í bíl sem var ekki í hennar eigu. Þegar hún snéri aftur í bifreið sína áttaði hún sig á misskilningnum en þá var hin bifreiðin horfin á brott. 10.11.2024 13:09
Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Hrafnhildur Haraldsdóttir var valin sem ungfrú jarðloft (e. Miss Earth - Air) í gær og hafnaði í öðru sæti í aðalkeppni Miss Earth 2024 sem fór fram í Manila í Filippseyjum. Hrafnhildur stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2022, aðeins átján ára gömul, og keppti fyrir Íslands hönd í gærkvöldi. 10.11.2024 10:53
Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð klukkan 08:13 í morgun á austurbakka Öskjuvatns, 1,6 kílómetra frá Víti sem er stærsti sprengigígurinn í Öskju. Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst á svæðinu síðan í janúar 2022. 10.11.2024 10:14
Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10.11.2024 09:44
Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist „Miðað við það sem ég hef verið að lesa upp á síðkastið þá sýnist mér þetta vera jöfnustu kosningar í rúma öld, frá aldamótunum 1900. Það verður mjög gaman að sjá hvort mælingarnar fram að þessu hafi verið nákvæmar. Skekkjan getur verið allt að þrjú til fjögur prósent og því getur þetta orðið stórsigur fyrir annan hvorn frambjóðandann þó við séum að búast við jafnri útkomu.“ 5.11.2024 20:49