Netflix birtir fyrstu myndirnar úr Kötlu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2021 08:06 Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, fer með hlutverk í þáttunum. Lilja Jónsdóttir/Netflix Bandaríska streymisveitan Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu en Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem framleidd er fyrir streymisveituna. Leikstjórar þáttanna er Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir. Þáttaröðin telur átta þætti og verða þeir teknir til sýninga á Netflix fljótlega. „Einu ári eftir eldgos í Kötlu hefur lífið í friðsæla smábænum Vík breyst til muna. Eldstöðin er ennþá virk og jökulísinn ofan við gosopið að einhverjum hluta bráðnaður. Bærinn hefur verið rýmdur og eins svæðið í kring en einungis er hægt að komast þangað með því að fara yfir Markarfljót. Þeir örfáu bæjarbúar sem eftir eru ná að halda nauðsynlegri þjónustu í samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er Vík orðin að nokkurs konar draugabæ. Ástandið verður svo enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum og hafa í för með sér afleiðingar sem enginn gat séð fyrir,“ segir í tilkynningu. Með hlutverk í Kötlu fara þau Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðarson og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgård. Handritshöfundar eru Baltasar Kormákur, Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir. Í tilkynningu segir að um sé að ræða tilfinningaþrungna og dularfulla vísindaskáldsöguþætti.Lilja Jónsdóttir/Netflix Íris Tanja Flygenring í hlutverki sínu í Kötlu.Lilja Jónsdóttir/Netflix Katla gerist í Vík í Mýrdal og draga þættirnir nafn sitt af hinni þekktu eldstöð í Mýrdalsjökli. Sænska leikkonan Aliette Opheim sést hér í hlutverki sínu í þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Baltasar Kormákur leikstýrir þáttunum og skrifar handritið ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Davíð Má Stefánssyni og Lilju Sigurðardóttur.Lilja Jónsdóttir/Netflix Baltasar Kormákur og Guðrún Ýr Eyfjörð við tökur á þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Ástandið í Vík verður enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Þættirnir verða sýndir á Netflix fljótlega.Lilja Jónsdóttir/Netflix Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk í þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þáttaröðin telur átta þætti og verða þeir teknir til sýninga á Netflix fljótlega. „Einu ári eftir eldgos í Kötlu hefur lífið í friðsæla smábænum Vík breyst til muna. Eldstöðin er ennþá virk og jökulísinn ofan við gosopið að einhverjum hluta bráðnaður. Bærinn hefur verið rýmdur og eins svæðið í kring en einungis er hægt að komast þangað með því að fara yfir Markarfljót. Þeir örfáu bæjarbúar sem eftir eru ná að halda nauðsynlegri þjónustu í samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er Vík orðin að nokkurs konar draugabæ. Ástandið verður svo enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum og hafa í för með sér afleiðingar sem enginn gat séð fyrir,“ segir í tilkynningu. Með hlutverk í Kötlu fara þau Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðarson og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgård. Handritshöfundar eru Baltasar Kormákur, Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir. Í tilkynningu segir að um sé að ræða tilfinningaþrungna og dularfulla vísindaskáldsöguþætti.Lilja Jónsdóttir/Netflix Íris Tanja Flygenring í hlutverki sínu í Kötlu.Lilja Jónsdóttir/Netflix Katla gerist í Vík í Mýrdal og draga þættirnir nafn sitt af hinni þekktu eldstöð í Mýrdalsjökli. Sænska leikkonan Aliette Opheim sést hér í hlutverki sínu í þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Baltasar Kormákur leikstýrir þáttunum og skrifar handritið ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Davíð Má Stefánssyni og Lilju Sigurðardóttur.Lilja Jónsdóttir/Netflix Baltasar Kormákur og Guðrún Ýr Eyfjörð við tökur á þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Ástandið í Vík verður enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Þættirnir verða sýndir á Netflix fljótlega.Lilja Jónsdóttir/Netflix Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk í þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira