Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Væringar í Washington

Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir.

Dregið úr leit við Gullfoss í dag

Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi.

Ríkin fjögur setja fram nýjar kröfur til Katara

Arabaríkin fjögur, er beitt hafa Katara viðskiptaþvingunum í sex vikur, gera sex nýjar kröfur til ríkisins. Áður voru kröfurnar þrettán. Þeim höfnuðu Katarar. Meðal annars er deilt um meintan stuðning Katara við hryðjuverkasamtök.

Herjólfur fækkar ferðum vegna flóðastöðu

Sex ferðum Herjólfs til og frá Landeyjahöfn 23., 24. og 25. júlí hefur verið aflýst. Segir í tilkynningu frá Herjólfi að niðurstöður dýptarmælinga við Landeyjahöfn á dögunum sýni að ekki sé nægt dýpi við hafnargarðana til að hægt sé að sigla á fjöru.

Duterte vill meiri tíma til að berjast við ISIS

Forseti Filippseyja vill framlengja gildistíma herlaga á eyjunni Mindanao. Hryðjuverkasamtök, hliðholl Íslamska ríkinu, hafa kljáðst við Filippseyinga í borginni Marawi. Framlenging sé nauðsyn svo herinn hafi ekki áhyggjur af tíma.

Furstadæmin segjast ekki hakka Katara

Utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna segir fréttir um að ríkið hafi gert tölvuárás á katarskan fjölmiðil uppspuna. Katarski ríkisfjölmiðillinn birti fréttir með tilvitnunum í emírinn í Katar sem sagðar eru skáldskapur.

Sjá meira