Bíó og sjónvarp

Netflix birtir fyrstu myndirnar úr Kötlu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, fer með hlutverk í þáttunum.
Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, fer með hlutverk í þáttunum. Lilja Jónsdóttir/Netflix

Bandaríska streymisveitan Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu en Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem framleidd er fyrir streymisveituna. Leikstjórar þáttanna er Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir.

Þáttaröðin telur átta þætti og verða þeir teknir til sýninga á Netflix fljótlega.

„Einu ári eftir eldgos í Kötlu hefur lífið í friðsæla smábænum Vík breyst til muna. Eldstöðin er ennþá virk og jökulísinn ofan við gosopið að einhverjum hluta bráðnaður.

Bærinn hefur verið rýmdur og eins svæðið í kring en einungis er hægt að komast þangað með því að fara yfir Markarfljót.

Þeir örfáu bæjarbúar sem eftir eru ná að halda nauðsynlegri þjónustu í samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er Vík orðin að nokkurs konar draugabæ.

Ástandið verður svo enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum og hafa í för með sér afleiðingar sem enginn gat séð fyrir,“ segir í tilkynningu.

Með hlutverk í Kötlu fara þau Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðarson og Svíarnir Aliette Opheim og Valter Skarsgård.

Handritshöfundar eru Baltasar Kormákur, Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða tilfinningaþrungna og dularfulla vísindaskáldsöguþætti.Lilja Jónsdóttir/Netflix
Íris Tanja Flygenring í hlutverki sínu í Kötlu.Lilja Jónsdóttir/Netflix
Katla gerist í Vík í Mýrdal og draga þættirnir nafn sitt af hinni þekktu eldstöð í Mýrdalsjökli. Sænska leikkonan Aliette Opheim sést hér í hlutverki sínu í þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix
Baltasar Kormákur leikstýrir þáttunum og skrifar handritið ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Davíð Má Stefánssyni og Lilju Sigurðardóttur.Lilja Jónsdóttir/Netflix
Baltasar Kormákur og Guðrún Ýr Eyfjörð við tökur á þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix
Ástandið í Vík verður enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum.Lilja Jónsdóttir/Netflix
Þættirnir verða sýndir á Netflix fljótlega.Lilja Jónsdóttir/Netflix
Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk í þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.