Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Hlutverk Kínverja og Rússa að svara tilrauninni

Yfirvöld í Norður-Kóreu svöruðu nýjum viðskiptaþvingunum í fyrrinótt með sínu lengsta eldflaugaskoti til þessa. Eldflaugin flaug yfir norðurhluta Japans í um 770 kílómetra hæð. Flaug hún alls 3.700 kílómetra sem myndi duga til að hæfa eyjuna Gvam. Norður-Kórea hefur ítrekað hótað að ráðast á eyjuna.

Kókaín og gras áfram vinsælt

Mest er verslað með gras, amfetamín og kókaín á ólöglegum fíkniefnamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÁÁ um mánaðarlega könnun á verðlagi á slíkum efnum sem gerð var á innrituðum sjúklingum á Vogi.

Fimm fórust á hjúkrunar­heimili í Flórída eftir Irmu

Fimm létust á hjúkrunar­heimili í Flórída í gær eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir. Hjúkrunarheimilið, sem er í Hollywood í Flórída, hefur verið rafmagnslaust dögum saman og var það rýmt í gær enda afar heitt þar inni þar sem loftræsting virkar ekki.

Bretar muni sjá eftir Brexit

Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær.

Vetnissprengjan gæti hafa verið öflugri en talið var

Vetnissprengjan sem norðurkóreski herinn sprengdi neðanjarðar fyrr í mánuðinum gæti hafa verið mun öflugri en upphaflega var talið. Þetta sýna niðurstöður Kóreustofnunar John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum.

Ekki víst að flensa verði jafn skæð hér og í Ástralíu

Heilbrigðisstofnun Bretlands (NHS) hefur varað við því að sjúkrahús þurfi nú að búa sig undir skæðan inflúensufaraldur. Frá þessu greindu breskir miðlar í gær. "Það er í raun ekkert hægt að segja fyrr en inflúensa byrjar um hvort hún verði verri hér en í fyrra. Þótt hún hafi verið verri í Ástralíu er ekki hægt að segja að það verði eins á norðurhveli jarðar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Höldum áfram segir Solberg

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir tveggja flokka minnihlutastjórn flokks síns, Hægriflokksins, með Framfaraflokknum, geta haldið samstarfi sínu áfram.

Sjá meira