Börnin í sýningunni fóru saman í dansbúðir í Bretlandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elísabet Hanna skrifa 19. september 2022 17:30 Börnin sem taka þátt í sýningunni Langelstur að eilífu fóru saman erlendis í dansbúðir í sumarfríinu. Aðsent „Nú þegar haustið er mætt með tilheyrandi rigningu og roki er tilvalið fyrir fjölskyldur landsins að skella sér í leikhús,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og teiknari. Í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði eru hafnar sýningar á ný á hinni gríðarvinsælu fjölskyldusýningu Langelstur að eilífu. Þar fer stórleikarinn Siggi Sigurjóns á kostum í verkinu sem hinn 97 ára gamli Rögnvaldur en á móti honum leika tólf hæfileikarík börn á aldrinum átta til ellefu ára. „Krakkarnir mæta spennt til leiks eftir sumarfríið,“ segir Bergrún Íris, en hún er höfundur bókanna sem sýningin byggir á. Sýningin hefur fangað hug og hjörtu áhorfenda. „Litlu leikararnir okkar hafa varið sumrinu í útilegur, fótboltamót og ýmis konar sumarnámskeið. Svo er skemmtilegt frá því að segja að öll börnin í sýningunni tóku þátt í frábærum dansbúðum í Bretlandi í sumar, svo þau eru jafnvel enn sterkari dansarar í haust en í vor.“ Vinir fyrir lífstíð Dansbúðirnar sem um ræðir eru á vegum The British Theatre Dance Association og kenna þar margir af bestu danshöfundum Bretlands. „Danshöfundur Langelstur að eilífu, hún Chantelle Carey, er hluti af þessu gríðarstóra og merkilega batteríi og sá til þess að leikhópurinn gæti komið út og tekið þátt. Þetta var mikill skóli fyrir íslensku krakkana, margt að sjá, læra og upplifa og þau komu reynslunni ríkari aftur heim.“ Auk þess að dansa saman fengu krakkarnir kærkomið tækifæri til að verja tíma saman utan veggja leikhússins. „Þau eru orðnir perluvinir. Það er eitt það fallegasta við sýninguna okkar, hvað krakkarnir hafa tengst sterkum vinaböndum. Ég veit að þau verða vinir fyrir lífstíð.“ Í dansbúðunum fengu börnin tækifæri til að læra ýmsar mismunandi danstengundir og var herlegheitunum slúttað með flottri skrúðgöngu þar sem íslenski hópurinn flaggaði þjóðfánanum og söng hástöfum lög úr sýningunni. „Langelstur að eilífu er söngleikur og sjálfur Máni Svavars samdi lög sem eru nú þegar orðin klassík á mörgum heimilum, enda algjört heilalím eins og Mána er einum lagið. Við byrjuðum að sýna aftur um helgina fyrir fullu húsi og sýningar munu ganga áfram eitthvað fram á haustið, eftir því hvernig gengur að fylla sætin. Foreldrarfélög skólanna og fyrirtæki eru byrjuð að bóka fyrir hópa auk þess sem ég veit af mörgum sem ætla að koma aftur, enda sýningin algjör gleðisprengja fyrir alla aldurshópa. Þetta er einfaldlega sýning sem enginn má láta framhjá sér fara,“ segir Bergrún að lokum. Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og Chantelle Carey danshæfundur baksviðs í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Íris Dögg Einarsdóttir Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af leikurum Landgelstur að eilífu á sviði og baksviðs. Íris Dögg EinarsdóttirÍris Dögg EinarsdóttirÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiÍris Dögg Einarsdóttir Krakkar Leikhús Dans Menning Hafnarfjörður Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði eru hafnar sýningar á ný á hinni gríðarvinsælu fjölskyldusýningu Langelstur að eilífu. Þar fer stórleikarinn Siggi Sigurjóns á kostum í verkinu sem hinn 97 ára gamli Rögnvaldur en á móti honum leika tólf hæfileikarík börn á aldrinum átta til ellefu ára. „Krakkarnir mæta spennt til leiks eftir sumarfríið,“ segir Bergrún Íris, en hún er höfundur bókanna sem sýningin byggir á. Sýningin hefur fangað hug og hjörtu áhorfenda. „Litlu leikararnir okkar hafa varið sumrinu í útilegur, fótboltamót og ýmis konar sumarnámskeið. Svo er skemmtilegt frá því að segja að öll börnin í sýningunni tóku þátt í frábærum dansbúðum í Bretlandi í sumar, svo þau eru jafnvel enn sterkari dansarar í haust en í vor.“ Vinir fyrir lífstíð Dansbúðirnar sem um ræðir eru á vegum The British Theatre Dance Association og kenna þar margir af bestu danshöfundum Bretlands. „Danshöfundur Langelstur að eilífu, hún Chantelle Carey, er hluti af þessu gríðarstóra og merkilega batteríi og sá til þess að leikhópurinn gæti komið út og tekið þátt. Þetta var mikill skóli fyrir íslensku krakkana, margt að sjá, læra og upplifa og þau komu reynslunni ríkari aftur heim.“ Auk þess að dansa saman fengu krakkarnir kærkomið tækifæri til að verja tíma saman utan veggja leikhússins. „Þau eru orðnir perluvinir. Það er eitt það fallegasta við sýninguna okkar, hvað krakkarnir hafa tengst sterkum vinaböndum. Ég veit að þau verða vinir fyrir lífstíð.“ Í dansbúðunum fengu börnin tækifæri til að læra ýmsar mismunandi danstengundir og var herlegheitunum slúttað með flottri skrúðgöngu þar sem íslenski hópurinn flaggaði þjóðfánanum og söng hástöfum lög úr sýningunni. „Langelstur að eilífu er söngleikur og sjálfur Máni Svavars samdi lög sem eru nú þegar orðin klassík á mörgum heimilum, enda algjört heilalím eins og Mána er einum lagið. Við byrjuðum að sýna aftur um helgina fyrir fullu húsi og sýningar munu ganga áfram eitthvað fram á haustið, eftir því hvernig gengur að fylla sætin. Foreldrarfélög skólanna og fyrirtæki eru byrjuð að bóka fyrir hópa auk þess sem ég veit af mörgum sem ætla að koma aftur, enda sýningin algjör gleðisprengja fyrir alla aldurshópa. Þetta er einfaldlega sýning sem enginn má láta framhjá sér fara,“ segir Bergrún að lokum. Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og Chantelle Carey danshæfundur baksviðs í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Íris Dögg Einarsdóttir Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af leikurum Landgelstur að eilífu á sviði og baksviðs. Íris Dögg EinarsdóttirÍris Dögg EinarsdóttirÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiÍris Dögg Einarsdóttir
Krakkar Leikhús Dans Menning Hafnarfjörður Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira