Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár

Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni.

Logi Pedro hannar fyrir 66°Norður og Plastplan

„Ég hef alltaf notið mín mjög vel að gera skapandi hluti í tæknilegu umhverfi,“ segir Logi Pedro. Listamaðurinn fjölhæfi tók þátt í að hanna nýjustu vöru 66°Norður og Plastplan.

Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár

Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra.

Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin

Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006.

Áhugi Íslendinga á evrópskum þáttaröðum hefur stóraukist

Efnisveitan Stöð 2+ hefur samið við þjónustuna Kritic sem eykur úrval þáttaraða á hinum ýmsu tungumálum eins og til dæmis frönsku, dönsku, norsku, ítölsku, spænsku, pólsku og þýsku. Áhugi Íslendinga á evrópsku efni hefur stóraukist síðustu misseri.

Sjá meira