Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fimm­tán árum fagnað í sólinni

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson,forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans, fagna fimmtán ára sambandsafmæli sínu í dag. 

Ein­föld at­riði fyrir aukna vel­líðan í skamm­deginu

Nú þegar hátíðarhöldin og allt sem þeim fylgir eru fyrir bí er gott að byrja nýja árið á smá sjálfsást og núllstillingu. Janúar getur reynst erfiður mánuður fyrir marga og því er mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni og einblína á það sem veitir manni gleði og eykur vellíðan.

Troð­fullt hús og standandi lófa­klapp

Það var margt um manninn í Tjarnarbíói í gærkvöldi þegar fyrsta leiksýning ársins „Ífigeníu í Ásbrú“ var frumsýnd. Um er að ræða breskt verðlaunaverk eftir Gary Owen sem hefur farið sigurför um heiminn. Áhorfendur virtust mjög hrifnir og hlaut sýningin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu.

Er­ling og Sig­ríður selja húsið eftir á­tján ár

Hjónin Erling Jóhannesson, leikari og gullsmiður, og Sigríður Heimisdóttir hjúkrunarfræðingur hafa sett fallegt tveggja hæða raðhús með bílskúr við Holtsbúð í Garðabæ á sölu. Ásett verð er 137 milljónir.

Gucci og glæsi­leiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eru í rómantísku fríi á Ítalíu. Parið eyddi fyrsta degi ferðalagsins í Flórens og eru nú komin til Rómaborgar þar sem þau drekka í sig ítalska menningu.

Mætti með fer­tugan Paddington á forsýninguna

Þriðja og nýjasta myndin um krúttlega marmelaði- elskandinn björninn Paddington, Paddington í Perú, var frumsýnd með fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda.

Flug­fé­lag bregst við vegna kómískrar frá­sagnar Katrínar

Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit.

Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“

Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari og förðunarfræðingur, er stödd í fríi í Cartagena í Kólumbíu, ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther Hall­gríms­syni, stafræns markaðsstjóra hjá Bláa Lóninu. Parið var á leið inn á eitt hættulegasta svæði borgarinnar í gærmorgun þegar hópur manna á mótorhjólum skipaði þeim að snúa við.

Sjá meira