Blaðamaður

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

SA segir sóttvarnafrumvarp ótímabært og gallað

Samtök atvinnulífsins telja ótímabært að setja ný heildarlög á sviði sóttvarna sökum þess að ekki hefur farið fram ýtarleg rannsókn á afleiðingum Covid-faraldursins og sóttvarnaaðgerða. Auk þess séu ýmsir vankantar á sóttvarnafrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarpið.

Gildi og LIVE vísa því á bug að verðmæti hafi verið flutt milli kynslóða

Framkvæmdastjórar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) og Gildis lífeyrissjóðs, ásamt tryggingastærðfræðingi hjá Talnakönnun, vísa því á bug að breytingar sem voru gerðar á áunnum lífeyrisréttindum feli í sér að brot á eignarrétti yngri sjóðfélaga. Þvert á móti stuðluðu breytingarnar að „jafnræði milli sjóðfélaga“ og komu í veg fyrir „stórfelldan og óréttlátan tilflutning verðmæta“ frá eldri sjóðfélögum og lífeyrisþegum til þeirra sem yngri eru.

Ölgerðin tæpum 12 prósentum yfir útboðsgengi í fyrstu viðskiptum

Hlutabréfaverð Ölgerðarinnar stendur í rétt tæplega 10 krónum eftir að bréf drykkjarvörufyrirtækisins voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni í morgun og er því 11,6 prósentum yfir því útboðsgengi sem bauðst almennum fjárfestum. Viðskipti með bréfin hafa numið rúmum 50 milljónum það sem af er degi. 

Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða

Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri. 

Tekjur Coripharma jukust um rúm 60 prósent milli ára

Íslenska lyfjafyrirtækið Coripharma tapaði 12,5 milljónum evra, jafnvirði 1.700 milljóna króna, á síðasta ári samanborið við 11 milljóna evra tap á árinu 2020. Rekstrartekjur, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, námu 9 milljónum evra, eða um 1.250 milljónum króna, og jukust um ríflega 60 prósent milli ára.

Nova kallar eftir skýrum reglum um inn­grip vegna Huawei

Fjarskiptafélagið Nova hefur kallað eftir því að stjórnvöld setji skýrar leikreglur um heimild hins opinbera, sem má finna í frumvarpi að fjarskiptalögum, til að hafa afskipti af því hvaða birgjar megi útvega búnað í fjarskiptainnviði á Íslandi. Jafnframt leggur Nova til að stjórnvöldum verði skylt að bæta fjarskiptafélögum tjón af íþyngjandi inngripum en það gæti í versta falli hlaupið á mörgum milljörðum króna.

Hreggviður og Höskuldur komu að kaupunum á Promens

Fjárfestarnir Hreggviður Jónsson og Höskuldur Tryggvason voru í samfloti við framtakssjóðina SÍA IV og Freyju í kaupunum á Promens og fara nú með tæplega fimm prósenta óbeinan eignarhlut í plastsamstæðunni.

Sjá meira