Netflix birtir fyrstu myndirnar úr Kötlu Bandaríska streymisveitan Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu en Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem framleidd er fyrir streymisveituna. Leikstjórar þáttanna er Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir. 24.3.2021 08:06
Róleg suðvestanátt með éljum Það er spáð rólegri suðvestanátt með éljum í dag en væntanlega mun létta til á Norðaustur- og Austurlandi síðdegis. Hitinn ætti að skríða yfir frostmark víðast hvar en í nótt má svo búast við núll til fimm stiga frosti. 24.3.2021 07:30
Kröftugra rennsli í öðrum af litlu gígunum tveimur Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hvorki hafi opnast ný sprunga á eldstöðvunum í Geldingadal né nýr gígur. 24.3.2021 06:33
Sex piltar handteknir vegna alvarlegrar árásar á 16 ára dreng Sex piltar sem fæddir eru á árunum 2003 til 2005 voru handteknir á sunnudagskvöld vegna gruns um aðild að meiriháttar líkamsárás, ráni og eignaspjöllum á bílastæði við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri. 23.3.2021 12:22
Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir niðurstöður rannsókna á hraunsýnum úr eldgosinu í Geldingadal mjög athyglisverðar og spennandi. 23.3.2021 12:06
Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23.3.2021 11:10
Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23.3.2021 09:44
Ætti að vera í lagi að fara að gosstöðvunum fyrri part dags Eins og veðurspáin er núna þá ætti að vera í lagi að fara að gosstöðvunum fyrri partinn í dag en ekki er mælt með því að fólk sé mikið á ferðinni seinni partinn í dag, það er eftir klukkan fjögur, eða þá að leggja af stað seinni partinn að svæðinu vegna hættu á gasmengun. 23.3.2021 09:02
Birta hitamynd af sólarhringsgömlu gosi Veðurstofa Íslands birtir á Facebook-síðu sinni í morgun hitamynd af eldgosinu í Geldingadal sem tekin var rúmum sólarhring eftir að það hófst, það er á laugardagskvöldið 20. mars klukkan 22:38. 23.3.2021 08:14
Hægur vindur og dálítil él Suðvestanáttin er að ganga niður á landinu og í eftirmiðdaginn verður yfirleitt fremur hægur vindur og dálítil él en þurrt austanlands. 23.3.2021 07:27