Börnin í sýningunni fóru saman í dansbúðir í Bretlandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elísabet Hanna skrifa 19. september 2022 17:30 Börnin sem taka þátt í sýningunni Langelstur að eilífu fóru saman erlendis í dansbúðir í sumarfríinu. Aðsent „Nú þegar haustið er mætt með tilheyrandi rigningu og roki er tilvalið fyrir fjölskyldur landsins að skella sér í leikhús,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og teiknari. Í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði eru hafnar sýningar á ný á hinni gríðarvinsælu fjölskyldusýningu Langelstur að eilífu. Þar fer stórleikarinn Siggi Sigurjóns á kostum í verkinu sem hinn 97 ára gamli Rögnvaldur en á móti honum leika tólf hæfileikarík börn á aldrinum átta til ellefu ára. „Krakkarnir mæta spennt til leiks eftir sumarfríið,“ segir Bergrún Íris, en hún er höfundur bókanna sem sýningin byggir á. Sýningin hefur fangað hug og hjörtu áhorfenda. „Litlu leikararnir okkar hafa varið sumrinu í útilegur, fótboltamót og ýmis konar sumarnámskeið. Svo er skemmtilegt frá því að segja að öll börnin í sýningunni tóku þátt í frábærum dansbúðum í Bretlandi í sumar, svo þau eru jafnvel enn sterkari dansarar í haust en í vor.“ Vinir fyrir lífstíð Dansbúðirnar sem um ræðir eru á vegum The British Theatre Dance Association og kenna þar margir af bestu danshöfundum Bretlands. „Danshöfundur Langelstur að eilífu, hún Chantelle Carey, er hluti af þessu gríðarstóra og merkilega batteríi og sá til þess að leikhópurinn gæti komið út og tekið þátt. Þetta var mikill skóli fyrir íslensku krakkana, margt að sjá, læra og upplifa og þau komu reynslunni ríkari aftur heim.“ Auk þess að dansa saman fengu krakkarnir kærkomið tækifæri til að verja tíma saman utan veggja leikhússins. „Þau eru orðnir perluvinir. Það er eitt það fallegasta við sýninguna okkar, hvað krakkarnir hafa tengst sterkum vinaböndum. Ég veit að þau verða vinir fyrir lífstíð.“ Í dansbúðunum fengu börnin tækifæri til að læra ýmsar mismunandi danstengundir og var herlegheitunum slúttað með flottri skrúðgöngu þar sem íslenski hópurinn flaggaði þjóðfánanum og söng hástöfum lög úr sýningunni. „Langelstur að eilífu er söngleikur og sjálfur Máni Svavars samdi lög sem eru nú þegar orðin klassík á mörgum heimilum, enda algjört heilalím eins og Mána er einum lagið. Við byrjuðum að sýna aftur um helgina fyrir fullu húsi og sýningar munu ganga áfram eitthvað fram á haustið, eftir því hvernig gengur að fylla sætin. Foreldrarfélög skólanna og fyrirtæki eru byrjuð að bóka fyrir hópa auk þess sem ég veit af mörgum sem ætla að koma aftur, enda sýningin algjör gleðisprengja fyrir alla aldurshópa. Þetta er einfaldlega sýning sem enginn má láta framhjá sér fara,“ segir Bergrún að lokum. Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og Chantelle Carey danshæfundur baksviðs í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Íris Dögg Einarsdóttir Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af leikurum Landgelstur að eilífu á sviði og baksviðs. Íris Dögg EinarsdóttirÍris Dögg EinarsdóttirÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiÍris Dögg Einarsdóttir Krakkar Leikhús Dans Menning Hafnarfjörður Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði eru hafnar sýningar á ný á hinni gríðarvinsælu fjölskyldusýningu Langelstur að eilífu. Þar fer stórleikarinn Siggi Sigurjóns á kostum í verkinu sem hinn 97 ára gamli Rögnvaldur en á móti honum leika tólf hæfileikarík börn á aldrinum átta til ellefu ára. „Krakkarnir mæta spennt til leiks eftir sumarfríið,“ segir Bergrún Íris, en hún er höfundur bókanna sem sýningin byggir á. Sýningin hefur fangað hug og hjörtu áhorfenda. „Litlu leikararnir okkar hafa varið sumrinu í útilegur, fótboltamót og ýmis konar sumarnámskeið. Svo er skemmtilegt frá því að segja að öll börnin í sýningunni tóku þátt í frábærum dansbúðum í Bretlandi í sumar, svo þau eru jafnvel enn sterkari dansarar í haust en í vor.“ Vinir fyrir lífstíð Dansbúðirnar sem um ræðir eru á vegum The British Theatre Dance Association og kenna þar margir af bestu danshöfundum Bretlands. „Danshöfundur Langelstur að eilífu, hún Chantelle Carey, er hluti af þessu gríðarstóra og merkilega batteríi og sá til þess að leikhópurinn gæti komið út og tekið þátt. Þetta var mikill skóli fyrir íslensku krakkana, margt að sjá, læra og upplifa og þau komu reynslunni ríkari aftur heim.“ Auk þess að dansa saman fengu krakkarnir kærkomið tækifæri til að verja tíma saman utan veggja leikhússins. „Þau eru orðnir perluvinir. Það er eitt það fallegasta við sýninguna okkar, hvað krakkarnir hafa tengst sterkum vinaböndum. Ég veit að þau verða vinir fyrir lífstíð.“ Í dansbúðunum fengu börnin tækifæri til að læra ýmsar mismunandi danstengundir og var herlegheitunum slúttað með flottri skrúðgöngu þar sem íslenski hópurinn flaggaði þjóðfánanum og söng hástöfum lög úr sýningunni. „Langelstur að eilífu er söngleikur og sjálfur Máni Svavars samdi lög sem eru nú þegar orðin klassík á mörgum heimilum, enda algjört heilalím eins og Mána er einum lagið. Við byrjuðum að sýna aftur um helgina fyrir fullu húsi og sýningar munu ganga áfram eitthvað fram á haustið, eftir því hvernig gengur að fylla sætin. Foreldrarfélög skólanna og fyrirtæki eru byrjuð að bóka fyrir hópa auk þess sem ég veit af mörgum sem ætla að koma aftur, enda sýningin algjör gleðisprengja fyrir alla aldurshópa. Þetta er einfaldlega sýning sem enginn má láta framhjá sér fara,“ segir Bergrún að lokum. Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og Chantelle Carey danshæfundur baksviðs í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Íris Dögg Einarsdóttir Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af leikurum Landgelstur að eilífu á sviði og baksviðs. Íris Dögg EinarsdóttirÍris Dögg EinarsdóttirÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiEggert-FestiÍris Dögg EinarsdóttirEggert-FestiÍris Dögg Einarsdóttir
Krakkar Leikhús Dans Menning Hafnarfjörður Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira